Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 13:45 Frá Nýju Delí í Indlandi þar sem loftmengun fer gjarnan yfir heilsuverndarmörk. vísir/getty Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar sem fjallað er um á vef BBC. Þar segir að aukning styrks koltvísýrings í andrúmsloftinu á síðasta ári sé yfir meðaltali sé litið til síðustu tíu ára. Hið sama á við um styrk annarra gróðurhúsalofttegunda, til dæmis metans og nituroxíðs. Alþjóðaveðurfræðistofnunin rannsakar styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu í stað þess að líta bara til útblásturs. Munurinn á þessu tvennu er að útblástur vísar til þeirra lofttegunda sem sleppa út í andrúmsloftið við notkun jarðefnaeldsneytis. Styrkur þessara sömu tegunda í andrúmsloftinu vísar síðan til þess sem verður eftir í andrúmsloftinu eftir ýmsa samverkandi þætti heimshafanna, skóga og lands við andrúmsloftið.407,8 ppm 2018 miðað við 405,5 ppm 2017 Talið er að um fjórðungur af öllum útblæstri sé tekinn upp af sjónum og að svipað magn sé tekið upp af skógum og landi. Alþjóðaveðurfræðistofnunin safnar upplýsingum frá eftirlitsstöðvum sem staðsettar eru á Norðurskautinu og svo um heim allan. Niðurstöðurnar nú sýna að styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu á síðasta ári hafi verið 407,8 ppm (parts per million) samanborið við 405,5 ppm árið 2017. Þessi aukning á milli ára er yfir meðaltali síðustu tíu ára og er 147% meira en árið 1750, það er áður en iðnbyltingin hófst. Það sem vísindamenn hafa helst áhyggjur af eru heildaráhrifin af styrk þessara gróðurhúsalofttegunda hvað varðar hlýnun loftslags, en að því segir á Vísindavef Háskóla Íslands hlýnar loftslag vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu. Ekki merki um að það sé að hægjast á aukningunni Rannsóknir sýna að síðan 1990 hafa þessi áhrif aukist um 43% og vísindamenn sjá ekki merki þess að þarna sé eitthvað að hægjast á. „Það sjást þess ekki merki að eitthvað sé að hægjast á þessu, hvað þá að tölurnar fari niður á við, þegar það kemur að styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu þrátt fyrir allar skuldbindingarnar sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu,“ segir Petteri Taalas, yfirmaður Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Hann segir að skuldbindingunum þurfi að fylgja aðgerðir og meiri metnaður til þess að hægt sé að tryggja velferð mannkynsins til framtíðar. „Það má rifja það upp styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu var svipaður þessu síðast fyrir þremur til fimm milljónum ára. Þá var hitastig tveimur til þremur gráðum hærra og yfirborð sjávar tíu til tuttugu metrum hærra en það er nú,“ segir Taalas. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar sem fjallað er um á vef BBC. Þar segir að aukning styrks koltvísýrings í andrúmsloftinu á síðasta ári sé yfir meðaltali sé litið til síðustu tíu ára. Hið sama á við um styrk annarra gróðurhúsalofttegunda, til dæmis metans og nituroxíðs. Alþjóðaveðurfræðistofnunin rannsakar styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu í stað þess að líta bara til útblásturs. Munurinn á þessu tvennu er að útblástur vísar til þeirra lofttegunda sem sleppa út í andrúmsloftið við notkun jarðefnaeldsneytis. Styrkur þessara sömu tegunda í andrúmsloftinu vísar síðan til þess sem verður eftir í andrúmsloftinu eftir ýmsa samverkandi þætti heimshafanna, skóga og lands við andrúmsloftið.407,8 ppm 2018 miðað við 405,5 ppm 2017 Talið er að um fjórðungur af öllum útblæstri sé tekinn upp af sjónum og að svipað magn sé tekið upp af skógum og landi. Alþjóðaveðurfræðistofnunin safnar upplýsingum frá eftirlitsstöðvum sem staðsettar eru á Norðurskautinu og svo um heim allan. Niðurstöðurnar nú sýna að styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu á síðasta ári hafi verið 407,8 ppm (parts per million) samanborið við 405,5 ppm árið 2017. Þessi aukning á milli ára er yfir meðaltali síðustu tíu ára og er 147% meira en árið 1750, það er áður en iðnbyltingin hófst. Það sem vísindamenn hafa helst áhyggjur af eru heildaráhrifin af styrk þessara gróðurhúsalofttegunda hvað varðar hlýnun loftslags, en að því segir á Vísindavef Háskóla Íslands hlýnar loftslag vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu. Ekki merki um að það sé að hægjast á aukningunni Rannsóknir sýna að síðan 1990 hafa þessi áhrif aukist um 43% og vísindamenn sjá ekki merki þess að þarna sé eitthvað að hægjast á. „Það sjást þess ekki merki að eitthvað sé að hægjast á þessu, hvað þá að tölurnar fari niður á við, þegar það kemur að styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu þrátt fyrir allar skuldbindingarnar sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu,“ segir Petteri Taalas, yfirmaður Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Hann segir að skuldbindingunum þurfi að fylgja aðgerðir og meiri metnaður til þess að hægt sé að tryggja velferð mannkynsins til framtíðar. „Það má rifja það upp styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu var svipaður þessu síðast fyrir þremur til fimm milljónum ára. Þá var hitastig tveimur til þremur gráðum hærra og yfirborð sjávar tíu til tuttugu metrum hærra en það er nú,“ segir Taalas.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira