Dæmdur í sex ára fangelsi fyrir „heiftúðuga og lífshættulega“ tilraun til manndráps Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. nóvember 2019 22:00 Nær fumlaus viðbrögð nærstaddra aðila, og þeirra sem á eftir komu, ásamt aðstæðum á vettvangi, eru sögð hafa orðið til þess að ekki fór verr. vísir/vilhelm Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær Sigurð Sigurðsson í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann var auk þess dæmdur til að greiða brotaþola hátt í tvær milljónir í miska- og skaðabótætur auk þess sem hann var dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Sigurður var dæmdur fyrir að hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 10. júlí síðastliðinn, ráðist á mann með eggvopni í heimahúsi með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut lífshættulega áverka og flytja þurfti hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Það er mat dómsins að árásarmaðurinn sé sakhæfur. Áfengisáhrif og lítilsháttar lyfjaáhrif á verknaðarstundu leysi hann ekki undan refsingu. Sigurður hefur ekki áður verið dæmdur til refsingar en það hafði áhrif á niðurstöðu dómsins. Brotið er afar alvarlegt en að mati dómsins sýndi Sigurður einbeittan brotavilja við verknaðinn. Fyrir liggur að hann fór frá heimili sínu með tvo hnífa að heimili brotaþola, í um eins og hálfs kílómetra vegalengd, þar sem hann réðst á brotaþola og beitti eggvopni margsinnis með heiftúðlegum hætti gegn honum og veitti honum lífshættulega áverka. Í málinu liggur fyrir niðurstaða rannsóknarstofu vegna DNA-rannsóknar, sem gerð var á sýnum og samanburðarsýnum sem tekin voru af brotaþola og úr blettum sem fundust á haldlögðum fatnaði og hnífum hins seka. Læknar segja að árásin hafi verið heiftúðug og lífshættuleg. Álit dómsins er sú að lögfull sönnun hefði fram komið fyrir því að Sigurður hefði ráðist á brotaþola á heimili hans og margsinnis stungið hann með þeim hnífum sem hann hafði með sér frá heimili sínu. Nær fumlaus viðbrögð nærstaddra aðila, og þeirra sem á eftir komu, ásamt aðstæðum á vettvangi, eru sögð hafa orðið til þess að ekki fór verr. Dómsmál Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar Maðurinn sem grunaður er um alvarlega hnífstunguárás í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags mun kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. 12. júlí 2019 14:53 Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40 Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær Sigurð Sigurðsson í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann var auk þess dæmdur til að greiða brotaþola hátt í tvær milljónir í miska- og skaðabótætur auk þess sem hann var dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Sigurður var dæmdur fyrir að hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 10. júlí síðastliðinn, ráðist á mann með eggvopni í heimahúsi með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut lífshættulega áverka og flytja þurfti hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Það er mat dómsins að árásarmaðurinn sé sakhæfur. Áfengisáhrif og lítilsháttar lyfjaáhrif á verknaðarstundu leysi hann ekki undan refsingu. Sigurður hefur ekki áður verið dæmdur til refsingar en það hafði áhrif á niðurstöðu dómsins. Brotið er afar alvarlegt en að mati dómsins sýndi Sigurður einbeittan brotavilja við verknaðinn. Fyrir liggur að hann fór frá heimili sínu með tvo hnífa að heimili brotaþola, í um eins og hálfs kílómetra vegalengd, þar sem hann réðst á brotaþola og beitti eggvopni margsinnis með heiftúðlegum hætti gegn honum og veitti honum lífshættulega áverka. Í málinu liggur fyrir niðurstaða rannsóknarstofu vegna DNA-rannsóknar, sem gerð var á sýnum og samanburðarsýnum sem tekin voru af brotaþola og úr blettum sem fundust á haldlögðum fatnaði og hnífum hins seka. Læknar segja að árásin hafi verið heiftúðug og lífshættuleg. Álit dómsins er sú að lögfull sönnun hefði fram komið fyrir því að Sigurður hefði ráðist á brotaþola á heimili hans og margsinnis stungið hann með þeim hnífum sem hann hafði með sér frá heimili sínu. Nær fumlaus viðbrögð nærstaddra aðila, og þeirra sem á eftir komu, ásamt aðstæðum á vettvangi, eru sögð hafa orðið til þess að ekki fór verr.
Dómsmál Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar Maðurinn sem grunaður er um alvarlega hnífstunguárás í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags mun kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. 12. júlí 2019 14:53 Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40 Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar Maðurinn sem grunaður er um alvarlega hnífstunguárás í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags mun kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. 12. júlí 2019 14:53
Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40
Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51