Erlent

Hæstiréttur stöðvar afhendingu skattskýrslna Trump tímabundið

Samúel Karl Ólason skrifar
Bæði nefnd fulltrúadeildarinnar og saksóknarar kröfðust þess að fá skattskýrslur Trump frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars. Báðar kröfurnar á upplýsingum um greiðslu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Trump, til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels.
Bæði nefnd fulltrúadeildarinnar og saksóknarar kröfðust þess að fá skattskýrslur Trump frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars. Báðar kröfurnar á upplýsingum um greiðslu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Trump, til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. AP/Patrick Semansky
Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í gær tímabundið í veg fyrir að meðlimir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fái aðgang að skattskýrslu Donald Trump, forseta. Þetta þýðir ekki að Hæstiréttur muni ekki taka málið fyrir. Samkvæmt fjölmiðlum ytra þykir það líklegra en ekki og yrði það þá tilkynnt á næstu vikum. Úrskurður myndi þá liggja fyrir í júní.



Saksóknarar í Manhattan eru sömuleiðis að reyna að koma höndum yfir skattskýrslur forsetans og líklegt þykir að málin tvö verði tekin til skoðunar samtímis.

Dómur Hæstaréttar í málunum gæti haft gífurleg áhrif á samband framkvæmda- og löggjafavaldsins og á aðkomu Hæstaréttar að því sambandi og aðgreiningu ríkisvalds í Bandaríkjunum.

Bæði nefnd fulltrúadeildarinnar og saksóknarar kröfðust þess að fá skattskýrslur Trump frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars. Báðar kröfurnar á upplýsingum um greiðslu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Trump, til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Fyrirtæki Trump endurgreiddi Cohen, sem hefur síðan þá verið dæmdur í fangelsi.

Í báðum tilfellum höfðaði Trump mál til að koma í veg fyrir afhendingu skattskýrslnanna og í báðum tilfellum úrskurðuðu alríkisdómarar að forsetinn gæti ekki stöðvað afhendinguna. Lögmenn nefndarinnar segja þó að skýrslurnar myndu einnig nýtast í rannsókn þingsins á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi. Því væri betra að Hæstiréttur myndi ekki taka málið fyrir og leyfa úrskurði neðri dómstigs að standa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×