Stjórnvöld í Mjanmar kærð fyrir þjóðarmorð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 23:30 Róhingjar hröktust frá heimkynnum sínum í Mjanmar og yfir til Bangladess eftir hernaðaraðgerðir mjanmarska hersins gegn þeim. AP/Bernat Armangue Stjórnvöld Mjanmar voru í dag sökuð um þjóðarmorð fyrir Alþjóðadómstóli Sameinuðu þjóðanna vegna aðfarar þeirra gegn minnihlutahópi Róhingja. Lögmenn biðluðu til dómstólsins að fyrirskipa að gripið yrði til aðgerða til að „stöðva þjóðarmorðin eins og skot.“ Gambía lagði fram kæruna fyrir hönd Félags um íslamskt samstarf (e. Organization of Islamic Cooperation). Dómsmálaráðherra og ríkissaksóknari Gambíu, Abubacarr Marie Tambadou, sagði í samtali við fréttastofu AP að hann vildi „senda Mjanmar og öllu alþjóðasamfélaginu skýr skilaboð um að veröldin mun ekki sitja hjá aðgerðarlaus þegar slík grimmdarverk gerast í kring um okkur. Það er kynslóð okkar til skammar ef við gerum ekkert á meðan þjóðarmorð á sér stað fyrir augum okkar.“ Stjórnvöld í Mjanmar vildu ekki tjá sig um málið við vinnslu fréttar AP. Abubacarr Marie Tambadou, dómsmálaráðherra Gambíu, fyrir miðju ásamt sendinefnd sinni í Haag.AP/Peter Dejong Mjanmarski herinn hóf ofbeldisfulla aðför gegn Róhingjum í ágúst árið 2017 eftir að andófsmenn gerðu árás fyrr í mánuðinum. Meira en 700.000 Róhingjar flúðu til nágrannalandsins Bangladess til að flýja árásir hersins en þar fóru fram fjöldamorð, fjöldanauðganir og heimili voru brennd til kaldra kola. Yfirmaður sendinefndar Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar skrifaði í lokaskýrslu sinni í september síðastliðnum að það væri mikil hætta á að þjóðarmorð yrðu á Róhingjum á ný. Þá sagði sendinefndin í skýrslunni að láta ætti Mjanmar taka ábyrgð á alþjóðlegum vettvangi vegna þjóðarmorðanna. Tímamótamál Í stefnunni sem var lögð fram fyrir Alþjóðadómstólinn er því haldið fram að hernaðaraðgerðir Mjanmar gegn Róhingjum, sem meðal annars fólu í sér „dráp, ollu alvarlegum líkamlegum- og andlegum skaða, ollu aðstæðum sem ætlaðar voru til þess að valda miklum skaða og að koma í veg fyrir fæðingar og að neyða fólk af heimkynnum sínum, hafi verið þjóðarmorð vegna þess að ætlun þeirra var að útrýma Róhingjum að hluta til eða að öllu leiti.“ Tambadou sagði í yfirlýsingu: „Gambía hefur tekið af skarið að sækja réttlætis og gera einhvern ábyrgan fyrir þjóðarmorðunum sem hafa átt sér stað í Mjanmar gegn Róhingjunum og til að halda uppi og styrkja alþjóðlega staðla gegn þjóðarmorðum sem öll ríki munu virða.“ Param-Preet Singh, sérfræðingur í mannréttindum hjá Human Rights Watch, segir málið tímamótamál og hvatti önnur ríki til að styðja það. Þá sagði hann að ef alþjóðadómstóllinn myndi fyrirskipa aðgerðir gæti það „hjálpað við að stöðva versta langvarandi ofbeldið gegn Róhingjum í Mjanmar.“ Beindi því til stríðsglæpadómstólsins að hefja rannsókn Fatou Bensouda, saksóknari við Alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn, sendi dómurum stríðsglæpadómstólsins beiðni í júlí síðastliðnum um að hefja rannsókn á meintum glæpum gegn mannkyni gegn Róhingjum í Mjanmar. Hann sagðist vilja rannsaka glæpi tengda útlegð og meinta ómannúðlega framgöngu mjanmarska hersins gegn Róhingjum þegar þeir voru neyddir til að yfirgefa Mjanmar, sem er ekki meðlimur alþjóðadómstólsins, inn í Bangladess, sem er meðlimur. Stríðsglæpadómstóllinn tekur fyrir mál sem beinast gegn einstaklingum en Alþjóðadómstóllinn tekur fyrir deilur á milli ríkja. Báðir dómstólar eru staðsettir í Haag. Í síðasta mánuði sagði sendiherra Mjanmar hjá Sameinuðu þjóðunum, Hau Do Suan, sendinefndina horfa aðeins á aðra hlið málsins og hafi byggt skýrslu sína á „villandi upplýsingum og að heimildamenn hafi ekki verið viðstaddir því sem þeir sögðu frá.“ Hann sagði að mjanmarska ríkisstjórnin horfi málið alvarlegum augum og að allir þeir sem hafi brotið mannréttindi og hafi valdið stórtækum fólksflutningum til Bangladess þyrftu að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Bangladess Gambía Mjanmar Róhingjar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Róhingjar snúa ekki heim fái þeir ekki viðurkenningu Róhingjar sem hafast við í flóttamannabúðum í Cox Bazar í Bangladess neita að snúa aftur til Mjanmar fái þeir ekki viðurkenningu sem þjóðernishópur í heimalandi sínu. 29. júlí 2019 06:00 Róhingjar verða fluttir á afskekkta eyju Til standur að fyrstu flóttamenn Róhingja verði fluttir til eyjar, sem er í árósum Meghna árinnar í Bangladess, á næstu mánuðum segir utanríkisráðherra Bangladess. 19. júlí 2019 12:06 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Stjórnvöld Mjanmar voru í dag sökuð um þjóðarmorð fyrir Alþjóðadómstóli Sameinuðu þjóðanna vegna aðfarar þeirra gegn minnihlutahópi Róhingja. Lögmenn biðluðu til dómstólsins að fyrirskipa að gripið yrði til aðgerða til að „stöðva þjóðarmorðin eins og skot.“ Gambía lagði fram kæruna fyrir hönd Félags um íslamskt samstarf (e. Organization of Islamic Cooperation). Dómsmálaráðherra og ríkissaksóknari Gambíu, Abubacarr Marie Tambadou, sagði í samtali við fréttastofu AP að hann vildi „senda Mjanmar og öllu alþjóðasamfélaginu skýr skilaboð um að veröldin mun ekki sitja hjá aðgerðarlaus þegar slík grimmdarverk gerast í kring um okkur. Það er kynslóð okkar til skammar ef við gerum ekkert á meðan þjóðarmorð á sér stað fyrir augum okkar.“ Stjórnvöld í Mjanmar vildu ekki tjá sig um málið við vinnslu fréttar AP. Abubacarr Marie Tambadou, dómsmálaráðherra Gambíu, fyrir miðju ásamt sendinefnd sinni í Haag.AP/Peter Dejong Mjanmarski herinn hóf ofbeldisfulla aðför gegn Róhingjum í ágúst árið 2017 eftir að andófsmenn gerðu árás fyrr í mánuðinum. Meira en 700.000 Róhingjar flúðu til nágrannalandsins Bangladess til að flýja árásir hersins en þar fóru fram fjöldamorð, fjöldanauðganir og heimili voru brennd til kaldra kola. Yfirmaður sendinefndar Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar skrifaði í lokaskýrslu sinni í september síðastliðnum að það væri mikil hætta á að þjóðarmorð yrðu á Róhingjum á ný. Þá sagði sendinefndin í skýrslunni að láta ætti Mjanmar taka ábyrgð á alþjóðlegum vettvangi vegna þjóðarmorðanna. Tímamótamál Í stefnunni sem var lögð fram fyrir Alþjóðadómstólinn er því haldið fram að hernaðaraðgerðir Mjanmar gegn Róhingjum, sem meðal annars fólu í sér „dráp, ollu alvarlegum líkamlegum- og andlegum skaða, ollu aðstæðum sem ætlaðar voru til þess að valda miklum skaða og að koma í veg fyrir fæðingar og að neyða fólk af heimkynnum sínum, hafi verið þjóðarmorð vegna þess að ætlun þeirra var að útrýma Róhingjum að hluta til eða að öllu leiti.“ Tambadou sagði í yfirlýsingu: „Gambía hefur tekið af skarið að sækja réttlætis og gera einhvern ábyrgan fyrir þjóðarmorðunum sem hafa átt sér stað í Mjanmar gegn Róhingjunum og til að halda uppi og styrkja alþjóðlega staðla gegn þjóðarmorðum sem öll ríki munu virða.“ Param-Preet Singh, sérfræðingur í mannréttindum hjá Human Rights Watch, segir málið tímamótamál og hvatti önnur ríki til að styðja það. Þá sagði hann að ef alþjóðadómstóllinn myndi fyrirskipa aðgerðir gæti það „hjálpað við að stöðva versta langvarandi ofbeldið gegn Róhingjum í Mjanmar.“ Beindi því til stríðsglæpadómstólsins að hefja rannsókn Fatou Bensouda, saksóknari við Alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn, sendi dómurum stríðsglæpadómstólsins beiðni í júlí síðastliðnum um að hefja rannsókn á meintum glæpum gegn mannkyni gegn Róhingjum í Mjanmar. Hann sagðist vilja rannsaka glæpi tengda útlegð og meinta ómannúðlega framgöngu mjanmarska hersins gegn Róhingjum þegar þeir voru neyddir til að yfirgefa Mjanmar, sem er ekki meðlimur alþjóðadómstólsins, inn í Bangladess, sem er meðlimur. Stríðsglæpadómstóllinn tekur fyrir mál sem beinast gegn einstaklingum en Alþjóðadómstóllinn tekur fyrir deilur á milli ríkja. Báðir dómstólar eru staðsettir í Haag. Í síðasta mánuði sagði sendiherra Mjanmar hjá Sameinuðu þjóðunum, Hau Do Suan, sendinefndina horfa aðeins á aðra hlið málsins og hafi byggt skýrslu sína á „villandi upplýsingum og að heimildamenn hafi ekki verið viðstaddir því sem þeir sögðu frá.“ Hann sagði að mjanmarska ríkisstjórnin horfi málið alvarlegum augum og að allir þeir sem hafi brotið mannréttindi og hafi valdið stórtækum fólksflutningum til Bangladess þyrftu að taka ábyrgð á gjörðum sínum.
Bangladess Gambía Mjanmar Róhingjar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Róhingjar snúa ekki heim fái þeir ekki viðurkenningu Róhingjar sem hafast við í flóttamannabúðum í Cox Bazar í Bangladess neita að snúa aftur til Mjanmar fái þeir ekki viðurkenningu sem þjóðernishópur í heimalandi sínu. 29. júlí 2019 06:00 Róhingjar verða fluttir á afskekkta eyju Til standur að fyrstu flóttamenn Róhingja verði fluttir til eyjar, sem er í árósum Meghna árinnar í Bangladess, á næstu mánuðum segir utanríkisráðherra Bangladess. 19. júlí 2019 12:06 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Róhingjar snúa ekki heim fái þeir ekki viðurkenningu Róhingjar sem hafast við í flóttamannabúðum í Cox Bazar í Bangladess neita að snúa aftur til Mjanmar fái þeir ekki viðurkenningu sem þjóðernishópur í heimalandi sínu. 29. júlí 2019 06:00
Róhingjar verða fluttir á afskekkta eyju Til standur að fyrstu flóttamenn Róhingja verði fluttir til eyjar, sem er í árósum Meghna árinnar í Bangladess, á næstu mánuðum segir utanríkisráðherra Bangladess. 19. júlí 2019 12:06
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent