Ákvörðun um leikstað í umspilinu þarf að liggja fyrir 20. desember 23. nóvember 2019 09:30 Ísland mætir Ungverjalandi í umspilinu. fréttablaðið/getty Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, þarf eins og knattspyrnusambönd sem eiga lið í umspili um laus sæti í lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla að staðfesta heimavöll sinn í umspilsleikjum til evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, fyrir 20. desember næstkomandi. Íslenskir knattspyrnuáhugamenn hafa haft af því áhyggjur að Laugardalsvöllur, sem er ekki upphitaður, verði ekki leikfær þegar leikurinn við Rúmena í undanúrslitum umspilsins fer fram 26. mars á næsta ári. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að um staðlaða dagsetningu sé að ræða og tengist því ekkert hvort að um sé að ræða leikvanga þar sem mögulegt sé að leikvöllur verði leikfær eður ei á leikdegi. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, staðfesti það í samtali við Fréttablaðið að tekin hefði verið ákvörðun um að Laugardalsvöllur verði skráður sem heimavöllur íslenska liðsins í þessum leik og að þeirri ákvörðun verði ekki haggað. Þegar Ísland spilaði við Króatíu í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu 2014 um miðjan nóvembermánuð árið 2013 var fenginn hitadúkur til þess að vernda Laugardalsvöllinn fyrir frosti og líklegt er að farið verði í einhverjar aðgerðir í þeim dúr þegar nær dregur leiknum mikilvæga. Það er vonandi að aðstæður verði ekki jafn óboðlegar og í leik Íslands og Írlands sem leikinn var í umspili fyrir Evrópumót kvenna árið 2009 í lok október árið 2008. Þá var Laugardalsvöllur líkari skautasvelli en knattspyrnuvelli og leikmenn runnu til á vellinum eins og íshokkíleikmenn. Ísland vann þann leik og komst á EM. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur UEFA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, þarf eins og knattspyrnusambönd sem eiga lið í umspili um laus sæti í lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla að staðfesta heimavöll sinn í umspilsleikjum til evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, fyrir 20. desember næstkomandi. Íslenskir knattspyrnuáhugamenn hafa haft af því áhyggjur að Laugardalsvöllur, sem er ekki upphitaður, verði ekki leikfær þegar leikurinn við Rúmena í undanúrslitum umspilsins fer fram 26. mars á næsta ári. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að um staðlaða dagsetningu sé að ræða og tengist því ekkert hvort að um sé að ræða leikvanga þar sem mögulegt sé að leikvöllur verði leikfær eður ei á leikdegi. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, staðfesti það í samtali við Fréttablaðið að tekin hefði verið ákvörðun um að Laugardalsvöllur verði skráður sem heimavöllur íslenska liðsins í þessum leik og að þeirri ákvörðun verði ekki haggað. Þegar Ísland spilaði við Króatíu í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu 2014 um miðjan nóvembermánuð árið 2013 var fenginn hitadúkur til þess að vernda Laugardalsvöllinn fyrir frosti og líklegt er að farið verði í einhverjar aðgerðir í þeim dúr þegar nær dregur leiknum mikilvæga. Það er vonandi að aðstæður verði ekki jafn óboðlegar og í leik Íslands og Írlands sem leikinn var í umspili fyrir Evrópumót kvenna árið 2009 í lok október árið 2008. Þá var Laugardalsvöllur líkari skautasvelli en knattspyrnuvelli og leikmenn runnu til á vellinum eins og íshokkíleikmenn. Ísland vann þann leik og komst á EM.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur UEFA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira