Hildur Björg: Ekki búin að æfa alla vikuna Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 23. nóvember 2019 18:48 Hildur Björg í leik með KR fyrr á leiktíðinni. vísir/bára KR tapaði fyrir Keflavík í Keflavík í dag í þræljöfnum leik þar sem úrslitin voru ekki ljós fyrr en á seinustu mínútunni. Gestirnir frá Reykjavík áttu dapran seinni hálfleik þar sem að lítið gekk upp og því fór svo að þær töpuðu að lokum með átta stigum, 68-60. „Þetta var ekki okkar besti leikur í dag,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir, miðherji KR, um frammistöðu síns liðs. Hún gaf þó Keflavík það að þær hafi verið baráttuglaðari og átt skilið að vinna þennan leik. „Ekki alveg nógu sátt með okkar frammistöðu.“ Hildur Björg var ekki upp á sitt besta í leiknum í dag og virtist ekki geta fundið körfuna sérstaklega í seinni hálfleik þrátt fyrir góðar hreyfingar í teignum. „Ég ætla ekki að afsaka neitt, þetta eru hreyfingar sem að ég á að klára. Ekki búin að æfa alla vikuna, hef verið að jafna mig eftir langa síðustu viku og erfitt ferðalag,“ segir hún og vísar þar í landsliðsverkefnið hennar sem var að enda. Hún spilaði með landsliðinu úti í Grikklandi og er augljóslega ekki enn alveg búin að jafna sig. Aðrar landsliðskonur hafa líka átt slaka leiki til að byrja með og sem dæmi gat Lovísa Björt, annar miðherji í landsliðinu, aðeins skorað tvö stig í leiknum sínum í gær. „Er búin að heyra í nokkrum landsliðsstelpum, þetta hefur verið mjög erfitt. Við erum smátt og smátt að koma aftur til baka.“ KR hefur núna tapað tveimur leikjum af átta en eru enn í öðru sætinu í Dominosdeild kvenna. „Stundum á maður slæma leiki. Þurfum ekkert að vera æsa okkur of mikið yfir einum leiki og setja allt í panikk hérna,“ segir Hildur Björg og minnist á að stutt er í næsta leik. „Þurfum að mæta tilbúnar á miðvikudag móti Breiðablik, pússa okkur betur saman.“ Liðið úr Vesturbæ Reykjavíkur fær þá Breiðablik í heimsókn til sín næsta miðvikudagskvöld (27. nóvember) kl.19:15. Hildur Björg mun vonandi sýna sitt rétta andlit þar. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 78-70 | Öflugur sigur Keflavíkur Keflavík með sterkan sigur er tvö ef bestu liðum landsins mættust í Keflavík. 23. nóvember 2019 17:30 Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
KR tapaði fyrir Keflavík í Keflavík í dag í þræljöfnum leik þar sem úrslitin voru ekki ljós fyrr en á seinustu mínútunni. Gestirnir frá Reykjavík áttu dapran seinni hálfleik þar sem að lítið gekk upp og því fór svo að þær töpuðu að lokum með átta stigum, 68-60. „Þetta var ekki okkar besti leikur í dag,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir, miðherji KR, um frammistöðu síns liðs. Hún gaf þó Keflavík það að þær hafi verið baráttuglaðari og átt skilið að vinna þennan leik. „Ekki alveg nógu sátt með okkar frammistöðu.“ Hildur Björg var ekki upp á sitt besta í leiknum í dag og virtist ekki geta fundið körfuna sérstaklega í seinni hálfleik þrátt fyrir góðar hreyfingar í teignum. „Ég ætla ekki að afsaka neitt, þetta eru hreyfingar sem að ég á að klára. Ekki búin að æfa alla vikuna, hef verið að jafna mig eftir langa síðustu viku og erfitt ferðalag,“ segir hún og vísar þar í landsliðsverkefnið hennar sem var að enda. Hún spilaði með landsliðinu úti í Grikklandi og er augljóslega ekki enn alveg búin að jafna sig. Aðrar landsliðskonur hafa líka átt slaka leiki til að byrja með og sem dæmi gat Lovísa Björt, annar miðherji í landsliðinu, aðeins skorað tvö stig í leiknum sínum í gær. „Er búin að heyra í nokkrum landsliðsstelpum, þetta hefur verið mjög erfitt. Við erum smátt og smátt að koma aftur til baka.“ KR hefur núna tapað tveimur leikjum af átta en eru enn í öðru sætinu í Dominosdeild kvenna. „Stundum á maður slæma leiki. Þurfum ekkert að vera æsa okkur of mikið yfir einum leiki og setja allt í panikk hérna,“ segir Hildur Björg og minnist á að stutt er í næsta leik. „Þurfum að mæta tilbúnar á miðvikudag móti Breiðablik, pússa okkur betur saman.“ Liðið úr Vesturbæ Reykjavíkur fær þá Breiðablik í heimsókn til sín næsta miðvikudagskvöld (27. nóvember) kl.19:15. Hildur Björg mun vonandi sýna sitt rétta andlit þar.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 78-70 | Öflugur sigur Keflavíkur Keflavík með sterkan sigur er tvö ef bestu liðum landsins mættust í Keflavík. 23. nóvember 2019 17:30 Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - KR 78-70 | Öflugur sigur Keflavíkur Keflavík með sterkan sigur er tvö ef bestu liðum landsins mættust í Keflavík. 23. nóvember 2019 17:30