Nauðgaði og kyrkti konu sem neitaði að svara áreitni hans Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2019 10:51 Donald Thurman, eftir að hann var handtekinn fyrir að myrða Ruth George. AP/UICPD Saksóknarar í Chicago í Bandaríkjunum hafa ákært mann fyrir að nauðga og myrða 19 ára konu sem neitaði að svara áreitni hans. Ruth George var á viðburði í háskóla í borginni á laugardagskvöldið og var hún myrt á leiðinni heim. Þegar hún var að ganga framhjá lestarstöð og að bíl sínum kallaði hinn 26 ára gamli Donald Thurman á eftir henni og áreitti hana. George svaraði honum ekki og hélt áfram að ganga að bíl sínum. Thurman brást reiður við því að hún vildi ekki tala við hann, elti hana og hélt áfram að áreita hana. Þegar George kom að bílnum, tók Thurman hana hálstaki, dró hana inn í bílinn og nauðgaði henni. Þar að auki hafði hann kyrkt hana og að endingu flúði hann. Næsta dag var lýst eftir George og fann lögreglan hana fljótt í gegnum síma hennar. James Murphy, saksóknari, sagði í gær að endurlífgunartilraunir hafi verið reyndar en án árangurs. Lögregluþjónar sáu strax að átök höfðu átt sér stað og voru upptökur úr öryggismyndavélum skoðaðar, þar sem í ljós kom að myndavélarnar höfðu fangað áðurnefnda atburðarás en ekki þó árásina sjálfa, samkvæmt frétt CNN.Lögregluþjónar fylgdust með lestarstöðinni þar sem Thurman sá George fyrst og sáu hann þar. Við yfirheyrslu játaði hann brot sitt og var hann ákærður fyrir morð og nauðgun. Thurman var sleppt úr fangelsi í desember í fyrra eftir að hann var dæmdur fyrir vopnað rán. Hann var dæmdur til sex ára fangelsisvistar en sat inn í tvö ár og var laus á reynslulausn. Morðið hefur vakið mikla athygli á landsvísu þar sem það þykir varpa ljósi á þann raunveruleika sem konur standa sífellt frammi fyrir og þá hættu sem þær eru í þegar þær ferðast einar. Ritstjórn Chicago Tribune birti í gær grein með fyrirsögninni: „Það sem allar konur vita um morð Ruth George í Chicago“. Grein þessi hefst svona: „Konur þekkja þessa upplifun: Að mæta manni á gangstétt sem gefur frá sér einhvers konar grófa viðreynslu eða ummæli. Ummælin eru móðgandi og ógnandi. Þau koma konum í varnarstöðu. „Segi ég þessu fífli að fara í rassgat? Hunsa ég hann? Mun hann ráðast á mig?““ Þar segir einnig að þó svona hegðun sé óæskileg og ófyrirgefanleg, sé hún mjög algeng. Hún sé ekki saklaus, heldur sé hún ógnandi. „Menn þurfa að átta sig á svona áreitni (e. catcalling) er ekki hrós og skilja af hverju konum finnst óþægilegt að vera beðnar um að brosa, eins og gerist reglulega. Sú staðreynd að maður tekur eftir konu á götu gefur honum ekki rétt til áreitni. Ef hún reynir að létta andrúmsloftið með brosi eða brandara, treystu okkur, þá er hún ekki að daðra. Hún vill bara að hann komi sér í burtu án þess að verða reiður.“ Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Saksóknarar í Chicago í Bandaríkjunum hafa ákært mann fyrir að nauðga og myrða 19 ára konu sem neitaði að svara áreitni hans. Ruth George var á viðburði í háskóla í borginni á laugardagskvöldið og var hún myrt á leiðinni heim. Þegar hún var að ganga framhjá lestarstöð og að bíl sínum kallaði hinn 26 ára gamli Donald Thurman á eftir henni og áreitti hana. George svaraði honum ekki og hélt áfram að ganga að bíl sínum. Thurman brást reiður við því að hún vildi ekki tala við hann, elti hana og hélt áfram að áreita hana. Þegar George kom að bílnum, tók Thurman hana hálstaki, dró hana inn í bílinn og nauðgaði henni. Þar að auki hafði hann kyrkt hana og að endingu flúði hann. Næsta dag var lýst eftir George og fann lögreglan hana fljótt í gegnum síma hennar. James Murphy, saksóknari, sagði í gær að endurlífgunartilraunir hafi verið reyndar en án árangurs. Lögregluþjónar sáu strax að átök höfðu átt sér stað og voru upptökur úr öryggismyndavélum skoðaðar, þar sem í ljós kom að myndavélarnar höfðu fangað áðurnefnda atburðarás en ekki þó árásina sjálfa, samkvæmt frétt CNN.Lögregluþjónar fylgdust með lestarstöðinni þar sem Thurman sá George fyrst og sáu hann þar. Við yfirheyrslu játaði hann brot sitt og var hann ákærður fyrir morð og nauðgun. Thurman var sleppt úr fangelsi í desember í fyrra eftir að hann var dæmdur fyrir vopnað rán. Hann var dæmdur til sex ára fangelsisvistar en sat inn í tvö ár og var laus á reynslulausn. Morðið hefur vakið mikla athygli á landsvísu þar sem það þykir varpa ljósi á þann raunveruleika sem konur standa sífellt frammi fyrir og þá hættu sem þær eru í þegar þær ferðast einar. Ritstjórn Chicago Tribune birti í gær grein með fyrirsögninni: „Það sem allar konur vita um morð Ruth George í Chicago“. Grein þessi hefst svona: „Konur þekkja þessa upplifun: Að mæta manni á gangstétt sem gefur frá sér einhvers konar grófa viðreynslu eða ummæli. Ummælin eru móðgandi og ógnandi. Þau koma konum í varnarstöðu. „Segi ég þessu fífli að fara í rassgat? Hunsa ég hann? Mun hann ráðast á mig?““ Þar segir einnig að þó svona hegðun sé óæskileg og ófyrirgefanleg, sé hún mjög algeng. Hún sé ekki saklaus, heldur sé hún ógnandi. „Menn þurfa að átta sig á svona áreitni (e. catcalling) er ekki hrós og skilja af hverju konum finnst óþægilegt að vera beðnar um að brosa, eins og gerist reglulega. Sú staðreynd að maður tekur eftir konu á götu gefur honum ekki rétt til áreitni. Ef hún reynir að létta andrúmsloftið með brosi eða brandara, treystu okkur, þá er hún ekki að daðra. Hún vill bara að hann komi sér í burtu án þess að verða reiður.“
Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira