Blaðamenn eigi digra verkfallssjóði Birgir Olgeirsson skrifar 22. nóvember 2019 18:30 Nú síðdegis var skrifað undir kjarasamning milli Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem alls er óvist að verði samþykktur í atkvæðagreiðslu blaðamanna eftir helgi. Mikil ólga var í blaðamönnum á fundi í félaginu í dag. Rétt áður en tólf tíma verkfallsaðgerðir vefblaðamanna áttu að hefjast klukkan 10 í morgun ákvað samninganefnd Blaðamannafélagsins að fresta aðgerðunum. Það þýðir að ekkert verður að verkfalli á prentmiðlum næstkomandi fimmtudag, daginn fyrir tekjumikla útgáfu dagblaða vegna Black Friday. „Allir fimmtudagar og föstudagur í desember, þá eru stór blöð. Þannig að ég sé ekki að það hafi einhver úrslitaáhrif,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hann segir Samtök atvinnulífsins bjóða þær kjarabætur sem eru í lífskjarasamningnum. Vilji blaðamenn fá bætur umfram það þurfi þeir að greiða þær úr eigin sjóðum. „Við vildum taka þennan lífskjarasamning og laga hann að blaðamönnum og hagsmunum þeirra, án þess að það kostaði eitthvað meira, og það hefur bara ekki verið hægt að ræða það með neinu móti.“ Fulltrúi í samninganefnd Blaðamannafélagsins segir Samtök atvinnulífsins reyna að berja blaðamenn niður í verkastétt með lífskjarasamningnum. „Það er það sem þessi barátta snýst um, hún snýst um sjálfsvirðingu og sjálfsmynd þessarar stéttar sem fagstéttar. Við viljum að það sé metið við okkur, bæði í launum og í framkomu við okkur,“ segir Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður og fulltrúi í samninganefnd Blaðamannafélagsins. Hún býst ekki við að blaðamenn samþykki samninginn. „Miðað við hvernig fundurinn var í dag, þá geri ég ráð fyrir að það sé sá hugur í fólki að leggja niður störf og hefja allsherjarverkfall. Við eigum verkfallssjóð og eigum öflug félög á Norðurlöndunum sem standa með okkur og hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við okkur. Þau eiga líka digra sjóði.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi ekki tjá sig um viðræðurnar við fréttastofu.Blaðamenn Vísis eru langflestir í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Nú síðdegis var skrifað undir kjarasamning milli Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem alls er óvist að verði samþykktur í atkvæðagreiðslu blaðamanna eftir helgi. Mikil ólga var í blaðamönnum á fundi í félaginu í dag. Rétt áður en tólf tíma verkfallsaðgerðir vefblaðamanna áttu að hefjast klukkan 10 í morgun ákvað samninganefnd Blaðamannafélagsins að fresta aðgerðunum. Það þýðir að ekkert verður að verkfalli á prentmiðlum næstkomandi fimmtudag, daginn fyrir tekjumikla útgáfu dagblaða vegna Black Friday. „Allir fimmtudagar og föstudagur í desember, þá eru stór blöð. Þannig að ég sé ekki að það hafi einhver úrslitaáhrif,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hann segir Samtök atvinnulífsins bjóða þær kjarabætur sem eru í lífskjarasamningnum. Vilji blaðamenn fá bætur umfram það þurfi þeir að greiða þær úr eigin sjóðum. „Við vildum taka þennan lífskjarasamning og laga hann að blaðamönnum og hagsmunum þeirra, án þess að það kostaði eitthvað meira, og það hefur bara ekki verið hægt að ræða það með neinu móti.“ Fulltrúi í samninganefnd Blaðamannafélagsins segir Samtök atvinnulífsins reyna að berja blaðamenn niður í verkastétt með lífskjarasamningnum. „Það er það sem þessi barátta snýst um, hún snýst um sjálfsvirðingu og sjálfsmynd þessarar stéttar sem fagstéttar. Við viljum að það sé metið við okkur, bæði í launum og í framkomu við okkur,“ segir Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður og fulltrúi í samninganefnd Blaðamannafélagsins. Hún býst ekki við að blaðamenn samþykki samninginn. „Miðað við hvernig fundurinn var í dag, þá geri ég ráð fyrir að það sé sá hugur í fólki að leggja niður störf og hefja allsherjarverkfall. Við eigum verkfallssjóð og eigum öflug félög á Norðurlöndunum sem standa með okkur og hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við okkur. Þau eiga líka digra sjóði.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi ekki tjá sig um viðræðurnar við fréttastofu.Blaðamenn Vísis eru langflestir í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira