Segir nýja auglýsingu fasíska og stalíníska Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. nóvember 2019 06:15 Guðmundur Oddur Magnússon, öðru nafni Goddur. Fréttablaðið/Ernir Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands og betur þekktur sem Goddur, segir myndmál í auglýsingu um stofnfund Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál bæði fasískt og stalínískt. Staða mannsins fyrir miðri myndinni gefi það til kynna. Auglýsingin hefur verið mikið til umræðu og bendluð við kynþáttahyggju og karlrembu. „Þetta er klassísk staða sem sést í myndum frá árunum 1930 til 1940 og þeim þjóðrembingi sem var á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld. Þetta sást til dæmis í Þýskalandi, Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Þarna stendur ofurmennið, „Übermensch“, fremst. Þetta er fasískt myndmál sem einnig tilheyrir stalínisma. Það er alveg á hreinu,“ segir Goddur. Þó að myndin sé fasísk í eðli sínu þá er ekki hægt að sjá í henni beina kynþáttahyggju, eins og nasistar þriðja ríkisins stunduðu. Kynþáttahyggja hafi þó verið undirliggjandi hugmyndafræði á þessum árum. „Ef það væri kynþáttahyggja í þessari mynd þá væri verið að sýna til dæmis blökkufólk á afkáralegan hátt, með bein í nefinu og slíkt,“ segir Goddur. Vísar hann til skopmynda og bóka á borð við Tíu litla negrastráka í því samhengi. „Víkingar sem slíkir koma kynþáttahyggju ekki neitt við. En þó má sjá myndir af þeim, til dæmis á plakötum danskra þjóðernissinna frá stríðsárunum, sem börðust gegn bolsévikum, og í pólitískum áróðri þriðja ríkisins.“ Myndina sem slíka verði að skoða út frá sögulegu samhengi, til dæmis hvað varðar kynþáttahyggju og karlrembu. „Þarna er verið að endurvinna myndmál frá ákveðnum tíma og það þýðir ekki að meta fortíðina út frá okkar eigin forsendum í dag, um hvað sé karllægt og kvenlægt,“ segir Goddur. „Veröldin var karllæg á þessum tíma, öll sömul, og öll tilvísun þar með. Jafnréttisumræðan er seinni tíma mál.“ Goddur tekur hins vegar undir að með notkun myndarinnar komi fram fortíðarþrá, það er að hlutirnir hafi verið betri í þá daga. Upprunalega myndin sem notuð er í auglýsingunni birtist sem forsíðumynd Morgunblaðsins sunnudaginn 5. júlí árið 1942. Þann dag fóru fram alþingiskosningar og ber efni blaðsins það augljóslega með sér. Fjölmargar auglýsingar og greinar um nauðsyn þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn birtust í þessu blaði, og nákvæmar leiðbeiningar um hvernig fólk ætti að kjósa fulltrúa flokksins. Á forsíðu blaðsins sést myndin í heild sinni og má þá sjá fjölda fólks í Almannagjá á Þingvöllum, veifandi fánum og með listabókstaf Sjálfstæðisflokksins á skiltum. Myndin er ekki merkt en á þessum árum teiknaði listamaðurinn Stefán Jónsson margar myndir fyrir flokkinn. Auglýsingamarkaður Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira
Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands og betur þekktur sem Goddur, segir myndmál í auglýsingu um stofnfund Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál bæði fasískt og stalínískt. Staða mannsins fyrir miðri myndinni gefi það til kynna. Auglýsingin hefur verið mikið til umræðu og bendluð við kynþáttahyggju og karlrembu. „Þetta er klassísk staða sem sést í myndum frá árunum 1930 til 1940 og þeim þjóðrembingi sem var á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld. Þetta sást til dæmis í Þýskalandi, Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Þarna stendur ofurmennið, „Übermensch“, fremst. Þetta er fasískt myndmál sem einnig tilheyrir stalínisma. Það er alveg á hreinu,“ segir Goddur. Þó að myndin sé fasísk í eðli sínu þá er ekki hægt að sjá í henni beina kynþáttahyggju, eins og nasistar þriðja ríkisins stunduðu. Kynþáttahyggja hafi þó verið undirliggjandi hugmyndafræði á þessum árum. „Ef það væri kynþáttahyggja í þessari mynd þá væri verið að sýna til dæmis blökkufólk á afkáralegan hátt, með bein í nefinu og slíkt,“ segir Goddur. Vísar hann til skopmynda og bóka á borð við Tíu litla negrastráka í því samhengi. „Víkingar sem slíkir koma kynþáttahyggju ekki neitt við. En þó má sjá myndir af þeim, til dæmis á plakötum danskra þjóðernissinna frá stríðsárunum, sem börðust gegn bolsévikum, og í pólitískum áróðri þriðja ríkisins.“ Myndina sem slíka verði að skoða út frá sögulegu samhengi, til dæmis hvað varðar kynþáttahyggju og karlrembu. „Þarna er verið að endurvinna myndmál frá ákveðnum tíma og það þýðir ekki að meta fortíðina út frá okkar eigin forsendum í dag, um hvað sé karllægt og kvenlægt,“ segir Goddur. „Veröldin var karllæg á þessum tíma, öll sömul, og öll tilvísun þar með. Jafnréttisumræðan er seinni tíma mál.“ Goddur tekur hins vegar undir að með notkun myndarinnar komi fram fortíðarþrá, það er að hlutirnir hafi verið betri í þá daga. Upprunalega myndin sem notuð er í auglýsingunni birtist sem forsíðumynd Morgunblaðsins sunnudaginn 5. júlí árið 1942. Þann dag fóru fram alþingiskosningar og ber efni blaðsins það augljóslega með sér. Fjölmargar auglýsingar og greinar um nauðsyn þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn birtust í þessu blaði, og nákvæmar leiðbeiningar um hvernig fólk ætti að kjósa fulltrúa flokksins. Á forsíðu blaðsins sést myndin í heild sinni og má þá sjá fjölda fólks í Almannagjá á Þingvöllum, veifandi fánum og með listabókstaf Sjálfstæðisflokksins á skiltum. Myndin er ekki merkt en á þessum árum teiknaði listamaðurinn Stefán Jónsson margar myndir fyrir flokkinn.
Auglýsingamarkaður Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira