Mandi pizza í stað Nonnabita Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 12:00 Mandi opnar pizzustað í húsnæðinu sem áður hýsti Nonnabita. Vísir/SKH „Því ég elska pizzu,“ segir Hlal Jarah, eigandi sýrlensku veitingastaðakeðjunnar Mandi, aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að færa út kvíarnar og opna pizzustað. Mandi hefur tryggt sér rýmið sem áður hýsti Nonnabita í Hafnarstræti og losnaði í lok september, og segir Hlal að stefnan sé sett á að opna pizzustaðinn, sem mun einfaldlega heita Mandi pizza, á næstu vikum - vonandi strax í desember. Mandi, sem sérhæfir sig í sýrlenskri matargerð, hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsta útibú staðarins opnaði við Veltusund árið 2011. Þannig skilaði Halal ehf., sem heldur utan um reksturinn, 23 milljón króna hagnaði í fyrra sem þó var 44% samdráttur frá fyrra ári. Fyrrnefndur pizzustaður verður annað útibúið sem Mandi opnar í ár, en í sumar hóf veitingastaðurinn rekstur í Skeifunni þar sem Hlöllabáta var áður að finna. Hlal segir að það hafi þó ekki einvörðungu verið ást hans á pizzu sem hafi ráðið ákvörðuninni. Mandi hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir, bæði frá svöngum partýljónum og fjölskyldufólki í Skeifunni, um hvort ekki væri hægt að bæta pizzum við matseðilinn. Það hafi hugnast aðstandendum Mandi vel en þó hafi þau ekki viljað blanda pizzugerð við núverandi starfsemi í Veltusundi og Skeifunni. Því hafi verið tekin ákvörðun um að opna sérstakt pizzuútibú í Hafnarstræti sem fyrr segir. Mandi pizza verður þó enginn hefðbundinn pizzustaður að sögn Hlal. Ætlunin sé að bjóða upp á flatbökur undir sýrlenskum áhrifum. „Bjóða upp á okkar bragð, frá Austurlöndum nær,“ segir Hlal og nefnir að líklega verði hægt að fá pizzu með kebabi. Hlöllarýmið í Hafnarstræti hefur verið tekið í gegn og verður í anda annarra Mandistaða að sögn Hlal. Til að mynda stendur til að vera með opið langt fram á nótt. Hér að neðan má sjá viðtal Útvarps 101 við Hlal og eiginkonu hans, Iwonu Sochacka. Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41 Áhrif innflytjenda á íslenska matarmenningu mikil og jákvæð Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. 25. ágúst 2019 22:30 Mandi kemur í stað Hlölla í Skeifunni Skyndibitastaðurinn Mandi opnar á næstunni útibú í Skeifunni. 5. júní 2019 12:30 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
„Því ég elska pizzu,“ segir Hlal Jarah, eigandi sýrlensku veitingastaðakeðjunnar Mandi, aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að færa út kvíarnar og opna pizzustað. Mandi hefur tryggt sér rýmið sem áður hýsti Nonnabita í Hafnarstræti og losnaði í lok september, og segir Hlal að stefnan sé sett á að opna pizzustaðinn, sem mun einfaldlega heita Mandi pizza, á næstu vikum - vonandi strax í desember. Mandi, sem sérhæfir sig í sýrlenskri matargerð, hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsta útibú staðarins opnaði við Veltusund árið 2011. Þannig skilaði Halal ehf., sem heldur utan um reksturinn, 23 milljón króna hagnaði í fyrra sem þó var 44% samdráttur frá fyrra ári. Fyrrnefndur pizzustaður verður annað útibúið sem Mandi opnar í ár, en í sumar hóf veitingastaðurinn rekstur í Skeifunni þar sem Hlöllabáta var áður að finna. Hlal segir að það hafi þó ekki einvörðungu verið ást hans á pizzu sem hafi ráðið ákvörðuninni. Mandi hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir, bæði frá svöngum partýljónum og fjölskyldufólki í Skeifunni, um hvort ekki væri hægt að bæta pizzum við matseðilinn. Það hafi hugnast aðstandendum Mandi vel en þó hafi þau ekki viljað blanda pizzugerð við núverandi starfsemi í Veltusundi og Skeifunni. Því hafi verið tekin ákvörðun um að opna sérstakt pizzuútibú í Hafnarstræti sem fyrr segir. Mandi pizza verður þó enginn hefðbundinn pizzustaður að sögn Hlal. Ætlunin sé að bjóða upp á flatbökur undir sýrlenskum áhrifum. „Bjóða upp á okkar bragð, frá Austurlöndum nær,“ segir Hlal og nefnir að líklega verði hægt að fá pizzu með kebabi. Hlöllarýmið í Hafnarstræti hefur verið tekið í gegn og verður í anda annarra Mandistaða að sögn Hlal. Til að mynda stendur til að vera með opið langt fram á nótt. Hér að neðan má sjá viðtal Útvarps 101 við Hlal og eiginkonu hans, Iwonu Sochacka.
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41 Áhrif innflytjenda á íslenska matarmenningu mikil og jákvæð Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. 25. ágúst 2019 22:30 Mandi kemur í stað Hlölla í Skeifunni Skyndibitastaðurinn Mandi opnar á næstunni útibú í Skeifunni. 5. júní 2019 12:30 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41
Áhrif innflytjenda á íslenska matarmenningu mikil og jákvæð Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. 25. ágúst 2019 22:30
Mandi kemur í stað Hlölla í Skeifunni Skyndibitastaðurinn Mandi opnar á næstunni útibú í Skeifunni. 5. júní 2019 12:30