Slysið varð skömmu eftir flugtak frá Goma-flugvellinum en vélin var á leið til borgarinnar Beni í um það bil 350 kílómetra fjarlægð suður af Goma. Vélin fór í loftið skömmu eftir klukkan níu að staðartíma í morgun.
Sjá einnig: Farþegaflugvél brotlenti í íbúabyggð
Mikinn reyk lagði frá slysstaðnum og reyndu íbúar að aðstoða við björgunaraðgerðir. Á myndbandsupptökum sem birtar voru á samfélagsmiðlum mátti sjá íbúa streyma að slysstað með vatnsfötur til þess að reyna að ná tökum á eldinum í flakinu.
#RDC- Un avion de la compagnie Busy Bee s’est écrasé ce dimanche au-dessus des maisons de Birere, à #Goma (Nord-Kivu).Le petit porteur a raté son décollage. Busy Bee organise des vols réguliers et charter et des évacuations médicales dans les zones reculées de l’Est de la RDC. pic.twitter.com/Du5jDCoIue
— ICIBRAZZA (@ICIBrazza) November 24, 2019
Þetta er annað flugslysið á rúmum mánuði í Lýðveldinu Kongó en í október brotlenti fraktflugvél rúmlega klukkutíma eftir flugtak. Allir um borð létust, átta farþegar og áhafnarmeðlimir.

