Lék tveimur skjöldum og fékk nítján ára dóm Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 23:26 Jerry Chun Shing Lee er 55 ára. Fyrrverandi útsendari Bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, var í dag dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að leggja á ráðin um njósnir fyrir yfirvöld í Kína. Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi - aðgerðir sem raktar eru til svika umrædds útsendara. Útsendarinn heitir Jerry Chun Shing Lee og er 55 ára. Hann hætti hjá leyniþjónustunni árið 2007 eftir þrettán ár í starfi og var í kjölfarið ráðinn til starfa hjá útsendurum kínversku ríkisstjórnarinnar í Hong Kong, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Lee var þannig greitt fyrir að leka upplýsingum um þjóðaröryggismál Bandaríkjanna til kínverskra yfirvalda.Sjá einnig: Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Saksóknarar héldu því fram Lee hefði þegið hundruð þúsundir Bandaríkjadala fyrir að láta í té umræddar upplýsingar. Hann hafi raunar lekið öllu sem hann komst á snoðir um á þrettán ára leyniþjónustuferli sínum til kínverskra embættismanna. Lee játaði við réttarhöld í maí síðastliðnum að hafa lagt á ráðin um að leka slíkum upplýsingum í þágu erlends ríkis. Lögmenn hans héldu því hins vegar fram að brotin væru ekki jafnumfangsmikil og saksóknari vildi vera láta. Þannig hefði aldrei verið hægt að rekja slóð peninganna, sem lagðir voru inn á reikninga hans, til kínverskra embættismanna og þá hefði heldur ekki tekist að sanna að hann hafi lagt á ráðin um að leka hernaðarleyndarmálum.Hélt utan um nöfn og símanúmer útsendara Brot Lee eru rakin til ársins 2010, þegar kínverskir leyniþjónustumenn eru fyrst sagðir hafa sett sig í samband við hann. Árin 2010 til 2013 voru háar fjárhæðir lagðar inn á bankareikninga hans í Hong Kong. Á meðal gagna málsins er jafnframt skjal sem Lee setti saman, með lykilupplýsingum um starfsemi bandarísku leyniþjónustunnar. Hann hélt til að mynda utan um rétt nöfn og símanúmer bandarískra útsendara. Lee var loks handtekinn á JFK-flugvelli í New York-borg í janúar árið 2018. Í frétt BBC segir að með hjálp Lee hafi Kínverjum tekist að uppræta stórtækt net bandarískra útsendara í Kína á árunum 2010 til 2012. Talið er að um tuttugu manns hafi verið myrtir eða fangelsaðir á umræddu tímabili. Málið er sagt hið allra alvarlegasta sem komið hefur upp innan bandarískrar leyniþjónustu frá tímum Kalda stríðsins, þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. 17. janúar 2018 10:30 CIA útsendari fangelsaður fyrir njósnir í þágu Kína Fyrrverandi útsendari bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) hefur verið dæmdur til 20 ára fangelsisvistar í Bandaríkjunum vegna njósna fyrir kínversk stjórnvöld. 18. maí 2019 11:35 Óttast að fyrrverandi útsendara CIA verði ekki refsað fyrir meint svik Jerry Chun Shing Lee var handtekinn á mánudaginn vegna rannsóknar á leka sem leiddi til lömunar njósnastarfsemi Bandaríkjanna í Kína. 18. janúar 2018 13:31 Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Fyrrverandi útsendari Bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, var í dag dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að leggja á ráðin um njósnir fyrir yfirvöld í Kína. Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi - aðgerðir sem raktar eru til svika umrædds útsendara. Útsendarinn heitir Jerry Chun Shing Lee og er 55 ára. Hann hætti hjá leyniþjónustunni árið 2007 eftir þrettán ár í starfi og var í kjölfarið ráðinn til starfa hjá útsendurum kínversku ríkisstjórnarinnar í Hong Kong, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Lee var þannig greitt fyrir að leka upplýsingum um þjóðaröryggismál Bandaríkjanna til kínverskra yfirvalda.Sjá einnig: Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Saksóknarar héldu því fram Lee hefði þegið hundruð þúsundir Bandaríkjadala fyrir að láta í té umræddar upplýsingar. Hann hafi raunar lekið öllu sem hann komst á snoðir um á þrettán ára leyniþjónustuferli sínum til kínverskra embættismanna. Lee játaði við réttarhöld í maí síðastliðnum að hafa lagt á ráðin um að leka slíkum upplýsingum í þágu erlends ríkis. Lögmenn hans héldu því hins vegar fram að brotin væru ekki jafnumfangsmikil og saksóknari vildi vera láta. Þannig hefði aldrei verið hægt að rekja slóð peninganna, sem lagðir voru inn á reikninga hans, til kínverskra embættismanna og þá hefði heldur ekki tekist að sanna að hann hafi lagt á ráðin um að leka hernaðarleyndarmálum.Hélt utan um nöfn og símanúmer útsendara Brot Lee eru rakin til ársins 2010, þegar kínverskir leyniþjónustumenn eru fyrst sagðir hafa sett sig í samband við hann. Árin 2010 til 2013 voru háar fjárhæðir lagðar inn á bankareikninga hans í Hong Kong. Á meðal gagna málsins er jafnframt skjal sem Lee setti saman, með lykilupplýsingum um starfsemi bandarísku leyniþjónustunnar. Hann hélt til að mynda utan um rétt nöfn og símanúmer bandarískra útsendara. Lee var loks handtekinn á JFK-flugvelli í New York-borg í janúar árið 2018. Í frétt BBC segir að með hjálp Lee hafi Kínverjum tekist að uppræta stórtækt net bandarískra útsendara í Kína á árunum 2010 til 2012. Talið er að um tuttugu manns hafi verið myrtir eða fangelsaðir á umræddu tímabili. Málið er sagt hið allra alvarlegasta sem komið hefur upp innan bandarískrar leyniþjónustu frá tímum Kalda stríðsins, þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. 17. janúar 2018 10:30 CIA útsendari fangelsaður fyrir njósnir í þágu Kína Fyrrverandi útsendari bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) hefur verið dæmdur til 20 ára fangelsisvistar í Bandaríkjunum vegna njósna fyrir kínversk stjórnvöld. 18. maí 2019 11:35 Óttast að fyrrverandi útsendara CIA verði ekki refsað fyrir meint svik Jerry Chun Shing Lee var handtekinn á mánudaginn vegna rannsóknar á leka sem leiddi til lömunar njósnastarfsemi Bandaríkjanna í Kína. 18. janúar 2018 13:31 Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. 17. janúar 2018 10:30
CIA útsendari fangelsaður fyrir njósnir í þágu Kína Fyrrverandi útsendari bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) hefur verið dæmdur til 20 ára fangelsisvistar í Bandaríkjunum vegna njósna fyrir kínversk stjórnvöld. 18. maí 2019 11:35
Óttast að fyrrverandi útsendara CIA verði ekki refsað fyrir meint svik Jerry Chun Shing Lee var handtekinn á mánudaginn vegna rannsóknar á leka sem leiddi til lömunar njósnastarfsemi Bandaríkjanna í Kína. 18. janúar 2018 13:31
Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00