Tónlist

Geta ekki beðið eftir því að spila í Hörpu

Tinni Sveinsson skrifar
Jack Lawrence-Brown og Harry McVeigh.
Jack Lawrence-Brown og Harry McVeigh. Vísir

Liðsmenn hljómsveitarinnar White Lies, Harry McVeigh söngvari og Jack Lawrence-Brown trommari, mættu í hljóðver X977 í dag og ræddu tónleika sína í Eldborgarsal Hörpu í kvöld.

Á tónleikunum ætlar sveitin að renna fyrstu plötu sinni, To Lose My Life, í gegn en nú eru liðin ellefu ár síðan sveitin kom fram á Iceland Airwaves og flutti einmitt lög af sömu plötu.

Þegar White Lies kom fram á Airwaves var hljómsveitin ennþá ný af nálinni en nokkrum mánuðum seinna náði hún toppnum í Bretlandi og vakti mikla athygli.

„Það er svo langt síðan við spiluðum hérna. Við erum búin að vera á tónleikaferðalagi og völdum að hafa tónleika á Íslandi í lokin sem einskonar verðlaun.“ 

Tónleikarnir fara fram í Hörpu klukkan átta og er hægt að nálgast miða hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.