Langþráð markmið næst með lagningu rafmagns í Langadal og Bása Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2019 12:01 Frá framkvæmdunum á leiðinni inn í Langadal. Ferðafélag Íslands Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarið við lagningu rafmagns í Langadal og Bása í Þórsmörk. Fyrir vikið verða ekki lengur brenndir þúsundir lítra af olíu á þessum vinsæla ferðamannastað. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ferðalangar hafa kost á gistingu á þremur stöðum í Þórsmörk. Húsadal, Langadal og Básum. Átta ár eru síðan rafmagn var leitt í Húsadal, sem stendur næstur mannabyggðum, og síðan hafa forsvarsmenn ferðafélaganna sem halda úti skálunum í Langadal og Básum látið sig dreyma um að fá rafmagn þangað.Þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna sækja Þórsmörk heim á hverju sumri.Ferðafélag ÍslandsStefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála hjá Ferðafélagi Íslands sem rekur skálann í Langadal, segir verksummerki og rask vegna framkvæmdanna með ólíkindum lítil. Jarðýtur á afar stórum beltum hafa verið notaðar og telur Stefán Jökull að verksummerki verði nánast ósjáanleg þegar frost fari úr jörðu. Framkvæmdakostnaður Ferðafélags Íslands nemur rúmum fjórum milljónum króna og giskar Stefán Jökull á að kostnaður Útivistar, sem rekur skála í Básum, sambærilegan. Ferðafélögin nýta framkvæmdirnar til að leggja nýja vatnslögn auk þess sem til stendur að hefja framkvæmdir við endurbyggingu skálans í Langadal sumarið 2021.Stefán Jökull segir framkvæmdir við Skagfjörðsskála á döfinni árið 2021. Undirbúningsvinna sé hafin.Vísir/VilhelmFerðafélögin eru ekki rekin í hagnaðarskyni og taka þau ekki lán fyrir framkvæmdum. Stefán Jökull segir það útskýra hvers vegna framkvæmdir á borð við þessar taki sinn tíma.En hvaða þýðingu hafa þessar framkvæmdir? „Þýðingin er talsvert mikil í því samhengi að við erum að fara að spara okkur talsvert margar ferðir með gas og annað inn í Þórsmörk. Við erum að fara að spara okkur um sex þúsund lítra af olíu sem við höfum notað til kyndingu á húsunum,“ segir Stefán Jökull. Þó breytingin sé verulega umhverfisvæn mun hún ekki hafa meiriháttaráhrif á gesti í Þórsmörk að sögn Stefáns Jökuls. „Það verður eðlilega hægt að hlaða síma, myndavélar og önnur tæki sem hefur verið erfitt hingað til því allt hefur verið rekið á tólf volta rafmagni úr sólarsellum. Lýsingin verður eðlilega talsvert betri og síðan verður mun jafnari hiti í húsunum og þægilegri aðkoma að öllu.“ Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Umhverfismál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarið við lagningu rafmagns í Langadal og Bása í Þórsmörk. Fyrir vikið verða ekki lengur brenndir þúsundir lítra af olíu á þessum vinsæla ferðamannastað. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ferðalangar hafa kost á gistingu á þremur stöðum í Þórsmörk. Húsadal, Langadal og Básum. Átta ár eru síðan rafmagn var leitt í Húsadal, sem stendur næstur mannabyggðum, og síðan hafa forsvarsmenn ferðafélaganna sem halda úti skálunum í Langadal og Básum látið sig dreyma um að fá rafmagn þangað.Þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna sækja Þórsmörk heim á hverju sumri.Ferðafélag ÍslandsStefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála hjá Ferðafélagi Íslands sem rekur skálann í Langadal, segir verksummerki og rask vegna framkvæmdanna með ólíkindum lítil. Jarðýtur á afar stórum beltum hafa verið notaðar og telur Stefán Jökull að verksummerki verði nánast ósjáanleg þegar frost fari úr jörðu. Framkvæmdakostnaður Ferðafélags Íslands nemur rúmum fjórum milljónum króna og giskar Stefán Jökull á að kostnaður Útivistar, sem rekur skála í Básum, sambærilegan. Ferðafélögin nýta framkvæmdirnar til að leggja nýja vatnslögn auk þess sem til stendur að hefja framkvæmdir við endurbyggingu skálans í Langadal sumarið 2021.Stefán Jökull segir framkvæmdir við Skagfjörðsskála á döfinni árið 2021. Undirbúningsvinna sé hafin.Vísir/VilhelmFerðafélögin eru ekki rekin í hagnaðarskyni og taka þau ekki lán fyrir framkvæmdum. Stefán Jökull segir það útskýra hvers vegna framkvæmdir á borð við þessar taki sinn tíma.En hvaða þýðingu hafa þessar framkvæmdir? „Þýðingin er talsvert mikil í því samhengi að við erum að fara að spara okkur talsvert margar ferðir með gas og annað inn í Þórsmörk. Við erum að fara að spara okkur um sex þúsund lítra af olíu sem við höfum notað til kyndingu á húsunum,“ segir Stefán Jökull. Þó breytingin sé verulega umhverfisvæn mun hún ekki hafa meiriháttaráhrif á gesti í Þórsmörk að sögn Stefáns Jökuls. „Það verður eðlilega hægt að hlaða síma, myndavélar og önnur tæki sem hefur verið erfitt hingað til því allt hefur verið rekið á tólf volta rafmagni úr sólarsellum. Lýsingin verður eðlilega talsvert betri og síðan verður mun jafnari hiti í húsunum og þægilegri aðkoma að öllu.“
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Umhverfismál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira