Íslenskur veðmálaspilari sektaður um átta milljónir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2019 13:24 Yfirskattanefnd komst að niðurstöðu sinni nú í nóvember. Getty Images/Dina Rudick Yfirskattanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenskur veðmálaspilari og Kópavogsbúi þurfi að greiða íslenska ríkinu 5,1 milljón króna og 3,1 milljón króna til bæjarsjóðs Kópavogs fyrir skattsvik. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Skattrannsóknarstjóri hafði málið til rannsóknar en maðurinn var grunaður um að hafa vantalið tekjuskatt árið 2014, 2015 og 2016. Um var að ræða rúmar fjórar milljónir króna fyrsta árið, yfir sjö milljónir króna það næsta og tæplega tvær milljónir síðasta árið. Samanlagt 13,5 milljónir króna. Var það niðurstaða skattrannsóknarstjóra að karlmaðurinn hefði vantalið tekjur vegna veðmála á erlendum veðmálasíðum og ekki gert grein fyrir erlendum bankareikningi á innsendum skattframtölum.Sagðist telja tekjurnar skattfrjálsar Maðurinn bar fyrir sig að hafa talið að tekjur hans af veðmálum væru gjaldfrjálsar. Hann viðurkenndi að hafa verið með erlendan bankareikning sem hefði verið notaður í tengslum við veðmál á netinu. Hann sagðist ekki geta afhent yfirlit yfir reikninginn þar sem hann væri búinn „slaufa“ þessu öllu. Hann játaði að hafa verið með erlent greiðslukort sem hefði verið tengt umræddum bankareikningi og að tekjurnar sem hefðu komið inn á bankareikninginn hefðu verið ávinningur af fjárhættuspilum. Í skýrslu skattrannsóknarstjóra kemur fram að maðurinn fékk 4,6 milljónir króna frá erlendu fyrirtæki inn á bankareikning sinn árið 2014 og 2015. Þá hefði hann tekið tæplega níu milljónir króna út með erlendu greiðslukorti á Íslandi á árunum 2014-2016. Að undangengnum útreikningi um skiptingu greiðslu tekjuskatts til ríkisins og útsvars til sveitarfélags varð niðurstaðan að veðmálaspilarinn skildi greiða íslenska ríkinu 5,1 milljón króna og Kópavogsbæ 3,1 milljón króna. Fjárhættuspil Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Yfirskattanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenskur veðmálaspilari og Kópavogsbúi þurfi að greiða íslenska ríkinu 5,1 milljón króna og 3,1 milljón króna til bæjarsjóðs Kópavogs fyrir skattsvik. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Skattrannsóknarstjóri hafði málið til rannsóknar en maðurinn var grunaður um að hafa vantalið tekjuskatt árið 2014, 2015 og 2016. Um var að ræða rúmar fjórar milljónir króna fyrsta árið, yfir sjö milljónir króna það næsta og tæplega tvær milljónir síðasta árið. Samanlagt 13,5 milljónir króna. Var það niðurstaða skattrannsóknarstjóra að karlmaðurinn hefði vantalið tekjur vegna veðmála á erlendum veðmálasíðum og ekki gert grein fyrir erlendum bankareikningi á innsendum skattframtölum.Sagðist telja tekjurnar skattfrjálsar Maðurinn bar fyrir sig að hafa talið að tekjur hans af veðmálum væru gjaldfrjálsar. Hann viðurkenndi að hafa verið með erlendan bankareikning sem hefði verið notaður í tengslum við veðmál á netinu. Hann sagðist ekki geta afhent yfirlit yfir reikninginn þar sem hann væri búinn „slaufa“ þessu öllu. Hann játaði að hafa verið með erlent greiðslukort sem hefði verið tengt umræddum bankareikningi og að tekjurnar sem hefðu komið inn á bankareikninginn hefðu verið ávinningur af fjárhættuspilum. Í skýrslu skattrannsóknarstjóra kemur fram að maðurinn fékk 4,6 milljónir króna frá erlendu fyrirtæki inn á bankareikning sinn árið 2014 og 2015. Þá hefði hann tekið tæplega níu milljónir króna út með erlendu greiðslukorti á Íslandi á árunum 2014-2016. Að undangengnum útreikningi um skiptingu greiðslu tekjuskatts til ríkisins og útsvars til sveitarfélags varð niðurstaðan að veðmálaspilarinn skildi greiða íslenska ríkinu 5,1 milljón króna og Kópavogsbæ 3,1 milljón króna.
Fjárhættuspil Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira