Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2019 21:15 Þjóðarleikvangurinn yrði yfirbyggður með hvolfþaki og stórum útsýnisgluggum, samkvæmt teikningu danska arkitektsins Bjarke Ingels fyrir sveitarfélagið Sermersooq. Teikning/Sermersooq, Bjarke Ingels. Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að setja starfshóp á laggirnar til að kanna áhuga fjárfesta á að taka þátt í gerð innanhúss þjóðarleikvangs í Nuuk. Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. Þetta kemur fram í svari Ane Lone Bagger, ráðherra menningarmála, í tilefni af þingsályktunartillögu sem liggur fyrir grænlenska þinginu um málið, að því er Sermitsiaq greinir frá. Kostnaður við þjóðarleikvanginn er áætlaður á bilinu 5,5 til 9 milljarðar íslenskra króna.Íþrótta- og sýningarhöllinni er ætlað að verða einkennistákn Nuuk. Hún yrði staðsett á milli nýju hafnarinnar og nýja flugvallarins, skammt frá sundhöll og golfvelli.Teikning/Sermersooq, Bjarke Ingels.Íþróttaleikvangurinn yrði ekki bara fyrir keppnisfólk og landslið Grænlands heldur vill ráðherrann að hann nýtist börnum og ungmennum sem og öllum almenningi til daglegra íþróttaiðkana. Bæjaryfirvöld í Nuuk, sveitarfélaginu Sermersooq, hafa haft forystu um málið og tekið frá lóð miðsvæðis í höfuðstaðnum, skammt frá sundhöllinni, með útsýni yfir höfnina. Fengu þau danska arkitektinn Bjarke Ingels fyrir þremur árum til að teikna íþróttahöllina með það að markmiði að hún yrði einkennistákn Nuuk, rétt eins og óperuhúsið er fyrir borgina Sidney og Eiffel-turninn fyrir Paris.Hvítt hvolfþakið minnir á þak Laugardalshallar.Mynd/Sermersooq, Bjarke Ingels.Bjarke Ingels er orðinn eitt stærsta nafn heims á sviði húsahönnunar. Árið 2011 útnefndi Wall Street Journal hann sem frumkvöðul ársins í arkitektúr og árið 2016 komst hann á lista Time Magazine yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Grænland hefur ekki átt knattspyrnulandslið um langt skeið vegna aðstöðuleysis. Ráðherrann Ane Lone Bagger segir að þjóðarleikvangur opni ný tækifæri.Frá sundhöllinni í Nuuk. Hún var opnuð árið 2003.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Aðild að Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, myndi þýða að landslið Grænlendinga í knattspyrnu gætu tekið þátt í Evrópukeppninni, og með aðild að Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, gætum við í framtíðinni glaðst yfir landsliðum okkar á HM,“ segir ráðherrann í svari sínu. Nuuk státar nú þegar af veglegri sundhöll og góðu skíðasvæði, eins og fram kom í þætti Stöðvar 2 árið 2017 um mannlífið þar, sem sjá má hér: Grænland Íþróttir Norðurslóðir Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að setja starfshóp á laggirnar til að kanna áhuga fjárfesta á að taka þátt í gerð innanhúss þjóðarleikvangs í Nuuk. Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. Þetta kemur fram í svari Ane Lone Bagger, ráðherra menningarmála, í tilefni af þingsályktunartillögu sem liggur fyrir grænlenska þinginu um málið, að því er Sermitsiaq greinir frá. Kostnaður við þjóðarleikvanginn er áætlaður á bilinu 5,5 til 9 milljarðar íslenskra króna.Íþrótta- og sýningarhöllinni er ætlað að verða einkennistákn Nuuk. Hún yrði staðsett á milli nýju hafnarinnar og nýja flugvallarins, skammt frá sundhöll og golfvelli.Teikning/Sermersooq, Bjarke Ingels.Íþróttaleikvangurinn yrði ekki bara fyrir keppnisfólk og landslið Grænlands heldur vill ráðherrann að hann nýtist börnum og ungmennum sem og öllum almenningi til daglegra íþróttaiðkana. Bæjaryfirvöld í Nuuk, sveitarfélaginu Sermersooq, hafa haft forystu um málið og tekið frá lóð miðsvæðis í höfuðstaðnum, skammt frá sundhöllinni, með útsýni yfir höfnina. Fengu þau danska arkitektinn Bjarke Ingels fyrir þremur árum til að teikna íþróttahöllina með það að markmiði að hún yrði einkennistákn Nuuk, rétt eins og óperuhúsið er fyrir borgina Sidney og Eiffel-turninn fyrir Paris.Hvítt hvolfþakið minnir á þak Laugardalshallar.Mynd/Sermersooq, Bjarke Ingels.Bjarke Ingels er orðinn eitt stærsta nafn heims á sviði húsahönnunar. Árið 2011 útnefndi Wall Street Journal hann sem frumkvöðul ársins í arkitektúr og árið 2016 komst hann á lista Time Magazine yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Grænland hefur ekki átt knattspyrnulandslið um langt skeið vegna aðstöðuleysis. Ráðherrann Ane Lone Bagger segir að þjóðarleikvangur opni ný tækifæri.Frá sundhöllinni í Nuuk. Hún var opnuð árið 2003.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Aðild að Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, myndi þýða að landslið Grænlendinga í knattspyrnu gætu tekið þátt í Evrópukeppninni, og með aðild að Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, gætum við í framtíðinni glaðst yfir landsliðum okkar á HM,“ segir ráðherrann í svari sínu. Nuuk státar nú þegar af veglegri sundhöll og góðu skíðasvæði, eins og fram kom í þætti Stöðvar 2 árið 2017 um mannlífið þar, sem sjá má hér:
Grænland Íþróttir Norðurslóðir Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45
Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40