Segir nýja auglýsingu fasíska og stalíníska Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. nóvember 2019 06:15 Guðmundur Oddur Magnússon, öðru nafni Goddur. Fréttablaðið/Ernir Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands og betur þekktur sem Goddur, segir myndmál í auglýsingu um stofnfund Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál bæði fasískt og stalínískt. Staða mannsins fyrir miðri myndinni gefi það til kynna. Auglýsingin hefur verið mikið til umræðu og bendluð við kynþáttahyggju og karlrembu. „Þetta er klassísk staða sem sést í myndum frá árunum 1930 til 1940 og þeim þjóðrembingi sem var á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld. Þetta sást til dæmis í Þýskalandi, Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Þarna stendur ofurmennið, „Übermensch“, fremst. Þetta er fasískt myndmál sem einnig tilheyrir stalínisma. Það er alveg á hreinu,“ segir Goddur. Þó að myndin sé fasísk í eðli sínu þá er ekki hægt að sjá í henni beina kynþáttahyggju, eins og nasistar þriðja ríkisins stunduðu. Kynþáttahyggja hafi þó verið undirliggjandi hugmyndafræði á þessum árum. „Ef það væri kynþáttahyggja í þessari mynd þá væri verið að sýna til dæmis blökkufólk á afkáralegan hátt, með bein í nefinu og slíkt,“ segir Goddur. Vísar hann til skopmynda og bóka á borð við Tíu litla negrastráka í því samhengi. „Víkingar sem slíkir koma kynþáttahyggju ekki neitt við. En þó má sjá myndir af þeim, til dæmis á plakötum danskra þjóðernissinna frá stríðsárunum, sem börðust gegn bolsévikum, og í pólitískum áróðri þriðja ríkisins.“ Myndina sem slíka verði að skoða út frá sögulegu samhengi, til dæmis hvað varðar kynþáttahyggju og karlrembu. „Þarna er verið að endurvinna myndmál frá ákveðnum tíma og það þýðir ekki að meta fortíðina út frá okkar eigin forsendum í dag, um hvað sé karllægt og kvenlægt,“ segir Goddur. „Veröldin var karllæg á þessum tíma, öll sömul, og öll tilvísun þar með. Jafnréttisumræðan er seinni tíma mál.“ Goddur tekur hins vegar undir að með notkun myndarinnar komi fram fortíðarþrá, það er að hlutirnir hafi verið betri í þá daga. Upprunalega myndin sem notuð er í auglýsingunni birtist sem forsíðumynd Morgunblaðsins sunnudaginn 5. júlí árið 1942. Þann dag fóru fram alþingiskosningar og ber efni blaðsins það augljóslega með sér. Fjölmargar auglýsingar og greinar um nauðsyn þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn birtust í þessu blaði, og nákvæmar leiðbeiningar um hvernig fólk ætti að kjósa fulltrúa flokksins. Á forsíðu blaðsins sést myndin í heild sinni og má þá sjá fjölda fólks í Almannagjá á Þingvöllum, veifandi fánum og með listabókstaf Sjálfstæðisflokksins á skiltum. Myndin er ekki merkt en á þessum árum teiknaði listamaðurinn Stefán Jónsson margar myndir fyrir flokkinn. Auglýsingamarkaður Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands og betur þekktur sem Goddur, segir myndmál í auglýsingu um stofnfund Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál bæði fasískt og stalínískt. Staða mannsins fyrir miðri myndinni gefi það til kynna. Auglýsingin hefur verið mikið til umræðu og bendluð við kynþáttahyggju og karlrembu. „Þetta er klassísk staða sem sést í myndum frá árunum 1930 til 1940 og þeim þjóðrembingi sem var á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld. Þetta sást til dæmis í Þýskalandi, Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Þarna stendur ofurmennið, „Übermensch“, fremst. Þetta er fasískt myndmál sem einnig tilheyrir stalínisma. Það er alveg á hreinu,“ segir Goddur. Þó að myndin sé fasísk í eðli sínu þá er ekki hægt að sjá í henni beina kynþáttahyggju, eins og nasistar þriðja ríkisins stunduðu. Kynþáttahyggja hafi þó verið undirliggjandi hugmyndafræði á þessum árum. „Ef það væri kynþáttahyggja í þessari mynd þá væri verið að sýna til dæmis blökkufólk á afkáralegan hátt, með bein í nefinu og slíkt,“ segir Goddur. Vísar hann til skopmynda og bóka á borð við Tíu litla negrastráka í því samhengi. „Víkingar sem slíkir koma kynþáttahyggju ekki neitt við. En þó má sjá myndir af þeim, til dæmis á plakötum danskra þjóðernissinna frá stríðsárunum, sem börðust gegn bolsévikum, og í pólitískum áróðri þriðja ríkisins.“ Myndina sem slíka verði að skoða út frá sögulegu samhengi, til dæmis hvað varðar kynþáttahyggju og karlrembu. „Þarna er verið að endurvinna myndmál frá ákveðnum tíma og það þýðir ekki að meta fortíðina út frá okkar eigin forsendum í dag, um hvað sé karllægt og kvenlægt,“ segir Goddur. „Veröldin var karllæg á þessum tíma, öll sömul, og öll tilvísun þar með. Jafnréttisumræðan er seinni tíma mál.“ Goddur tekur hins vegar undir að með notkun myndarinnar komi fram fortíðarþrá, það er að hlutirnir hafi verið betri í þá daga. Upprunalega myndin sem notuð er í auglýsingunni birtist sem forsíðumynd Morgunblaðsins sunnudaginn 5. júlí árið 1942. Þann dag fóru fram alþingiskosningar og ber efni blaðsins það augljóslega með sér. Fjölmargar auglýsingar og greinar um nauðsyn þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn birtust í þessu blaði, og nákvæmar leiðbeiningar um hvernig fólk ætti að kjósa fulltrúa flokksins. Á forsíðu blaðsins sést myndin í heild sinni og má þá sjá fjölda fólks í Almannagjá á Þingvöllum, veifandi fánum og með listabókstaf Sjálfstæðisflokksins á skiltum. Myndin er ekki merkt en á þessum árum teiknaði listamaðurinn Stefán Jónsson margar myndir fyrir flokkinn.
Auglýsingamarkaður Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira