Vogabakki kaupir 40 prósent í Múrbúðinni Hörður Ægisson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Múrbúðin starfrækir byggingavöruverslanir í Reykjavík, Reykjanesbæ og í Hafnarfirði. Fbl/anton Fjárfestingarfélagið Vogabakki, sem er í eigu viðskiptafélaganna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar, hefur gengið frá kaupum á um 40 prósenta hlut í Múrbúðinni. Er félagið eftir viðskiptin stærsti einstaki hluthafi Múrbúðarinnar sem starfrækir þrjár verslanir í Reykjavík, Reykjanesbæ og í Hafnarfirði. Í samtali við Markaðinn staðfestir Árni kaupin en hann hefur jafnframt tekið við sem stjórnarformaður byggingavöruverslunarinnar. Á meðal seljenda var fagfjárfestasjóðurinn GAMMA: EQ1 sem er í stýringu GAMMA, dótturfélags Kviku banka, en sjóðurinn átti tæplega 26 prósenta hlut í Múrbúðinni. Samtals námu tekjur félagsins tæplega 940 milljónum króna í fyrra og minnkuðu um 23 milljónir frá árinu 2017. Hagnaður Múrbúðarinnar nam um 58 milljónum króna og hélst nánast óbreyttur á milli ára. Eigið fé fyrirtækisins var 188 milljónir í árslok 2018 og arðsemi eigin fjár á síðasta ári var því rúmlega 30 prósent. Eiginfjárhlutfall félagsins var um 43 prósent. Árni og Hallbjörn voru á sínum tíma aðaleigendur Húsasmiðjunnar, sem þá var stærsta byggingavöruverslun landsins, en seldu meirihluta sinn í fyrirtækinu árið 2005.Árni Hauksson, stjórnarformaður Múrbúðarinnar.Múrbúðin var stofnuð af Baldri Björnssyni og eiginkonu hans árið 2002 en hópur fjárfesta, undir forystu Páls Ólafssonar, fyrrverandi fjármálastjóra Coast í Bretlandi og starfsmanns Kaupþings um árabil, keypti 65 prósenta hlut í fyrirtækinu 2016 af Baldri. Árið síðar seldi Baldur jafnframt 35 prósenta hlut sinn í Múrbúðinni. Auk Vogabakka eru aðrir helstu hluthafar Múrbúðarinnar, í gegnum eignarhaldsfélagið MBFK, meðal annars félagið Vindhamar, sem er í eigu Kára Guðjóns Hallgrímssonar, stjórnanda á skuldabréfasviði fjárfestingarbankans JP Morgan í London, en það á rúmlega 22 prósenta hlut. Kári fjárfesti fyrr á þessu ári í fjárfestingarfélaginu Stoðum auk þess sem hann er hluthafi í hátæknifyrirtækinu Völku ásamt meðal annars þeim Árna og Hallbirni. Þá eiga þeir Jóhann Pétur Reyndal, fyrrverandi starfsmaður slitastjórnar Kaupþings og stjórnarmaður í Múrbúðinni, og Páll, sem jafnframt situr í stjórn byggingavöruverslunarinnar, hvor um sig um 14 prósenta hlut í fyrirtækinu. Fjárfestingarfélagið Vogabakki, sem er í jafnri eigu Árna og Hallbjörns, hagnaðist um 415 þúsund evrur í fyrra, jafnvirði 56 milljóna króna, borið saman við hagnað upp á rúmlega 2,2 milljónir evra á árinu 2017. Heildareignir félagsins námu 29 milljónum evra í árslok 2018 og eigið fé Vogabakka var um 24 milljónir evra. Eignir félagsins samanstanda einkum af eignarhlutum í öðrum félögum, sem eru bókfærðar á 18,7 milljónir evra, en þar munar langsamlega mest um skráð erlend hlutabréf að fjárhæð tæplega 14,8 milljónir evra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Fjárfestingarfélagið Vogabakki, sem er í eigu viðskiptafélaganna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar, hefur gengið frá kaupum á um 40 prósenta hlut í Múrbúðinni. Er félagið eftir viðskiptin stærsti einstaki hluthafi Múrbúðarinnar sem starfrækir þrjár verslanir í Reykjavík, Reykjanesbæ og í Hafnarfirði. Í samtali við Markaðinn staðfestir Árni kaupin en hann hefur jafnframt tekið við sem stjórnarformaður byggingavöruverslunarinnar. Á meðal seljenda var fagfjárfestasjóðurinn GAMMA: EQ1 sem er í stýringu GAMMA, dótturfélags Kviku banka, en sjóðurinn átti tæplega 26 prósenta hlut í Múrbúðinni. Samtals námu tekjur félagsins tæplega 940 milljónum króna í fyrra og minnkuðu um 23 milljónir frá árinu 2017. Hagnaður Múrbúðarinnar nam um 58 milljónum króna og hélst nánast óbreyttur á milli ára. Eigið fé fyrirtækisins var 188 milljónir í árslok 2018 og arðsemi eigin fjár á síðasta ári var því rúmlega 30 prósent. Eiginfjárhlutfall félagsins var um 43 prósent. Árni og Hallbjörn voru á sínum tíma aðaleigendur Húsasmiðjunnar, sem þá var stærsta byggingavöruverslun landsins, en seldu meirihluta sinn í fyrirtækinu árið 2005.Árni Hauksson, stjórnarformaður Múrbúðarinnar.Múrbúðin var stofnuð af Baldri Björnssyni og eiginkonu hans árið 2002 en hópur fjárfesta, undir forystu Páls Ólafssonar, fyrrverandi fjármálastjóra Coast í Bretlandi og starfsmanns Kaupþings um árabil, keypti 65 prósenta hlut í fyrirtækinu 2016 af Baldri. Árið síðar seldi Baldur jafnframt 35 prósenta hlut sinn í Múrbúðinni. Auk Vogabakka eru aðrir helstu hluthafar Múrbúðarinnar, í gegnum eignarhaldsfélagið MBFK, meðal annars félagið Vindhamar, sem er í eigu Kára Guðjóns Hallgrímssonar, stjórnanda á skuldabréfasviði fjárfestingarbankans JP Morgan í London, en það á rúmlega 22 prósenta hlut. Kári fjárfesti fyrr á þessu ári í fjárfestingarfélaginu Stoðum auk þess sem hann er hluthafi í hátæknifyrirtækinu Völku ásamt meðal annars þeim Árna og Hallbirni. Þá eiga þeir Jóhann Pétur Reyndal, fyrrverandi starfsmaður slitastjórnar Kaupþings og stjórnarmaður í Múrbúðinni, og Páll, sem jafnframt situr í stjórn byggingavöruverslunarinnar, hvor um sig um 14 prósenta hlut í fyrirtækinu. Fjárfestingarfélagið Vogabakki, sem er í jafnri eigu Árna og Hallbjörns, hagnaðist um 415 þúsund evrur í fyrra, jafnvirði 56 milljóna króna, borið saman við hagnað upp á rúmlega 2,2 milljónir evra á árinu 2017. Heildareignir félagsins námu 29 milljónum evra í árslok 2018 og eigið fé Vogabakka var um 24 milljónir evra. Eignir félagsins samanstanda einkum af eignarhlutum í öðrum félögum, sem eru bókfærðar á 18,7 milljónir evra, en þar munar langsamlega mest um skráð erlend hlutabréf að fjárhæð tæplega 14,8 milljónir evra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira