Vilja einfalda ferli hjónaskilnaðar fyrir þolendur ofbeldis Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Jón Steindór segir sáttameðferð við skilnað getta oft verið tilgangslausa nauðung. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Átta þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um hraðari málsmeðferð hjónaskilnaða og bætta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis. Í vikunni gaf Þjóðskrá út tölur yfir hjónavígslur og skilnaði á árinu. Vígslurnar voru alls 3.150 og skilnaðir 1.099, eða um 35 prósent. Ofbeldi í samböndum er algeng ástæða fyrir skilnaði. Í rannsókn frá árinu 2008 kom í ljós að 20 prósent kvenna sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka á lífsleiðinni. Jón Steindór Valdimarsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, segir að núverandi hjúskaparlöggjöf sé tafsöm og ekki til þess fallin að hjálpa þolendum. Í tillögunni eru nefnd nokkur atriði sem þyrfti að kanna og breyta. Þá vanti einnig mannafla til að mál af þessu tagi geti gengið hraðar fyrir sig í kerfinu. Jón Steindór hefur áður lagt fram frumvarp um bætt réttindi fyrir þolendur við hjónaskilnað. „Nú virkar kerfið þannig að sá sem beitir ofbeldinu þarf að játa það, jafnvel þó að hann hafi hlotið dóm,“ segir hann og telur að ferlið sjálft geti verið kúgunartæki. „Þegar um er að ræða ofbeldissambönd, líkamleg eða andleg, þá hættir ofbeldið ekki þegar þolandi reynir að losna undan því með skilnaði. Gerendur halda tökunum á þolanda með því að tefja og nýta alla möguleika til þess.“ Skilyrði um sáttaumleitanir eru nú í lögum en Jón Steindór telur að báðir aðilar verði að vera sammála um að reyna þær leiðir. Nauðung sé fyrir þolendur að taka þátt í þessu og oft tilgangslaust. Sáttameðferð og sáttavottorð eru annaðhvort gefin út af trúfélögum eða sýslumönnum. Árið 2011 undirritaði Ísland Istanbúlsamning Evrópuráðsins um forvarnir gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi og var hann fullgiltur á síðasta ári. Í honum er bann lagt við skyldubundinni málsmeðferð, svo sem sáttameðferðum. Í þingsályktunartillögu þingmannanna átta er einnig lagt til að gjafsóknarskilyrði verði rýmkuð. Samkvæmt Jóni Steindóri er það vegna þess að fólk sem stendur í skilnaði sé í millibilsástandi og oft ekki aflögufært. Sérstaklega á þetta við um þolendur heimilisofbeldis, sem séu í mörgum tilvikum konur sem eiga engan annan kost en að flýja í Kvennaathvarfið. „Grunnhugsunin er sú að fólk gangi í hjónaband af fúsum og frjálsum vilja og ef fólk vill slíta hjúskap á að leggja sem fæsta steina í þá götu,“ segir hann og segist jafnframt eiga von á breiðum stuðningi í þinginu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Átta þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um hraðari málsmeðferð hjónaskilnaða og bætta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis. Í vikunni gaf Þjóðskrá út tölur yfir hjónavígslur og skilnaði á árinu. Vígslurnar voru alls 3.150 og skilnaðir 1.099, eða um 35 prósent. Ofbeldi í samböndum er algeng ástæða fyrir skilnaði. Í rannsókn frá árinu 2008 kom í ljós að 20 prósent kvenna sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka á lífsleiðinni. Jón Steindór Valdimarsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, segir að núverandi hjúskaparlöggjöf sé tafsöm og ekki til þess fallin að hjálpa þolendum. Í tillögunni eru nefnd nokkur atriði sem þyrfti að kanna og breyta. Þá vanti einnig mannafla til að mál af þessu tagi geti gengið hraðar fyrir sig í kerfinu. Jón Steindór hefur áður lagt fram frumvarp um bætt réttindi fyrir þolendur við hjónaskilnað. „Nú virkar kerfið þannig að sá sem beitir ofbeldinu þarf að játa það, jafnvel þó að hann hafi hlotið dóm,“ segir hann og telur að ferlið sjálft geti verið kúgunartæki. „Þegar um er að ræða ofbeldissambönd, líkamleg eða andleg, þá hættir ofbeldið ekki þegar þolandi reynir að losna undan því með skilnaði. Gerendur halda tökunum á þolanda með því að tefja og nýta alla möguleika til þess.“ Skilyrði um sáttaumleitanir eru nú í lögum en Jón Steindór telur að báðir aðilar verði að vera sammála um að reyna þær leiðir. Nauðung sé fyrir þolendur að taka þátt í þessu og oft tilgangslaust. Sáttameðferð og sáttavottorð eru annaðhvort gefin út af trúfélögum eða sýslumönnum. Árið 2011 undirritaði Ísland Istanbúlsamning Evrópuráðsins um forvarnir gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi og var hann fullgiltur á síðasta ári. Í honum er bann lagt við skyldubundinni málsmeðferð, svo sem sáttameðferðum. Í þingsályktunartillögu þingmannanna átta er einnig lagt til að gjafsóknarskilyrði verði rýmkuð. Samkvæmt Jóni Steindóri er það vegna þess að fólk sem stendur í skilnaði sé í millibilsástandi og oft ekki aflögufært. Sérstaklega á þetta við um þolendur heimilisofbeldis, sem séu í mörgum tilvikum konur sem eiga engan annan kost en að flýja í Kvennaathvarfið. „Grunnhugsunin er sú að fólk gangi í hjónaband af fúsum og frjálsum vilja og ef fólk vill slíta hjúskap á að leggja sem fæsta steina í þá götu,“ segir hann og segist jafnframt eiga von á breiðum stuðningi í þinginu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira