Þurfum að vera undir stór barnaklámsmál búin Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. desember 2019 19:30 Íslensk löggjöf þarf að vera undir það búin að hér komi upp viðamikil barnaklámsmál, að sögn saksóknara. Það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa á síðustu vikum og mánuðum rannsakað 12 mál þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms á hinu svokallaða hulduneti, að því er fram kom í kvöldfréttum okkar í gær.Rannsókn þessara mála er flókin, tímafrek og tæknilega erfið og telur Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, að leggja eigi á þau ríka áherslu.Sjá einnig: Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu„Lögreglan á Íslandi hefur verið að leita sér þekkingar erlendis, hjá þeim löndum sem hafa verið að ná árangri í svona málum, og ég held að það sé mjög mikilvægt að við fylgjum því eftir; bæði með peningum og öðrum úrræðum, þannig að við getum rannsakað þessi mál betur,“ segir Kolbrún. Íslensk löggjöf verði einnig að fylgja með. Refsiramminn fyrir vörslu á barnaklámi er í dag tvö ár, sem er þó sjaldnast fullnýttur. „Þegar menn hafa verið að fá dóma fyrir svona brot þá hafa þetta verið skilborðbundnir dómar eða sektir, svona mestmegnis,“ útskýrir Kolbrún.Tímaspursmál hvenær upp kemur stórt mál Veruleikinn í þessum efnum sé hins vegar að breytast, níðingar eru farnir að panta kynferðisbrot gegn börnum á netinu sem þeir fylgjast svo með í beinu streymi úr sófanum heima. „Þetta eru auðvitað mjög alvarleg mál. Norðmenn hafa í tilvikum sem þessum ákært norska menn fyrir nauðgun á börnum, með þessum hætti, þó svo að gerandinn sitji heima í Noregi og börnin séu misnotuð í Taílandi, Srí Lanka eða hvar sem það nú er,“ segir Kolbrún. „Norðmenn hafa einnig fengið dóma fyrir mansal í svona málum, eða hlutdeild í mansali, þannig að þetta eru mjög gróf brot.“ Upp hafa komi viðamikil barnaklámsmál í nágrannalöndum okkar, þar sem dæmt hefur verið fyrir vörslu milljóna mynda og myndskeiða. Kolbrún telur að íslensk löggjöf þurfi að vera undir slíkt búin. „Við þurfum að vera viðbúin því þegar - og ég segi „þegar“ en ekki „ef“ - svona stór mál koma upp hér á landi. Löggjöfin þarf að vera þannig að við náum utan um svona stór mál,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Netið tvíeggja sverð fyrir saksóknara Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig. 7. desember 2019 12:00 Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Íslensk löggjöf þarf að vera undir það búin að hér komi upp viðamikil barnaklámsmál, að sögn saksóknara. Það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa á síðustu vikum og mánuðum rannsakað 12 mál þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms á hinu svokallaða hulduneti, að því er fram kom í kvöldfréttum okkar í gær.Rannsókn þessara mála er flókin, tímafrek og tæknilega erfið og telur Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, að leggja eigi á þau ríka áherslu.Sjá einnig: Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu„Lögreglan á Íslandi hefur verið að leita sér þekkingar erlendis, hjá þeim löndum sem hafa verið að ná árangri í svona málum, og ég held að það sé mjög mikilvægt að við fylgjum því eftir; bæði með peningum og öðrum úrræðum, þannig að við getum rannsakað þessi mál betur,“ segir Kolbrún. Íslensk löggjöf verði einnig að fylgja með. Refsiramminn fyrir vörslu á barnaklámi er í dag tvö ár, sem er þó sjaldnast fullnýttur. „Þegar menn hafa verið að fá dóma fyrir svona brot þá hafa þetta verið skilborðbundnir dómar eða sektir, svona mestmegnis,“ útskýrir Kolbrún.Tímaspursmál hvenær upp kemur stórt mál Veruleikinn í þessum efnum sé hins vegar að breytast, níðingar eru farnir að panta kynferðisbrot gegn börnum á netinu sem þeir fylgjast svo með í beinu streymi úr sófanum heima. „Þetta eru auðvitað mjög alvarleg mál. Norðmenn hafa í tilvikum sem þessum ákært norska menn fyrir nauðgun á börnum, með þessum hætti, þó svo að gerandinn sitji heima í Noregi og börnin séu misnotuð í Taílandi, Srí Lanka eða hvar sem það nú er,“ segir Kolbrún. „Norðmenn hafa einnig fengið dóma fyrir mansal í svona málum, eða hlutdeild í mansali, þannig að þetta eru mjög gróf brot.“ Upp hafa komi viðamikil barnaklámsmál í nágrannalöndum okkar, þar sem dæmt hefur verið fyrir vörslu milljóna mynda og myndskeiða. Kolbrún telur að íslensk löggjöf þurfi að vera undir slíkt búin. „Við þurfum að vera viðbúin því þegar - og ég segi „þegar“ en ekki „ef“ - svona stór mál koma upp hér á landi. Löggjöfin þarf að vera þannig að við náum utan um svona stór mál,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Netið tvíeggja sverð fyrir saksóknara Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig. 7. desember 2019 12:00 Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Netið tvíeggja sverð fyrir saksóknara Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig. 7. desember 2019 12:00
Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30