Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 19:33 Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. Skýrslan er komin til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður gerð opinber fljótlega samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur sjálf ákveðið að ráðast í frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að þessi skýrsla ráðuneytisins breyti engu um þá athugun. „Við erum nýbúin að fá skýrslu frá dómsmálaráðuneytinu, töluvert á eftir áætlun reyndar,“ segir Þórhildur Sunna, „um hvað varð þess valdandi, að mati ráðuneytisins, varð til þess að Ísland lenti á þessum lista.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því að loknum fundi hennar og Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra með stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í lok október að ráðherrarnir hygðust láta gera skýrslu „um heildarmyndina, hvað stjórnkerfið okkar hefur gert og lagt á sig síðustu misseri til að vera með þessi mál í lagi.“ Þórhildur Sunna gerir ráð fyrir að skýrslan verði til umfjöllunar og næst skref ákveðin á fundi nefndarinnar á morgun eða á mánudaginn. „Hvaða gögnum við viljum kalla eftir, hvaða gesti við viljum fá og svo framvegis. Þannig að þetta heldur áfram og við höfum nokkra nefndadaga líka til góða fyrir áramót til þess að vinna í þessu máli þannig að það mjakast,“ segir Þórhildur Sunna.En er eitthvað við fyrstu sýn sem vekur athygli í skýrslunni? „Mér finnst kannski að það mætti koma skýrari tímalína og það ætti að vera augljósara hvort að það sé einhver ábyrgðarkeðja sem hafi farið úrskeiðis,“ svarar Þórhildur Sunna, með þeim fyrirvara að hún eigi eftir að kynna sér skýrsluna betur. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. Skýrslan er komin til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður gerð opinber fljótlega samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur sjálf ákveðið að ráðast í frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að þessi skýrsla ráðuneytisins breyti engu um þá athugun. „Við erum nýbúin að fá skýrslu frá dómsmálaráðuneytinu, töluvert á eftir áætlun reyndar,“ segir Þórhildur Sunna, „um hvað varð þess valdandi, að mati ráðuneytisins, varð til þess að Ísland lenti á þessum lista.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því að loknum fundi hennar og Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra með stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í lok október að ráðherrarnir hygðust láta gera skýrslu „um heildarmyndina, hvað stjórnkerfið okkar hefur gert og lagt á sig síðustu misseri til að vera með þessi mál í lagi.“ Þórhildur Sunna gerir ráð fyrir að skýrslan verði til umfjöllunar og næst skref ákveðin á fundi nefndarinnar á morgun eða á mánudaginn. „Hvaða gögnum við viljum kalla eftir, hvaða gesti við viljum fá og svo framvegis. Þannig að þetta heldur áfram og við höfum nokkra nefndadaga líka til góða fyrir áramót til þess að vinna í þessu máli þannig að það mjakast,“ segir Þórhildur Sunna.En er eitthvað við fyrstu sýn sem vekur athygli í skýrslunni? „Mér finnst kannski að það mætti koma skýrari tímalína og það ætti að vera augljósara hvort að það sé einhver ábyrgðarkeðja sem hafi farið úrskeiðis,“ svarar Þórhildur Sunna, með þeim fyrirvara að hún eigi eftir að kynna sér skýrsluna betur.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira