Þrjú þúsund fleiri á atvinnuleysisskrá en í fyrra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2019 19:30 Atvinnuleysi fer ört vaxandi en þrjú þúsund fleiri eru á atvinnuleysisskrá nú en á sama tíma í fyrra. Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. Tuttugu manns misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í dag en um níutíu starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá bankanum á árinu. Þeir eru hluti af fjölmörgum félögum í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja sem misst hafa vinnuna á árinu. „Stærstu uppsagnirnar eru hjá Arion banka og svo Íslandsbanka, samtals á þessu ári, en það hefur verið líka hjá dótturfyrirtækjunum sem að bankarnir eiga,“ segir Friðbert Traustason formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.VísirFriðbert segir um fimm hundruð og fimmtíu manns hafi misst vinnuna í fjármálafyrirtækjum frá árinu 20015. Árið í ár slái þó öll met frá hruni. „Það hefur ekki verið svona slæmt frá því 2008, í október og nóvember 2008, þegar að það voru um 700 manns sem misstu vinnuna í kjölfar hrunsins en þetta er langmesta sem við höfum séð á einu ári,“ segir Friðbert. Hann segir misjafnt hversu vel fólki gangi að finna vinnu á ný en það reynist eldra fólki oft erfitt. „Þeir sem eru með mikla menntun á fjármálasviði og upplýsingatækni þeim gengur yfirleitt vel en það er alltaf þessi erfiði hópur sem er á aldrinum fimmtíu og fimm plús mínus og hafa gert þjónustustörf að ævistarfi og eru kannski ekki með mikla formlega menntun en mjög mikla reynslu. Þeim gengur alltaf jafn illa á vinnumarkaðnum,“ segir Friðbert. Þá segir hann hljóðið í sínum félagsmönnum frekar þungt þessa dagana. „Það er ótti og kvíði og á köflum reiði yfir því að vera með þetta stanslausa hagræðingartal yfir sér,“ segir Friðbert. Um sjö þúsund og sjö hundruð manns eru nú á atvinnuleysisskrá. „Það hefur fjölgað á atvinnuleysisskrá töluvert hratt núna á þessu ári. Kannski mest áberandi í kjölfarið á falli WOW í vor. Þá tók það mikið stökk og það hefur fjölgað um þrjú þúsund manns sem er auðvitað töluvert mikið.,“ segir Karl Sigurðsson sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Tuttugu misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í morgun Fækkað hefur um níutíu starfsmann á árinu hjá bankanum. 20. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Atvinnuleysi fer ört vaxandi en þrjú þúsund fleiri eru á atvinnuleysisskrá nú en á sama tíma í fyrra. Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. Tuttugu manns misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í dag en um níutíu starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá bankanum á árinu. Þeir eru hluti af fjölmörgum félögum í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja sem misst hafa vinnuna á árinu. „Stærstu uppsagnirnar eru hjá Arion banka og svo Íslandsbanka, samtals á þessu ári, en það hefur verið líka hjá dótturfyrirtækjunum sem að bankarnir eiga,“ segir Friðbert Traustason formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.VísirFriðbert segir um fimm hundruð og fimmtíu manns hafi misst vinnuna í fjármálafyrirtækjum frá árinu 20015. Árið í ár slái þó öll met frá hruni. „Það hefur ekki verið svona slæmt frá því 2008, í október og nóvember 2008, þegar að það voru um 700 manns sem misstu vinnuna í kjölfar hrunsins en þetta er langmesta sem við höfum séð á einu ári,“ segir Friðbert. Hann segir misjafnt hversu vel fólki gangi að finna vinnu á ný en það reynist eldra fólki oft erfitt. „Þeir sem eru með mikla menntun á fjármálasviði og upplýsingatækni þeim gengur yfirleitt vel en það er alltaf þessi erfiði hópur sem er á aldrinum fimmtíu og fimm plús mínus og hafa gert þjónustustörf að ævistarfi og eru kannski ekki með mikla formlega menntun en mjög mikla reynslu. Þeim gengur alltaf jafn illa á vinnumarkaðnum,“ segir Friðbert. Þá segir hann hljóðið í sínum félagsmönnum frekar þungt þessa dagana. „Það er ótti og kvíði og á köflum reiði yfir því að vera með þetta stanslausa hagræðingartal yfir sér,“ segir Friðbert. Um sjö þúsund og sjö hundruð manns eru nú á atvinnuleysisskrá. „Það hefur fjölgað á atvinnuleysisskrá töluvert hratt núna á þessu ári. Kannski mest áberandi í kjölfarið á falli WOW í vor. Þá tók það mikið stökk og það hefur fjölgað um þrjú þúsund manns sem er auðvitað töluvert mikið.,“ segir Karl Sigurðsson sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Tuttugu misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í morgun Fækkað hefur um níutíu starfsmann á árinu hjá bankanum. 20. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00
7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38
Tuttugu misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í morgun Fækkað hefur um níutíu starfsmann á árinu hjá bankanum. 20. nóvember 2019 11:14