Valsmenn eru komnir upp í 6. sæti deildarinnar eftir erfiða byrjun á tímabilinu.
Anton Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir Val og Magnús Óli Magnússon sex. Liðið á Róbert Aron Hostert og Agnar Smára Jónsson enn inni en þeir eru ekki komnir á fulla ferð aftur eftir meiðsli.
Leó Snær Pétursson var markahæstur Stjörnumanna með níu mörk. Stjarnan er í 10. sæti deildarinnar með sex stig. Eini sigur Garðbæjarliðsins á tímabilinu kom gegn botnliði HK.
Íslandsmeistarar Selfoss unnu sinn annan leik í röð þegar þeir sigruðu Fjölni, 26-35.
Selfyssingar eru í 3. sæti deildarinnar en Fjölnismenn í því ellefta og næstneðsta.
Frétt Guðjóns Guðmundssonar um leikina tvo má sjá hér fyrir neðan.