Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjölmenni var á Austurvelli í dag þar sem boðað var til útifundar til að krefjast afsagnar sjávarútvegsráðherra, nýrrar stjórnarskrár og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni til þjóðarinnar. Fjórir ræðumenn tóku til máls og Hatari steig á svið. Sýnt verður frá útifundinum í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um brottkast en matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna eftirlits Fiskistofu hefur lítið gerst í málaflokknum.

Við skoðum einnig könguló sem fannst í vínberjaklasa hjá ungu pari í Garðabæ en talið er að köngulóin sé Svarta ekkjan.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×