Reykjavíkurborg festi í fyrra kaup á fasteignum í Arnarbakka með það að markmiði að flýta fyrir uppbyggingu á reitnum. Auglýst var eftir hugmyndum að starfsemi í húsnæðinu með sérstaka áherslu á samfélagsleg verkefni. Nú hafa ýmsir hópar hreiðrað þar um sig.
Einhverfir karlar
Í Arnarbakka 2 starfa Karlar í skúrum og SmiRey, sem er smíðastofa fyrir einhverfa karla.Áhugahópur kennara og handverksmanna er með verkstæði og kennslurými og Hjólakraftur á Íslandi er með starfsemi, auk þess sem Hársnyrtistofan Arnarbakka heldur sínu striki og starfar enn þarna.

Við opnunina kynna arkitektar frá Basalt arkitektum frumdrög að endurgerð kjarnans í Arnarbakka og starsfólk frá umhverfis og skipulagssviði ræða mismunandi útfærslur og möguleika á skipulagi kjarnans.
Karlar saman á eigin forsendum
Karlar í skúrnum er á vegum Rauða kross Íslands. Það felst í því að skapa aðstæður fyrir karla til að vera saman á eigin forsendum og vinna að sameiginlegum og/eða persónulegum verkefnum. Þetta er tækifæri fyrir karlmenn að skiptist á og miðla af þekkingu sinni og gefa til samfélagsins í leiðinni.Þar sem fiskbúðin í Arnarbakka var í 40 ár en nú Bakkabúinn Óli Gneisti Sóleyjarson búinn að setja upp hljóðverið Kistuna. Í Kistunni er aðstaða til að taka upp hlaðvörp eða útvarpsþætti á netinu. Kistan mun ekki bara bjóða upp á hljóðupptökur heldur líka aðstöðu til að taka upp myndbönd sem hægt verður að streyma beint á netið.
Einhverfir karlar
SmíRey, smíðavinnustofa í Reykjavík fyrir einhverfa, er verkefni velferðarsviðs borgarinnar. Vinnustofan starfar í þeim tilgangi að veita ungum einhverfum mönnum vinnu sem hentar þeim, efla sjálfstæði þeirra og veita þeim tilgang í samfélaginu. Framleidd eru leikföng fyrir börn á leikskólaaldri, ýmsir skrautmunir og tækifærisgjafir.
Trérennismiðir halda námskeið
Hópur handverksmanna og trérennismiða hafa líka komið sér fyrir í Arnarbakka. Fimm félagar í þeim hópi eru með kennsluréttindi og ætla að halda námskeið fyrir fólk á öllum aldri. Rennismíði, tálgun í tré, útskurður, almenn trésmíði, húsgagnaviðgerðir, tifsagarnámskeið og hnífa-og leðurgerð verða meðal námskeiða. Í Borgarlandi Reykjavík fellur til mikið af grisjunarviði af ýmsum tegundum sem nýttar verða til smíða.Hjá Hjólakrafti hittast hópar a.m.k. tíu sinnum í viku til þess að hjóla um nágrennið, en einnig er þar önnur starfsemi. Til að mynda heldur PEERS námskeið í félagsfærni þarna tvo daga í viku. Þar koma bæði foreldrar og börn á námskeið.
Í rýminu er líka aðstaða fyrir Brúarskóla sem ber nafnið Brúarbakki. Þar er starfandi kennari og þangað koma nemendur skólans sem búa í hverfinu til þess að eiga sinn skóladag.