Bíllinn ber heitið Cybertruck, er rafdrifinn og klæddur með ryðfríu stáli. „Líkist helst brynvörðum framtíðarbíl,“ eins og greinandi Guardian kemst að orði. Pallbílar eru mest seldu bílarnir í Norður-Ameríku og er Cybertruck fyrsta tilraun Tesla til að hasla sér völl á þeim markaði.
Elon Musk's one more thing at the Tesla #Cybertruck event...an ATV pic.twitter.com/3fP245mZSr
— Mashable (@mashable) November 22, 2019
Ef marka má kynninguna í gær þá á ódýrasta útgáfa Cybertruck að vera sex sæta og um 6 sekúndur að ná 100 kílómetra hraða, með rúmlega 3,5 tonna dráttargetu og næstum 1600 kílóa burðargetu. Hann er afturhjóladrifinn og á að geta komist rúmlega 400 kílómetra á einni hleðslu. Ódýrasta útgáfan kostar frá 39,900 bandaríkjadölum, tæplega 5 milljónum króna á gengi dagsins í dag, og er forsalan þegar hafin.
Musk áætlar að afhending bílanna geti farið fram árið 2021 en sérfræðingar taka þeirri tímasetningu með fyrirvara. Tesla hafi áður átt erfitt með að standa við loforð í þessum efnum.

„Guð minn fokking góður,“ sagði Musk. „Þetta þýðir víst bara að það sé svigrúm til bætinga.“
Samantekt tækniritsins The Verge af fundi gærkvöldsins má sjá hér að neðan. Nánari upplýsingar um Cybertruck má nálgast á vef Tesla.