Frans páfi biður þjóðarleiðtoga að farga kjarnorkuvopnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 10:47 Frans páfi flytur ræðu í Nagasaki. EPA/KIMIMASA MAYAMA Frans páfi kallar eftir því að þjóðarleiðtogar heimsins fargi kjarnorkuvopnum og segir hann að vopnin minnki öryggi, sói auðlindum og sé ógn við mannkynið vegna gereyðingarmátts. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Þetta sagði hann í ávarpi í Nagasaki, þar sem seinni kjarnorkusprengja Bandaríkjanna af tveimur féll í Japan árið 1945. Eftir að hann lagði blómkransa og bað í rigningunni við minningarmerki fyrir fórnarlömbin, sagði Frans að staðurinn væri bitur áminning „um sársaukann og hryllinginn sem menn eru tilbúnir til að leggja á hvern annan.“ „Eins viss um það og ég er að heimur án kjarnorkuvopna sé mögulegur og nauðsynlegur, bið ég leiðtoga að gleyma því ekki að þessi vopn geta ekki verndað okkur gegn hinum ýmsu ógnum,“ sagði Frans.Japanskir nemendur og meðlimir í Hiroshima og Nagasaki friðarboðurunum halda á myndinni sem Frans páfi hefur dreift.EPA/ MAURIZIO BRAMBATTIFrans og ferðafélagar hans heimsóttu Nagasaki og Hiroshima áður en þeir héldu af stað í þriggja daga ferðalag um Japan. Tilgangur ferðalagsins er að undirstrika tilkall hans til leiðtoga um að banna kjarnorkuvopn alþjóðlega. „Það er ekki hægt að ná fram friði eða alþjóðlegum stöðugleika ef haldið er áfram að byggja á hræðslu um gereyðingu,“ bætti hann við. „Friði er aðeins hægt að ná fram ef alþjóðasamfélagið kemur sér upp sameiginlegum siðferðislegum markmiðum og samvinnu.“Frans páfi í Nagasaki.EPA/CIRO FUSCO„Í heimi þar sem milljónir barna og fjölskyldna lifa við ómannúðlegar aðstæður er peningaútlátið og þær fúlgur fjár sem verða til við framleiðslu, endurbætur, viðhald og sölu á þessum gereyðingarvopnum ákall til himnanna,“ sagði páfinn. Fyrir nokkrum árum var Frans gefin ljósmynd af dreng frá Nagasaki sem ber lífvana bróður sinn á bakinu á leið í líkbrennslu eftir sprengingarnar. Síðan þá hefur páfinn dreift milljónum afrita af ljósmyndinni með orðunum „ávöxtur stríðs,“ prentuðum á (e. The fruit of war.)Það var fjölmennt þegar páfinn heimsótti Nagasaki.epa/CIRO FUSCOStærri gerð ljósmyndarinnar var hengd upp á minningarathöfninni í gær og páfinn hitti ekkju og son Joe O‘Donnel, bandaríska ljósmyndarans sem tók myndina. Í fyrri kjarnorkuárás Bandaríkjanna, á Hiroshima, þann 6. ágúst 1945 dóu 140 þúsund manns og í þeirri síðari í Nagasaki, þremur dögum síðar, dóu 74 þúsund manns. Margir eftirlifenda glímdu við kjarnorkutengda sjúkdóma og margir þeirra börðust við krabbamein. Japan Tengdar fréttir Páfinn líkir þungunarrofi við leigumorð Frans páfi sagði á ráðstefnu að þungunarrof væri aldrei ásættanlegt, jafnvel þótt að fóstrið væri mjög veikt. 25. maí 2019 18:06 Frans páfi þakkar guði fyrir að hafa verið bjargað úr lyftu Messugestir sem höfðu safnast saman á Péturstorgi til þess að hlýða á vikulega messu Frans páfa biðu lengur en búist var við eftir því að gluggar híbýlis páfa opnuðust og leiðtogi kaþólsku kirkjunnar myndi láta í sér heyra. 1. september 2019 14:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Frans páfi kallar eftir því að þjóðarleiðtogar heimsins fargi kjarnorkuvopnum og segir hann að vopnin minnki öryggi, sói auðlindum og sé ógn við mannkynið vegna gereyðingarmátts. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Þetta sagði hann í ávarpi í Nagasaki, þar sem seinni kjarnorkusprengja Bandaríkjanna af tveimur féll í Japan árið 1945. Eftir að hann lagði blómkransa og bað í rigningunni við minningarmerki fyrir fórnarlömbin, sagði Frans að staðurinn væri bitur áminning „um sársaukann og hryllinginn sem menn eru tilbúnir til að leggja á hvern annan.“ „Eins viss um það og ég er að heimur án kjarnorkuvopna sé mögulegur og nauðsynlegur, bið ég leiðtoga að gleyma því ekki að þessi vopn geta ekki verndað okkur gegn hinum ýmsu ógnum,“ sagði Frans.Japanskir nemendur og meðlimir í Hiroshima og Nagasaki friðarboðurunum halda á myndinni sem Frans páfi hefur dreift.EPA/ MAURIZIO BRAMBATTIFrans og ferðafélagar hans heimsóttu Nagasaki og Hiroshima áður en þeir héldu af stað í þriggja daga ferðalag um Japan. Tilgangur ferðalagsins er að undirstrika tilkall hans til leiðtoga um að banna kjarnorkuvopn alþjóðlega. „Það er ekki hægt að ná fram friði eða alþjóðlegum stöðugleika ef haldið er áfram að byggja á hræðslu um gereyðingu,“ bætti hann við. „Friði er aðeins hægt að ná fram ef alþjóðasamfélagið kemur sér upp sameiginlegum siðferðislegum markmiðum og samvinnu.“Frans páfi í Nagasaki.EPA/CIRO FUSCO„Í heimi þar sem milljónir barna og fjölskyldna lifa við ómannúðlegar aðstæður er peningaútlátið og þær fúlgur fjár sem verða til við framleiðslu, endurbætur, viðhald og sölu á þessum gereyðingarvopnum ákall til himnanna,“ sagði páfinn. Fyrir nokkrum árum var Frans gefin ljósmynd af dreng frá Nagasaki sem ber lífvana bróður sinn á bakinu á leið í líkbrennslu eftir sprengingarnar. Síðan þá hefur páfinn dreift milljónum afrita af ljósmyndinni með orðunum „ávöxtur stríðs,“ prentuðum á (e. The fruit of war.)Það var fjölmennt þegar páfinn heimsótti Nagasaki.epa/CIRO FUSCOStærri gerð ljósmyndarinnar var hengd upp á minningarathöfninni í gær og páfinn hitti ekkju og son Joe O‘Donnel, bandaríska ljósmyndarans sem tók myndina. Í fyrri kjarnorkuárás Bandaríkjanna, á Hiroshima, þann 6. ágúst 1945 dóu 140 þúsund manns og í þeirri síðari í Nagasaki, þremur dögum síðar, dóu 74 þúsund manns. Margir eftirlifenda glímdu við kjarnorkutengda sjúkdóma og margir þeirra börðust við krabbamein.
Japan Tengdar fréttir Páfinn líkir þungunarrofi við leigumorð Frans páfi sagði á ráðstefnu að þungunarrof væri aldrei ásættanlegt, jafnvel þótt að fóstrið væri mjög veikt. 25. maí 2019 18:06 Frans páfi þakkar guði fyrir að hafa verið bjargað úr lyftu Messugestir sem höfðu safnast saman á Péturstorgi til þess að hlýða á vikulega messu Frans páfa biðu lengur en búist var við eftir því að gluggar híbýlis páfa opnuðust og leiðtogi kaþólsku kirkjunnar myndi láta í sér heyra. 1. september 2019 14:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Páfinn líkir þungunarrofi við leigumorð Frans páfi sagði á ráðstefnu að þungunarrof væri aldrei ásættanlegt, jafnvel þótt að fóstrið væri mjög veikt. 25. maí 2019 18:06
Frans páfi þakkar guði fyrir að hafa verið bjargað úr lyftu Messugestir sem höfðu safnast saman á Péturstorgi til þess að hlýða á vikulega messu Frans páfa biðu lengur en búist var við eftir því að gluggar híbýlis páfa opnuðust og leiðtogi kaþólsku kirkjunnar myndi láta í sér heyra. 1. september 2019 14:00