Ábyrgð og ávöxtun líklegir förunautar Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. nóvember 2019 07:00 Gerir auknar kröfur um ófjárhagslegar upplýsingar í ársskýrslum fyrirtækja sem sjóðurinn á hlut í fbl/ernir „Ábyrgð og traust eru náskyld hugtök og það er okkar áskorun að ávinna okkur traust og viðhalda því með ábyrgum fjárfestingum. Og í því felst mikil áskorun. Ábyrgð í fjárfestingum snýst um að tileinka sér góð gildi, setja viðmið og taka umræðu á grundvelli þeirra. Okkar tiltrú er að ábyrg fjárfestingarstefna er einnig farsæl fjárfestingarstefna,“ segir Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs. Hann hélt undir lok síðasta mánaðar erindi á morgunfundi Fjármálaeftirlitsins um ábyrgar fjárfestingar undir yfirskriftinni „Að sýna ábyrgð“. Birta lífeyrissjóður er aðili að leiðbeinandi reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar og segir Ólafur að Birta nálgist ábyrgar fjárfestingar sem ákveðna hugmyndafræði. Þannig sé miðað að því að bæta umhverfis-, samfélags- og stjórnháttasjónarmiðum við hefðbundna fjárhagslega greiningu í því skyni að styðja við sjálfbæra þróun til lengri tíma. „Þá er ekki þar með sagt að við séum með staðlað matsblað með nákvæmum einkunnum fyrir hvern og einn þátt svona eins og það sé hægt að mæla ábyrgð með skorkorti. Ef við tökum fyrirtækið Össur sem dæmi þá teljum við að Össur stuðli að bættri vellíðan og heilbrigði í heiminum í samræmi við eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Við teljum að fyrirtækið sé rekið í sátt og samlyndi við starfsfólk, samfélagið og umhverfið á sama tíma og það hefur skilað okkur góðri arðsemi. Þá getum við metið sem svo að Össur sé ábyrg fjárfesting,“ segir Ólafur. Þá sé mikilvægur hluti af ábyrgri fjárfestingarstefnu að taka umræðu um mikilvæg mál er varða rekstur fyrirtækja. „Í leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja er ákvæði um að það skuli setja tilnefningarnefnd en það að vera ábyrgur felur ekki í sér að benda á eitt fyrirkomulag og segja að það sé hið eina rétta. Ábyrðin felst í að taka þátt í umræðu um tilnefningarnefndirnar og það sama gildir um starfskjarastefnu,“ segir Ólafur. Auk þess sé mikilvægt að leggja reglulega mat á hvort aðgerðir í átt að markmiðunum séu raunverulega til bóta en ekki einungis íþyngjandi.Árleg framleiðsla kísilversins PCC á Bakka við Húsavík á að nema 32 þúsund tonnum.Ólafur segir að unnið sé að því að bæta verklag við greiningu á ábyrgum fjárfestingum. Birta geri til að mynda kröfu um auknar ófjárhagslegar upplýsingar í ársskýrslum fyrirtækja sem sjóðurinn á hlutdeild í, svo fjárfestar og sjóðsfélagar geti metið hversu ábyrgur reksturinn er. Hægt sé að gera betur í þeim efnum og byggja þannig upp traust og tiltrú á ábyrgð. „Arðsemin getur verið góð og skuldastaðan sjálf bær en hin sjónarmiðin skipta ekki síður máli. Til dæmis minnkar áhætta og framlegð eykst þegar betur er hugað að umhverfissjónarmiðum. Þetta eru ekki mjúk mál og dæmin eru fjölmörg því til staðfestingar,“ segir Ólafur.Hefur Birta beitt sér með virkum hætti til að framfylgja stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar?„Við höfum tekið virkan þátt í umræðu um stjórnarhætti, starfskjarastefnu og ársreikninga í von um að það hafi jákvæð áhrif. Við höfum minnkað og aukið við hlut okkar í fyrirtækjum, eða hreinlega ekki fjárfest. Ef við skynjum að mannauðsmálum sé ábótavant teljum við það ekki áhættunnar virði að auka við hlut okkar eða yfirhöfuð fjárfesta,“ segir Ólafur.Þú bentir á að íslenskur sjávarútvegur falli vel að matskerfi Sameinuðu þjóðanna um ábyrgð og sjálf bæra þróun. Hefur afstaða þín breyst eitthvað eftir umræðu síðustu daga? „Síður en svo, allur atvinnurekstur verður að standast vistfræðilega, samfélagslega og efnahagslega skoðun og matsþættir Sameinuðu þjóðanna ganga út á það. Sjávarútvegurinn hefur minnkað losun gróðurhúsalofttegunda um 43 prósent frá 1990 til 2014 og sóknin byggir á rannsóknum á stofnstærð og sjálfbærri nýtingu. Ég benti einmitt á að þrátt fyrir að vistfræðileg skilyrði teldust vera í lagi væru samfélags- og hagrænu áhrifin eftir sem áður mjög umdeild. Að tekist er reglulega á um auðlindagjaldið og byggðaáhrif sem tilflutningur á kvóta hefur í för með sér svo dæmi sé tekið um samfélagsþáttinn,“ segir Ólafur „Þá sýna dæmin að það er eftir sem áður jafn mikilvægt að áhættumeta stjórnarhætti og minnir okkur bara á það hversu mikilvægt stjórnháttamatið er í fjárfestingarferlinu. Eigendastefna okkar kveður á um það að við eigum að hafa jákvæð samskipti við fyrirtæki um stjórnarhætti. Guðmundur í Brimi verður bara að sætta sig við það að stofnanafjárfestar hafi skoðanir á stjórnarháttum þó að hann telji að það þoli ekki skoðun.“Kísilverið í samræmi við stefnuna Birta lífeyrissjóður er á meðal fjárfesta í kísilveri PCC á Bakka sem hvarfar báxít við kol til að framleiða kísil, og koltvísýring sem hliðarafurð. Ólafur segir að fjárfestingin sé í samræmi við hugmyndafræði Birtu. „Kísilverið hefur kannski þá ímynd í huga sumra að vera eldspúandi vond fjárfesting en aftur á móti hafa margir þá framtíðarsýn að sólarsellur verði þáttur í umhverfisvænni orkuframleiðslu. Ef það verður þörf á kísli í framtíðinni þá þarf einhver að framleiða hann. Rekstrarskilyrðin á fyrsta árinu hafa verið erfið en áformin eru góð. Það er verið að búa til hátækniframleiðslu í byggðarlagi sem var veikt fyrir og við vitum ekki betur en að kísilverið hafi haft mjög jákvæð áhrif á samfélagið á Húsavík,“ segir Ólafur og nefnir að kísilverið hafi gengist undir umhverfismat og fái raforku frá Þeistareykjavirkjun sem einnig hafi gengist undir umhverfismat. „Þegar búið er að umhverfismeta starfsemina og veita starfsleyfi þá getum við litið svo á að búið sé að gera úttekt á umhverfissjónarmiðum. Og þá mun það koma í ljós hver arðsemin verður,“ segir Ólafur og setur kolefnisútblásur kísilversins í samhengi við útblástur flugfélaga. „Ef við viljum taka þátt í því á alþjóðavísu að búa til betra samfélag þá er spurning um hvernig við metum þennan kost samanborið við flugsamgöngur. Útblástur kísilversins er álíka mikill og útblástur af tveimur flugferðum, fram og til baka, til Bandaríkjanna,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Sjávarútvegur Stóriðja Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
„Ábyrgð og traust eru náskyld hugtök og það er okkar áskorun að ávinna okkur traust og viðhalda því með ábyrgum fjárfestingum. Og í því felst mikil áskorun. Ábyrgð í fjárfestingum snýst um að tileinka sér góð gildi, setja viðmið og taka umræðu á grundvelli þeirra. Okkar tiltrú er að ábyrg fjárfestingarstefna er einnig farsæl fjárfestingarstefna,“ segir Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs. Hann hélt undir lok síðasta mánaðar erindi á morgunfundi Fjármálaeftirlitsins um ábyrgar fjárfestingar undir yfirskriftinni „Að sýna ábyrgð“. Birta lífeyrissjóður er aðili að leiðbeinandi reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar og segir Ólafur að Birta nálgist ábyrgar fjárfestingar sem ákveðna hugmyndafræði. Þannig sé miðað að því að bæta umhverfis-, samfélags- og stjórnháttasjónarmiðum við hefðbundna fjárhagslega greiningu í því skyni að styðja við sjálfbæra þróun til lengri tíma. „Þá er ekki þar með sagt að við séum með staðlað matsblað með nákvæmum einkunnum fyrir hvern og einn þátt svona eins og það sé hægt að mæla ábyrgð með skorkorti. Ef við tökum fyrirtækið Össur sem dæmi þá teljum við að Össur stuðli að bættri vellíðan og heilbrigði í heiminum í samræmi við eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Við teljum að fyrirtækið sé rekið í sátt og samlyndi við starfsfólk, samfélagið og umhverfið á sama tíma og það hefur skilað okkur góðri arðsemi. Þá getum við metið sem svo að Össur sé ábyrg fjárfesting,“ segir Ólafur. Þá sé mikilvægur hluti af ábyrgri fjárfestingarstefnu að taka umræðu um mikilvæg mál er varða rekstur fyrirtækja. „Í leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja er ákvæði um að það skuli setja tilnefningarnefnd en það að vera ábyrgur felur ekki í sér að benda á eitt fyrirkomulag og segja að það sé hið eina rétta. Ábyrðin felst í að taka þátt í umræðu um tilnefningarnefndirnar og það sama gildir um starfskjarastefnu,“ segir Ólafur. Auk þess sé mikilvægt að leggja reglulega mat á hvort aðgerðir í átt að markmiðunum séu raunverulega til bóta en ekki einungis íþyngjandi.Árleg framleiðsla kísilversins PCC á Bakka við Húsavík á að nema 32 þúsund tonnum.Ólafur segir að unnið sé að því að bæta verklag við greiningu á ábyrgum fjárfestingum. Birta geri til að mynda kröfu um auknar ófjárhagslegar upplýsingar í ársskýrslum fyrirtækja sem sjóðurinn á hlutdeild í, svo fjárfestar og sjóðsfélagar geti metið hversu ábyrgur reksturinn er. Hægt sé að gera betur í þeim efnum og byggja þannig upp traust og tiltrú á ábyrgð. „Arðsemin getur verið góð og skuldastaðan sjálf bær en hin sjónarmiðin skipta ekki síður máli. Til dæmis minnkar áhætta og framlegð eykst þegar betur er hugað að umhverfissjónarmiðum. Þetta eru ekki mjúk mál og dæmin eru fjölmörg því til staðfestingar,“ segir Ólafur.Hefur Birta beitt sér með virkum hætti til að framfylgja stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar?„Við höfum tekið virkan þátt í umræðu um stjórnarhætti, starfskjarastefnu og ársreikninga í von um að það hafi jákvæð áhrif. Við höfum minnkað og aukið við hlut okkar í fyrirtækjum, eða hreinlega ekki fjárfest. Ef við skynjum að mannauðsmálum sé ábótavant teljum við það ekki áhættunnar virði að auka við hlut okkar eða yfirhöfuð fjárfesta,“ segir Ólafur.Þú bentir á að íslenskur sjávarútvegur falli vel að matskerfi Sameinuðu þjóðanna um ábyrgð og sjálf bæra þróun. Hefur afstaða þín breyst eitthvað eftir umræðu síðustu daga? „Síður en svo, allur atvinnurekstur verður að standast vistfræðilega, samfélagslega og efnahagslega skoðun og matsþættir Sameinuðu þjóðanna ganga út á það. Sjávarútvegurinn hefur minnkað losun gróðurhúsalofttegunda um 43 prósent frá 1990 til 2014 og sóknin byggir á rannsóknum á stofnstærð og sjálfbærri nýtingu. Ég benti einmitt á að þrátt fyrir að vistfræðileg skilyrði teldust vera í lagi væru samfélags- og hagrænu áhrifin eftir sem áður mjög umdeild. Að tekist er reglulega á um auðlindagjaldið og byggðaáhrif sem tilflutningur á kvóta hefur í för með sér svo dæmi sé tekið um samfélagsþáttinn,“ segir Ólafur „Þá sýna dæmin að það er eftir sem áður jafn mikilvægt að áhættumeta stjórnarhætti og minnir okkur bara á það hversu mikilvægt stjórnháttamatið er í fjárfestingarferlinu. Eigendastefna okkar kveður á um það að við eigum að hafa jákvæð samskipti við fyrirtæki um stjórnarhætti. Guðmundur í Brimi verður bara að sætta sig við það að stofnanafjárfestar hafi skoðanir á stjórnarháttum þó að hann telji að það þoli ekki skoðun.“Kísilverið í samræmi við stefnuna Birta lífeyrissjóður er á meðal fjárfesta í kísilveri PCC á Bakka sem hvarfar báxít við kol til að framleiða kísil, og koltvísýring sem hliðarafurð. Ólafur segir að fjárfestingin sé í samræmi við hugmyndafræði Birtu. „Kísilverið hefur kannski þá ímynd í huga sumra að vera eldspúandi vond fjárfesting en aftur á móti hafa margir þá framtíðarsýn að sólarsellur verði þáttur í umhverfisvænni orkuframleiðslu. Ef það verður þörf á kísli í framtíðinni þá þarf einhver að framleiða hann. Rekstrarskilyrðin á fyrsta árinu hafa verið erfið en áformin eru góð. Það er verið að búa til hátækniframleiðslu í byggðarlagi sem var veikt fyrir og við vitum ekki betur en að kísilverið hafi haft mjög jákvæð áhrif á samfélagið á Húsavík,“ segir Ólafur og nefnir að kísilverið hafi gengist undir umhverfismat og fái raforku frá Þeistareykjavirkjun sem einnig hafi gengist undir umhverfismat. „Þegar búið er að umhverfismeta starfsemina og veita starfsleyfi þá getum við litið svo á að búið sé að gera úttekt á umhverfissjónarmiðum. Og þá mun það koma í ljós hver arðsemin verður,“ segir Ólafur og setur kolefnisútblásur kísilversins í samhengi við útblástur flugfélaga. „Ef við viljum taka þátt í því á alþjóðavísu að búa til betra samfélag þá er spurning um hvernig við metum þennan kost samanborið við flugsamgöngur. Útblástur kísilversins er álíka mikill og útblástur af tveimur flugferðum, fram og til baka, til Bandaríkjanna,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Sjávarútvegur Stóriðja Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira