Bjarni: Ánægður með sjálfstraustið og hugrekkið í liðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2019 18:50 Bjarni var ánægður með sína menn. vísir/bára „Ég er svakalega ánægður með strákana. Þetta var ekki auðveldur leikur. Við lentum í basli með markvörðinn þeirra [Petar Jokanovic] í byrjun leiks og það hefði alveg getað dregið úr okkar tennurnar. En ég er ánægður með sjálfstraustið og hugrekkið í liðinu,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, í samtali við Vísi eftir sigurinn á ÍBV í dag. „Þeir náðu smá forskoti í byrjun en mér fannst það bara út af því að hann varði nokkur dauðafæri. Við héldum áfram og svo duttu mörkin inn.“ Bjarni kvaðst sáttur með vörn Breiðhyltinga í leiknum. „Við höfum lagt mikla áherslu á varnarleikinn upp á síðkastið. Við erum að ná vopnum okkar í vörninni aftur. Hún var mjög góð gegn Val í síðustu umferð og í dag,“ sagði Bjarni. Kristján Örn Kristjánsson var allt í öllu í sóknarleik ÍBV og skoraði átta mörk. Hann þurfti hins vegar 19 skot til þess að skora mörkin átta og Sigurður Ingiberg Ólafsson var með hann í vasanum á löngum köflum. „Þegar þú spilar á móti svona frábærri skyttu eins og Donna mun stökkva upp lengst fyrir utan og þruma boltanum skeytin og skora mörk. Þetta snýst um að halda hinum niðri og þvinga hann í erfið skot. Það litlu að ég hefði tekið hann úr umferð í seinni hálfleik,“ sagði Bjarni. Hann segist aldrei hafa verið í rónni, þótt ÍR-ingar væru með þægilegt forskot undir lokin. „Ég hafði áhyggjur allan leikinn. ÍBV er með eitt besta lið landsins. Ég bjóst við áhlaupi en við þurftum bara að gera það sem við vorum búnir að gera allan leikinn, halda áfram að keyra og halda pressunni á þeim. Mér fannst við leysa vörnina þeirra mjög vel á köflum,“ sagði Bjarni að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 32-27 | Björgvin og Sigurður magnaðir í sigri ÍR-inga Eftir þrjú töp í röð vann ÍR góðan sigur á ÍBV í Austurberginu. 10. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
„Ég er svakalega ánægður með strákana. Þetta var ekki auðveldur leikur. Við lentum í basli með markvörðinn þeirra [Petar Jokanovic] í byrjun leiks og það hefði alveg getað dregið úr okkar tennurnar. En ég er ánægður með sjálfstraustið og hugrekkið í liðinu,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, í samtali við Vísi eftir sigurinn á ÍBV í dag. „Þeir náðu smá forskoti í byrjun en mér fannst það bara út af því að hann varði nokkur dauðafæri. Við héldum áfram og svo duttu mörkin inn.“ Bjarni kvaðst sáttur með vörn Breiðhyltinga í leiknum. „Við höfum lagt mikla áherslu á varnarleikinn upp á síðkastið. Við erum að ná vopnum okkar í vörninni aftur. Hún var mjög góð gegn Val í síðustu umferð og í dag,“ sagði Bjarni. Kristján Örn Kristjánsson var allt í öllu í sóknarleik ÍBV og skoraði átta mörk. Hann þurfti hins vegar 19 skot til þess að skora mörkin átta og Sigurður Ingiberg Ólafsson var með hann í vasanum á löngum köflum. „Þegar þú spilar á móti svona frábærri skyttu eins og Donna mun stökkva upp lengst fyrir utan og þruma boltanum skeytin og skora mörk. Þetta snýst um að halda hinum niðri og þvinga hann í erfið skot. Það litlu að ég hefði tekið hann úr umferð í seinni hálfleik,“ sagði Bjarni. Hann segist aldrei hafa verið í rónni, þótt ÍR-ingar væru með þægilegt forskot undir lokin. „Ég hafði áhyggjur allan leikinn. ÍBV er með eitt besta lið landsins. Ég bjóst við áhlaupi en við þurftum bara að gera það sem við vorum búnir að gera allan leikinn, halda áfram að keyra og halda pressunni á þeim. Mér fannst við leysa vörnina þeirra mjög vel á köflum,“ sagði Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 32-27 | Björgvin og Sigurður magnaðir í sigri ÍR-inga Eftir þrjú töp í röð vann ÍR góðan sigur á ÍBV í Austurberginu. 10. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 32-27 | Björgvin og Sigurður magnaðir í sigri ÍR-inga Eftir þrjú töp í röð vann ÍR góðan sigur á ÍBV í Austurberginu. 10. nóvember 2019 19:00