Evrópuþingið lýsir yfir „neyðarástandi í loftslagsmálum“ Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2019 13:54 Salur Evrópuþingsins í Strassborg. Getty Meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu samþykkti í morgun yfirlýsingu þar sem „neyðarástandi í loftslagsmálum“ er lýst yfir. Yfirlýsingin er fyrst og fremst táknræn og er ætlað að þrýsta á þjóðir heims að grípa til róttækari aðgerða í loftslagsmálum. Atkvæðagreiðslan er haldin skömmu fyrir upphaf Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Madríd á Spáni og stendur dagana 2. til 13. desember.Reuters segir frá því að alls hafi 429 þingmenn greitt atkvæði með yfirlýsingunni, 225 gegn og sátu nítján hjá. „Þetta snýst ekki um stjórnmál, heldur snýr þetta að sameiginlegri ábyrgð,“ segir franski Evrópuþingmaðurinn Pascal Canfi sem gegnir embætti formanns umhverfisnefndar þingsins. Sérfræðingar og aðgerðasinnar telja að ekki sé nóg að gert með yfirlýsingum sem þessum. Enn skorti upp á nægilegar aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og þannig koma í veg fyrir að meðalhitastig hækki um ekki meira en 1,5 til tvær gráður. Hin þýska Ursula von der Leyen, sem tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB um mánaðamótin, segir framkvæmdastjórn sína ætla að leggja mikla áherslu á loftslagsmálin. Áður hafa einstaka lönd, eins og Argentína og Kanada, og borgaryfirvöld, meðal annars í New york og Sydney, samþykkt sambærilegar yfirlýsingar um að neyðarástand ríki í loftslagsmálum. Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Grípa þarf til aðgerða strax Sameinuðu þjóðirnar segja forsvarsmenn ríkja heimsins hafa sóað of miklum tíma í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. 26. nóvember 2019 08:54 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Sjá meira
Meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu samþykkti í morgun yfirlýsingu þar sem „neyðarástandi í loftslagsmálum“ er lýst yfir. Yfirlýsingin er fyrst og fremst táknræn og er ætlað að þrýsta á þjóðir heims að grípa til róttækari aðgerða í loftslagsmálum. Atkvæðagreiðslan er haldin skömmu fyrir upphaf Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Madríd á Spáni og stendur dagana 2. til 13. desember.Reuters segir frá því að alls hafi 429 þingmenn greitt atkvæði með yfirlýsingunni, 225 gegn og sátu nítján hjá. „Þetta snýst ekki um stjórnmál, heldur snýr þetta að sameiginlegri ábyrgð,“ segir franski Evrópuþingmaðurinn Pascal Canfi sem gegnir embætti formanns umhverfisnefndar þingsins. Sérfræðingar og aðgerðasinnar telja að ekki sé nóg að gert með yfirlýsingum sem þessum. Enn skorti upp á nægilegar aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og þannig koma í veg fyrir að meðalhitastig hækki um ekki meira en 1,5 til tvær gráður. Hin þýska Ursula von der Leyen, sem tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB um mánaðamótin, segir framkvæmdastjórn sína ætla að leggja mikla áherslu á loftslagsmálin. Áður hafa einstaka lönd, eins og Argentína og Kanada, og borgaryfirvöld, meðal annars í New york og Sydney, samþykkt sambærilegar yfirlýsingar um að neyðarástand ríki í loftslagsmálum.
Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Grípa þarf til aðgerða strax Sameinuðu þjóðirnar segja forsvarsmenn ríkja heimsins hafa sóað of miklum tíma í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. 26. nóvember 2019 08:54 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Sjá meira
Grípa þarf til aðgerða strax Sameinuðu þjóðirnar segja forsvarsmenn ríkja heimsins hafa sóað of miklum tíma í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. 26. nóvember 2019 08:54