Birta bar sigur úr býtum í undankeppninni hér heima í ágúst síðastliðnum. Birta sagði í viðtali eftir keppnina í ágúst að vegferð hennar í keppninni hefði verið ótrúleg. Hún hefði orðið fyrir kynþáttafordómum en hennar boðskapur væri sá að allir væru fallegir, sama hvernig þeir litu út.
Birta var ánægð með árangurinn ef marka má færslu sem hún birti á Instagram-reikningi sínum í nótt. „Þessi litli lúði hafnaði í topp tíu!“ skrifaði Birta kímin við mynd af sér í fullum fegurðardrottningarskrúða.
Turns out this litte dork made it to the top 10 !View this post on Instagram
A post shared by @ birta.abiba on Dec 8, 2019 at 8:58pm PST