Þingmenn sprungu úr hlátri þegar Sigurður Ingi sagði að gleymst hafi að láta hann vita af „panikki í ríkisstjórninni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 16:49 Hlátrasköll og klapp brutust út í þingsal í umræðu um atkvæðagreiðslu fjárlaga 2020 þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði að ef það væri rétt sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar höfðu haldið fram um að það væri „panikk í ríkisstjórninni,“ að þá hafi gleymst að láta hann vita af því. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hafði í ræðu sinni vakið athygli á uppákomu sem mun hafa átt sér stað í þinginu í gærkvöldi. Eftir að hafa hlustað á ræður þingmanna stjórnarflokkanna hafi hún séð ástæðu til að segja frá því „opinbera leyndarmáli,“ eins og Þorgerður orðaði það. „Það vita það allir að það var panikk hér hjá ríkisstjórnarflokkunum og hæstvirtur forsætisráðherra reyndi einmitt að koma til móts við óskir og beiðni héraðssaksóknara í gær um aukin fjárframlög. En hvað gerðist? Það er kominn undanhald í liðið og það þarf auðvitað að ramma alla liðsmenn inn í eitt og sama formið,“ sagði Þorgerður Katrín. „Þetta er ekkert annað en útúrsnúningar um aðferðafræði hér af hálfu ríkisstjórnarflokkanna,“ sagði Þorgerður Katrín. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var þá næstur í pontu og sagði ræðu Þorgerðar Katrínar vera „rugl,“ sem uppskar nokkuð fliss meðal þingmanna í salnum. Þá næst tók Sigurður Ingi til máls en hann sagði umræðuna vera farna að snúast um margt annað heldur en atkvæðagreiðsluna um fjárlög. „Ég veit ekki hvort ég ætti að eyða orðum á það sem að háttvirtur þingmaður Birgir Ármannsson kallaði rugl. Ég ætla að gera það samt, vegna þess að hafi verið panikk í ríkisstjórninni þá hefur alveg gleymst að láta formann Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vita af því,“ sagði Sigurður Ingi, sem komst varla lengra með setninguna því hávær hlátrasköll og klapp braust út í salnum svo heyrðist langt fram á ganga þinghússins. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Samherjaskjölin Tengdar fréttir Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Hlátrasköll og klapp brutust út í þingsal í umræðu um atkvæðagreiðslu fjárlaga 2020 þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði að ef það væri rétt sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar höfðu haldið fram um að það væri „panikk í ríkisstjórninni,“ að þá hafi gleymst að láta hann vita af því. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hafði í ræðu sinni vakið athygli á uppákomu sem mun hafa átt sér stað í þinginu í gærkvöldi. Eftir að hafa hlustað á ræður þingmanna stjórnarflokkanna hafi hún séð ástæðu til að segja frá því „opinbera leyndarmáli,“ eins og Þorgerður orðaði það. „Það vita það allir að það var panikk hér hjá ríkisstjórnarflokkunum og hæstvirtur forsætisráðherra reyndi einmitt að koma til móts við óskir og beiðni héraðssaksóknara í gær um aukin fjárframlög. En hvað gerðist? Það er kominn undanhald í liðið og það þarf auðvitað að ramma alla liðsmenn inn í eitt og sama formið,“ sagði Þorgerður Katrín. „Þetta er ekkert annað en útúrsnúningar um aðferðafræði hér af hálfu ríkisstjórnarflokkanna,“ sagði Þorgerður Katrín. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var þá næstur í pontu og sagði ræðu Þorgerðar Katrínar vera „rugl,“ sem uppskar nokkuð fliss meðal þingmanna í salnum. Þá næst tók Sigurður Ingi til máls en hann sagði umræðuna vera farna að snúast um margt annað heldur en atkvæðagreiðsluna um fjárlög. „Ég veit ekki hvort ég ætti að eyða orðum á það sem að háttvirtur þingmaður Birgir Ármannsson kallaði rugl. Ég ætla að gera það samt, vegna þess að hafi verið panikk í ríkisstjórninni þá hefur alveg gleymst að láta formann Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vita af því,“ sagði Sigurður Ingi, sem komst varla lengra með setninguna því hávær hlátrasköll og klapp braust út í salnum svo heyrðist langt fram á ganga þinghússins.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Samherjaskjölin Tengdar fréttir Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05