Gerðu umfangsmiklar árásir á Írana í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2019 11:57 Herinn segir einnig að þegar loftvarnir Sýrlands voru notaðar til að skjóta á orrustuþotur Ísrael hafi verið skotið á þær einnig. Þar hafi um sex skotmörk verið að ræða. EPA/ABIR SULTAN Her Ísraels segist hafa gert árásir á fjölda skotmarka í Sýrlandi í nótt. Þær hafi beinst gegn sveitum Írana sem hafi skotið eldflaugum að Ísrael í gær. Skotmörkin voru nærri Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og í Gólanhæðum. Eftirlitsaðilar segja minnst ellefu hafa látið lífið, þar af hafi sjö líklega verið frá Íran. Ísraelsher segist hafa skotið niður fjórar eldflaugar sem skotið hafi verið að Ísrael frá Sýrlandi í gær. Því hafi árásirnar verið gerðar í nótt og nú séu þeir undirbúnir fyrir frekari aðgerðir Írana í hefndarskyni.„Ég hef sagt að ef einhver skaði okkur, munum við skaða hann,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael í morgun. Skotmörkin sem um ræðir eru sögð tengjast Uppreisnarvörðum Íran og eitt skotmarkið var á alþjóðaflugvelli Damaskus en Ísraelar segja þá aðstöðu hafa verið notaða til að flytja vopn og annan búnað frá Íran til Sýrlands og annarra ríkja á svæðinu.Herinn segir einnig að þegar loftvarnir Sýrlands voru notaðar til að skjóta á orrustuþotur Ísrael hafi verið skotið á þær einnig. Þar hafi um sex skotmörk verið að ræða. Ísraelar hafa lengi gert fjölmargar árásir í Sýrlandi sem beinast gegn Írönum þar en í flestum tilfellum tjá þeir sig ekki um árásirnar. Mörgum þeirra árása er ætlað að sporna gegn vopnasendingum til Hezbollah, sem Íranar styðja. Þá hafa þeir varað Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að skjóta á orrustuþotur Ísrael.We hold the Syrian regime responsible for the actions that take place in Syrian territory and warn them against allowing further attacks against Israel. We will continue operating firmly and for as long as necessary against the Iranian entrenchment in Syria. — Israel Defense Forces (@IDF) November 20, 2019 Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir að minnst ellefu hafi fallið í árás Ísrael og sjö þeirra hafi verið erlendir. Yfirvöld Sýrlands segja hins vegar að tveir borgarar hafi fallið og að flestar eldflaugar Ísrael hafi verið skotnar niður. Nokkrir hafi særst í árásunum. „Skilaboð okkar til leiðtoga Íran eru einföld,“ sagði Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísrael. „Þið eruð ekki ónæmir lengur. Hvert sem þið sendið kolkrabba-arma ykkar, þá munum við höggva þá af.“ Hér má sjá myndband frá Damaskus í nótt sem sýnir loftvarnaeldflaug sem virðist falla til jarðar í borginni skömmu eftir skot. Times of Israel segir mögulegt að rekja megi mannfall meðal almennra borgara til þessa atviks. Ísrael Sýrland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Her Ísraels segist hafa gert árásir á fjölda skotmarka í Sýrlandi í nótt. Þær hafi beinst gegn sveitum Írana sem hafi skotið eldflaugum að Ísrael í gær. Skotmörkin voru nærri Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og í Gólanhæðum. Eftirlitsaðilar segja minnst ellefu hafa látið lífið, þar af hafi sjö líklega verið frá Íran. Ísraelsher segist hafa skotið niður fjórar eldflaugar sem skotið hafi verið að Ísrael frá Sýrlandi í gær. Því hafi árásirnar verið gerðar í nótt og nú séu þeir undirbúnir fyrir frekari aðgerðir Írana í hefndarskyni.„Ég hef sagt að ef einhver skaði okkur, munum við skaða hann,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael í morgun. Skotmörkin sem um ræðir eru sögð tengjast Uppreisnarvörðum Íran og eitt skotmarkið var á alþjóðaflugvelli Damaskus en Ísraelar segja þá aðstöðu hafa verið notaða til að flytja vopn og annan búnað frá Íran til Sýrlands og annarra ríkja á svæðinu.Herinn segir einnig að þegar loftvarnir Sýrlands voru notaðar til að skjóta á orrustuþotur Ísrael hafi verið skotið á þær einnig. Þar hafi um sex skotmörk verið að ræða. Ísraelar hafa lengi gert fjölmargar árásir í Sýrlandi sem beinast gegn Írönum þar en í flestum tilfellum tjá þeir sig ekki um árásirnar. Mörgum þeirra árása er ætlað að sporna gegn vopnasendingum til Hezbollah, sem Íranar styðja. Þá hafa þeir varað Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að skjóta á orrustuþotur Ísrael.We hold the Syrian regime responsible for the actions that take place in Syrian territory and warn them against allowing further attacks against Israel. We will continue operating firmly and for as long as necessary against the Iranian entrenchment in Syria. — Israel Defense Forces (@IDF) November 20, 2019 Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir að minnst ellefu hafi fallið í árás Ísrael og sjö þeirra hafi verið erlendir. Yfirvöld Sýrlands segja hins vegar að tveir borgarar hafi fallið og að flestar eldflaugar Ísrael hafi verið skotnar niður. Nokkrir hafi særst í árásunum. „Skilaboð okkar til leiðtoga Íran eru einföld,“ sagði Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísrael. „Þið eruð ekki ónæmir lengur. Hvert sem þið sendið kolkrabba-arma ykkar, þá munum við höggva þá af.“ Hér má sjá myndband frá Damaskus í nótt sem sýnir loftvarnaeldflaug sem virðist falla til jarðar í borginni skömmu eftir skot. Times of Israel segir mögulegt að rekja megi mannfall meðal almennra borgara til þessa atviks.
Ísrael Sýrland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira