Vegagerðin hefur annars vegar lokað veginum um Fjarðarheiði og hins vegar veginum um Fagradal vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ekkert ferðaveður á svæðinu.
Vefmyndavél Vegagerðarinnar sýnir að vindstyrkur á Fjarðarheiði klukkan 22:20 hafi verið 25 metrar á sekúndu í austanátt. Á Fagradal var suðsuðaustan og 13 metrar á sekúndu klukkan 22:30 samkvæmt vefmyndavél.
Skyggni á báðum vegum virðist vera lítið sem ekkert vegna veðurs.
Fagridalur: Veginum hefur verið lokað vegna veðurs. Ekkert ferðaveður er á svæðinu. #lokað#færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 9, 2019
Fjarðarheiði: Veginum hefur verið lokað vegna veðurs. Ekkert ferðaveður er á svæðinu.#lokað#færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 9, 2019