Bjarni rauk af þingfundi í fússi Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2019 16:32 Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu og létu að liggja að Bjarni færi á skjön með því að fjármagna rannsókn Samherjamálsins með varasjóði en ekki að frá því yrði gengið á fjárlögum að eftirlitsstofnanirnar fengju auknar fjárveitingar. visir/jakob „Meiri þvælan sem kemur fram í umræðunni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á þinginu nú fyrir skömmu. Hann krafðist þess að forseti þingsins vítti þingmenn vegna málflutnings þeirra sem hann túlkaði sem svo að verið væri að saka hann um brot á lögum um opinber fjármál. Og rauk við svo búið úr þingsal. Ljóst var að honum rann í skap.Klippa: Bjarni ósáttur með forseta þingsinsVændur um að fara á svig við lög um opinber fjármál Þingmenn Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar sóttu hart að Bjarna á þinginu núna, í dagskráliðnum Fundarstjórn forseta sem tók við af óundirbúnum fyrirspurnum. En þar hafði Ágúst Ólafur Ágústson gefið það til kynna að fjármálaráðherra væri að svipta þingið fjárveitingarvaldi sínu með því að mæta óskum frá þeim stofnunum sem koma að rannsókn Samherjamálsins, héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóra, um aukið fjármagn með því að fara í svokallaða varasjóði. Bjarni sagði ítrekað að þessum óskum um aukið fjármagn yrði mætt.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin var meðal þeirra þingmanna sem sóttu að fjármálaráðherra á þinginu nú fyrir stundu.Vísir/Baldur HrafnkellÁgúst Ólafur og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar, ef undan eru skyldir þingmenn Miðflokksins, vísuðu til þess að tillaga þeirra í umræðum um fjárlög um aukið fjármagn til eftirlitsstofnana hafi verið fellt. Vísað var til laga um varasjóði, að þá mætti nota ef mæta þyrfti ófyrirséðum útlátum. Ekki væri um neitt slíkt að ræða. Algerlega væri fyrirsjáanlegt að stofnanirnar, sem þegar sæju ekki út úr augum, þyrftu aukið fjármagn til að rannsaka Samherjamálið. Þetta væri hægt að taka upp á morgun þegar 3. umræða um fjárlög verði tekin fyrir.Bjarna rennur í skap og krefst þess að forseti víti þingmenn Bjarni tók þessu afar óstinnt upp enda er undirtextinn sá að Bjarni vilji ekki gera mikið úr þessari rannsókn. „Ég vísa öllum þessum orðum um rangtúlkun á lögunum til föðurhúsanna.“ Hann sakaði Samfylkinguna jafnframt um pólitíska tækifærismennsku og krafðist þess að forsetinn þingsins vítti þingmenn vegna ásakana um lögbrot en í sæti forseta sat Guðjón S. Brjánsson Samfylkingunni. Nokkrir þingmenn komu í pontu og töldu Bjarna hafa með þessu veist með ómaklegum hætti að forseta. Björn Leví Gunnarsson Pírötum var einn þeirra þingmanna sem gerði sér mat úr orðum Bjarna með að hann teldi sig sitja undir ásökunum um að hafa brotið lög um opinber fjármál. Og sagðist þá bara vilja kvitta undir það. Við það reis Bjarni úr sæti sínu, hreytti ókvæðisorðum í átt að forseta, spurði hann hverskonar fundarstjórn þetta væri, og fór við svo búið úr salnum. Þegar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, fór í pontu til að árétta erindi stjórnarandstöðunnar um að eftirlitsstofnanir yrðu styrktar til að mæta þessu verkefni urðu hróp og köll í þingsal, að þetta væri óboðlegur málflutningur. Þurfti forseti að grípa í taumana. Helga Vala þakkaði honum fyrir góða fundarstjórn og sagði miður að sjá „hversu hæstvirtur fjármálaráðherra virðist vera vanstilltur, ræðst hér að forseta þingsins og rýkur á dyr.“ Hún sagði ljóst að þingmenn stjórnarflokkanna væru almennt vanstilltir vegna þessarar umræðu.Klippa: Helga Vala gagnrýnir fjármálaráðherra Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Meiri þvælan sem kemur fram í umræðunni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á þinginu nú fyrir skömmu. Hann krafðist þess að forseti þingsins vítti þingmenn vegna málflutnings þeirra sem hann túlkaði sem svo að verið væri að saka hann um brot á lögum um opinber fjármál. Og rauk við svo búið úr þingsal. Ljóst var að honum rann í skap.Klippa: Bjarni ósáttur með forseta þingsinsVændur um að fara á svig við lög um opinber fjármál Þingmenn Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar sóttu hart að Bjarna á þinginu núna, í dagskráliðnum Fundarstjórn forseta sem tók við af óundirbúnum fyrirspurnum. En þar hafði Ágúst Ólafur Ágústson gefið það til kynna að fjármálaráðherra væri að svipta þingið fjárveitingarvaldi sínu með því að mæta óskum frá þeim stofnunum sem koma að rannsókn Samherjamálsins, héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóra, um aukið fjármagn með því að fara í svokallaða varasjóði. Bjarni sagði ítrekað að þessum óskum um aukið fjármagn yrði mætt.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin var meðal þeirra þingmanna sem sóttu að fjármálaráðherra á þinginu nú fyrir stundu.Vísir/Baldur HrafnkellÁgúst Ólafur og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar, ef undan eru skyldir þingmenn Miðflokksins, vísuðu til þess að tillaga þeirra í umræðum um fjárlög um aukið fjármagn til eftirlitsstofnana hafi verið fellt. Vísað var til laga um varasjóði, að þá mætti nota ef mæta þyrfti ófyrirséðum útlátum. Ekki væri um neitt slíkt að ræða. Algerlega væri fyrirsjáanlegt að stofnanirnar, sem þegar sæju ekki út úr augum, þyrftu aukið fjármagn til að rannsaka Samherjamálið. Þetta væri hægt að taka upp á morgun þegar 3. umræða um fjárlög verði tekin fyrir.Bjarna rennur í skap og krefst þess að forseti víti þingmenn Bjarni tók þessu afar óstinnt upp enda er undirtextinn sá að Bjarni vilji ekki gera mikið úr þessari rannsókn. „Ég vísa öllum þessum orðum um rangtúlkun á lögunum til föðurhúsanna.“ Hann sakaði Samfylkinguna jafnframt um pólitíska tækifærismennsku og krafðist þess að forsetinn þingsins vítti þingmenn vegna ásakana um lögbrot en í sæti forseta sat Guðjón S. Brjánsson Samfylkingunni. Nokkrir þingmenn komu í pontu og töldu Bjarna hafa með þessu veist með ómaklegum hætti að forseta. Björn Leví Gunnarsson Pírötum var einn þeirra þingmanna sem gerði sér mat úr orðum Bjarna með að hann teldi sig sitja undir ásökunum um að hafa brotið lög um opinber fjármál. Og sagðist þá bara vilja kvitta undir það. Við það reis Bjarni úr sæti sínu, hreytti ókvæðisorðum í átt að forseta, spurði hann hverskonar fundarstjórn þetta væri, og fór við svo búið úr salnum. Þegar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, fór í pontu til að árétta erindi stjórnarandstöðunnar um að eftirlitsstofnanir yrðu styrktar til að mæta þessu verkefni urðu hróp og köll í þingsal, að þetta væri óboðlegur málflutningur. Þurfti forseti að grípa í taumana. Helga Vala þakkaði honum fyrir góða fundarstjórn og sagði miður að sjá „hversu hæstvirtur fjármálaráðherra virðist vera vanstilltur, ræðst hér að forseta þingsins og rýkur á dyr.“ Hún sagði ljóst að þingmenn stjórnarflokkanna væru almennt vanstilltir vegna þessarar umræðu.Klippa: Helga Vala gagnrýnir fjármálaráðherra
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira