SWAPO-flokkurinn hefur stýrt landinu frá því Namibía fékk sjálfstæði undir lok níunda áratugarins og alla jafna fengið rúmlega 75 prósent atkvæða. Flokkurinn fékk 80 prósent fyrir fimm árum og Hage Geingob, forsetaframbjóðandi SWAPO, bætti um betur. Fékk 87 prósent.

Afríski miðillinn African Arguments metur stöðuna svo að SWAPO muni samt sem áður halda auknum meirihluta sínum á þingi. Fylgið gæti þó tekið dýfu og er talið að hinn óháði Panduleni Itula geti strítt Geingob forseta.
Namibíski miðillinn The Namibian ræddi við ungmenni í höfuðborginni sem voru sammála um að þau vildu sjá breytingar. Nefndu meðal annars spillingu í því samhengi.