Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Akureyri 79-88 | Fyrsti sigur Þórsara Ísak Hallmundarson skrifar 28. nóvember 2019 22:15 vísir/bára Óvænt úrslit litu dagsins ljós þegar Valur tók á móti Þór Akureyri í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Fyrir leikinn voru Valsarar í 10. sæti með 6 stig en Þórsarar án stiga á botni deildarinnar. Lokatölur urðu 88-79 fyrir Þórsurum, fyrsti sigur þeirra á leiktíðinni staðreynd. Þórsarar byrjuðu leikinn betur og náðu 13 stiga forystu, 19-6, eftir sjö mínútna leik. Heimamenn töpuðu boltanum hvað eftir annað og það nýttu gestirnir sér með nokkrum hröðum körfum. Mantas Virbalas, Jamal Palmer og Hansel Suarez fóru þar fyrir liði gestanna. Heimamenn í Val náðu þó ágætum kafla undir lok fyrsta leikhlutans og staðan að honum loknum 18-25 fyrir Þórsara. Þór voru betri aðilinn í öðrum leikhluta og juku forskot sitt jafnt og þétt, staðan í hálfleik var 54-35 Norðlendingum í vil. PJ Alawoya var eini ljósi punktur heimamanna í fyrri hálfleik með 14 stig og 5 fráköst. Heimamenn náðu hinsvegar vopnum sínum að einhverju leyti í þriðja leikhluta, þeir settu niður fjögur þriggja stiga skot í röð í byrjun seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í 44-59. Þeir héldu áfram að hitta úr þriggja stiga skotum og í lok þriðja leikhluta var munurinn orðinn sex stig, 63-69, fyrir Akureyringum. Austin Bracey átti góðan leikhluta og skoraði 9 af 20 stigum sínum í honum. Valsarar virtust hafa augnablikið með sér og náðu að minnka muninn í eitt stig í byrjun fjórða leikhlutans. Þeir náðu þó ekki að komast yfir, fengu fyrst dæmdan á sig ruðning og síðan skref og Þórsarar komust fljótlega aftur fimm stigum yfir. Munurinn hélst í fimm stigum þar til tvær mínútur voru eftir. Þá tók Jamal Palmer af skarið fyrir Þór, lék á Austin Bracey og kom liði sínu sjö stigum yfir, 79-72. Hann var svo aftur á ferðinni í næstu sókn Þórsara og kom þeim tíu stigum yfir, 82-72, þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum. Valur var þarna komið í afar erfiða stöðu og náði ekki að rétta úr kútnum, lokatölur 88-79 fyrir Þór, sanngjarn sigur gestanna.vísir/báraAf hverju vann Þór? Þeir virtust vilja þetta meira í dag. Þeir spiluðu virkilega vel í síðustu umferð en náðu ekki að vinna þann leik, en náðu hinsvegar að byggja á þeirri frammistöðu í dag. Þeir komu mun stemmdari og tilbúnari til leiks og komust fljótlega í þægilega forystu sem þeir létu aldrei af hendi, stóðu af sér áhlaup Vals og virkilega vel gert hjá þeim að klára leikinn eftir að Valsarar höfðu minnkað muninn í eitt stig. Frammistaða Vals var virkilega slöpp og enn aftur lentu þeir 20 stigum undir snemma í leiknum. Það er erfitt að finna lýsingarorð um þetta Valslið, það er eitthvað virkilega mikið að þar, lítil stemmning og hálfgert andleysi í kringum liðið.Bestu menn vallarins Hansel Suarez og Jamal Palmer. Báðir léku vörn Valsmanna grátt í leiknum, Hansel var með 24 stig og 6 stoðsendingar, Jamal var með 20 stig og þá voru þeir með 3 stolna bolta hvor. Einnig má hrósa Mantas Virbalas fyrir sinn leik, Valsarar réðu illa við hann í teignum, sérstaklega í fyrri hálfleik.Hvað gerist næst? Staða liðanna í deildinni helst óbreytt eftir þennan leik, Valur er sem fyrr í 10. sæti og Þórsarar eru á botni deildarinnar en hafa þó jafnað Fjölni að stigum. Valur á erfitt verkefni fyrir höndum í næstu umferð en þá mæta þeir Íslandsmeisturum KR í Frostaskjólinu. Fyrsti leikur Pavel gegn sínu gamla félagi. Valur þarf virkilega á sigri að halda sem fyrst, búnir að tapa fimm leikjum í röð eftir ágætis byrjun á mótinu. Þórsarar fara til Grindavíkur í næstu umferð. Það verður spennandi að sjá hvort þeir nái að fylgja sigrinum í kvöld eftir í þeim leik.vísir/báraLárus: Vonandi á þetta eftir að verða vítamínssprauta fyrir liðið Lárus Jónsson þjálfari Þórs var að vonum sáttur með að fyrsti sigur sinna manna sé kominn í hús: ,,Mér finnst við hafa spilað mjög vel eftir slæman leik á móti Njarðvík, áttum mjög góðan leik á móti Stjörnunni og núna í dag voru fjórir leikmenn að skora 15 stig að meira í liðinu. Stigaskorið var að dreifast og við vorum mun ákveðnari að fara á körfuna, fáum miklu meira af vítaskotum heldur en við höfum verið að fá hingað til.‘‘ Fyrir ekki meira en tveimur vikum tapaði Þórsliðið með 60 stiga mun gegn Njarðvík, en þeir hafa náð að svara því vel inni á vellinum: ,,Leikurinn í Njarðvík var leikur sem ég jafnvel bjóst við að myndi koma einhverntímann í vetur. Við höfðum átt fjóra nokkuð góða leiki þar sem við stóðum vel í Stólunum úti, gátum unnið Keflavík heima og Þór Þorlákshöfn á útivelli, þannig ég hugsaði að það gæti komið að einum mjög lélegum leik. Við ákveðum í klefanum eftir þann leik að við ætluðum bara að dusta hann af okkur,‘‘ sagði Lárus. Hann segir sjálftraustið skipta miklu máli og að þessi sigur gæti haft góð áhrif á sjálfstraust liðsins: ,,Sjálfstraust skiptir auðvitað miklu máli í íþróttum, mér fannst við ná stjórn á leiknum í kvöld þegar við spiluðum með sjálfstraustið. Valur komst svo aftur inn í leikinn þegar við vorum aðeins hikandi. Vonandi á þessi sigur eftir að vera vítamínssprauta fyrir liðið.‘‘vísir/báraGústi: Þetta er ekki að virka hjá okkur eins og er Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals gat ekki annað en verið ósáttur við spilamennsku síns liðs í kvöld. ,,Það fór í rauninni allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis hérna í fyrri hálfleik. Við mætum illa stemmdir, erum litlir í okkur, spilum lélegan varnarleik og ofhugsum hlutina í sókninni.‘‘ Spurður út í það af hverju liðið sé að byrja leikina svona illa upp á síðkastið svarar Gústi: ,,Við erum bara greinilega ekki nógu góðir gæti mögulega verið ein skýringin. Við erum bara 20 stigum lélegri en hin liðin. Við erum að grafa okkur í holu og sagan hefur verið þannig að seinna í leiknum komum við út úr skelinni og hættum að spila hræddir. Það er í rauninni dálítið saga tímabilsins hingað til.‘‘ Valur náði að minnka muninn í eitt stig í fjórða leikhluta en komst ekki lengra en það: ,,Við vorum að fá opin skot og það vantaði bara upp á að setja þau niður, fáum þarna fullt af tækifærum til að jafna og komast yfir. Þegar þú ert búinn að vera að elta allan leikinn þá auðvitað fer orka í það, ef við hefðum náð að jafna leikinn og komast yfir gegn liði sem var ekki enn búið að vinna leik hefði það eflaust breytt einhverju. Þegar þeir fara aftur með þetta upp í sex, sjö stig verður smá vonleysi og við í rauninni rennum bara út á tíma‘‘ segir Gústi. Hann segir að lokum að liðið sé einfaldlega ekki að spila vel saman þrátt fyrir mikla hæfileika innanborðs: ,,Augljóslega er eitthvað ekki að virka, við erum með fína körfuboltamenn en þetta er ekki að virka hjá okkur eins og er. Það er fullt af hæfileikum í þessum strákum en við þurfum líka að vera tilbúnir að sýna það.‘‘ Dominos-deild karla
Óvænt úrslit litu dagsins ljós þegar Valur tók á móti Þór Akureyri í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Fyrir leikinn voru Valsarar í 10. sæti með 6 stig en Þórsarar án stiga á botni deildarinnar. Lokatölur urðu 88-79 fyrir Þórsurum, fyrsti sigur þeirra á leiktíðinni staðreynd. Þórsarar byrjuðu leikinn betur og náðu 13 stiga forystu, 19-6, eftir sjö mínútna leik. Heimamenn töpuðu boltanum hvað eftir annað og það nýttu gestirnir sér með nokkrum hröðum körfum. Mantas Virbalas, Jamal Palmer og Hansel Suarez fóru þar fyrir liði gestanna. Heimamenn í Val náðu þó ágætum kafla undir lok fyrsta leikhlutans og staðan að honum loknum 18-25 fyrir Þórsara. Þór voru betri aðilinn í öðrum leikhluta og juku forskot sitt jafnt og þétt, staðan í hálfleik var 54-35 Norðlendingum í vil. PJ Alawoya var eini ljósi punktur heimamanna í fyrri hálfleik með 14 stig og 5 fráköst. Heimamenn náðu hinsvegar vopnum sínum að einhverju leyti í þriðja leikhluta, þeir settu niður fjögur þriggja stiga skot í röð í byrjun seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í 44-59. Þeir héldu áfram að hitta úr þriggja stiga skotum og í lok þriðja leikhluta var munurinn orðinn sex stig, 63-69, fyrir Akureyringum. Austin Bracey átti góðan leikhluta og skoraði 9 af 20 stigum sínum í honum. Valsarar virtust hafa augnablikið með sér og náðu að minnka muninn í eitt stig í byrjun fjórða leikhlutans. Þeir náðu þó ekki að komast yfir, fengu fyrst dæmdan á sig ruðning og síðan skref og Þórsarar komust fljótlega aftur fimm stigum yfir. Munurinn hélst í fimm stigum þar til tvær mínútur voru eftir. Þá tók Jamal Palmer af skarið fyrir Þór, lék á Austin Bracey og kom liði sínu sjö stigum yfir, 79-72. Hann var svo aftur á ferðinni í næstu sókn Þórsara og kom þeim tíu stigum yfir, 82-72, þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum. Valur var þarna komið í afar erfiða stöðu og náði ekki að rétta úr kútnum, lokatölur 88-79 fyrir Þór, sanngjarn sigur gestanna.vísir/báraAf hverju vann Þór? Þeir virtust vilja þetta meira í dag. Þeir spiluðu virkilega vel í síðustu umferð en náðu ekki að vinna þann leik, en náðu hinsvegar að byggja á þeirri frammistöðu í dag. Þeir komu mun stemmdari og tilbúnari til leiks og komust fljótlega í þægilega forystu sem þeir létu aldrei af hendi, stóðu af sér áhlaup Vals og virkilega vel gert hjá þeim að klára leikinn eftir að Valsarar höfðu minnkað muninn í eitt stig. Frammistaða Vals var virkilega slöpp og enn aftur lentu þeir 20 stigum undir snemma í leiknum. Það er erfitt að finna lýsingarorð um þetta Valslið, það er eitthvað virkilega mikið að þar, lítil stemmning og hálfgert andleysi í kringum liðið.Bestu menn vallarins Hansel Suarez og Jamal Palmer. Báðir léku vörn Valsmanna grátt í leiknum, Hansel var með 24 stig og 6 stoðsendingar, Jamal var með 20 stig og þá voru þeir með 3 stolna bolta hvor. Einnig má hrósa Mantas Virbalas fyrir sinn leik, Valsarar réðu illa við hann í teignum, sérstaklega í fyrri hálfleik.Hvað gerist næst? Staða liðanna í deildinni helst óbreytt eftir þennan leik, Valur er sem fyrr í 10. sæti og Þórsarar eru á botni deildarinnar en hafa þó jafnað Fjölni að stigum. Valur á erfitt verkefni fyrir höndum í næstu umferð en þá mæta þeir Íslandsmeisturum KR í Frostaskjólinu. Fyrsti leikur Pavel gegn sínu gamla félagi. Valur þarf virkilega á sigri að halda sem fyrst, búnir að tapa fimm leikjum í röð eftir ágætis byrjun á mótinu. Þórsarar fara til Grindavíkur í næstu umferð. Það verður spennandi að sjá hvort þeir nái að fylgja sigrinum í kvöld eftir í þeim leik.vísir/báraLárus: Vonandi á þetta eftir að verða vítamínssprauta fyrir liðið Lárus Jónsson þjálfari Þórs var að vonum sáttur með að fyrsti sigur sinna manna sé kominn í hús: ,,Mér finnst við hafa spilað mjög vel eftir slæman leik á móti Njarðvík, áttum mjög góðan leik á móti Stjörnunni og núna í dag voru fjórir leikmenn að skora 15 stig að meira í liðinu. Stigaskorið var að dreifast og við vorum mun ákveðnari að fara á körfuna, fáum miklu meira af vítaskotum heldur en við höfum verið að fá hingað til.‘‘ Fyrir ekki meira en tveimur vikum tapaði Þórsliðið með 60 stiga mun gegn Njarðvík, en þeir hafa náð að svara því vel inni á vellinum: ,,Leikurinn í Njarðvík var leikur sem ég jafnvel bjóst við að myndi koma einhverntímann í vetur. Við höfðum átt fjóra nokkuð góða leiki þar sem við stóðum vel í Stólunum úti, gátum unnið Keflavík heima og Þór Þorlákshöfn á útivelli, þannig ég hugsaði að það gæti komið að einum mjög lélegum leik. Við ákveðum í klefanum eftir þann leik að við ætluðum bara að dusta hann af okkur,‘‘ sagði Lárus. Hann segir sjálftraustið skipta miklu máli og að þessi sigur gæti haft góð áhrif á sjálfstraust liðsins: ,,Sjálfstraust skiptir auðvitað miklu máli í íþróttum, mér fannst við ná stjórn á leiknum í kvöld þegar við spiluðum með sjálfstraustið. Valur komst svo aftur inn í leikinn þegar við vorum aðeins hikandi. Vonandi á þessi sigur eftir að vera vítamínssprauta fyrir liðið.‘‘vísir/báraGústi: Þetta er ekki að virka hjá okkur eins og er Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals gat ekki annað en verið ósáttur við spilamennsku síns liðs í kvöld. ,,Það fór í rauninni allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis hérna í fyrri hálfleik. Við mætum illa stemmdir, erum litlir í okkur, spilum lélegan varnarleik og ofhugsum hlutina í sókninni.‘‘ Spurður út í það af hverju liðið sé að byrja leikina svona illa upp á síðkastið svarar Gústi: ,,Við erum bara greinilega ekki nógu góðir gæti mögulega verið ein skýringin. Við erum bara 20 stigum lélegri en hin liðin. Við erum að grafa okkur í holu og sagan hefur verið þannig að seinna í leiknum komum við út úr skelinni og hættum að spila hræddir. Það er í rauninni dálítið saga tímabilsins hingað til.‘‘ Valur náði að minnka muninn í eitt stig í fjórða leikhluta en komst ekki lengra en það: ,,Við vorum að fá opin skot og það vantaði bara upp á að setja þau niður, fáum þarna fullt af tækifærum til að jafna og komast yfir. Þegar þú ert búinn að vera að elta allan leikinn þá auðvitað fer orka í það, ef við hefðum náð að jafna leikinn og komast yfir gegn liði sem var ekki enn búið að vinna leik hefði það eflaust breytt einhverju. Þegar þeir fara aftur með þetta upp í sex, sjö stig verður smá vonleysi og við í rauninni rennum bara út á tíma‘‘ segir Gústi. Hann segir að lokum að liðið sé einfaldlega ekki að spila vel saman þrátt fyrir mikla hæfileika innanborðs: ,,Augljóslega er eitthvað ekki að virka, við erum með fína körfuboltamenn en þetta er ekki að virka hjá okkur eins og er. Það er fullt af hæfileikum í þessum strákum en við þurfum líka að vera tilbúnir að sýna það.‘‘
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum