„Fótboltinn er hreinlega að sjúga úr mér lífið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2019 09:30 Jonjo Shelvey sér flaggið en ákveður samt að setja boltann í markið. Getty/Alex Livesey Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, er orðinn mjög þreyttur á VAR eftir það sem gerðist í tapinu á móti Newcastle í gær. Jonjo Shelvey skoraði seinna mark Newcastle í leiknum en það stóð þrátt fyrir að aðstoðardómarinn hafði veifað rangstöðu og margir leikmanna Sheffield United höfðu hætt að reyna að stöðva hann af þeim sökum. Jonjo Shelvey setti boltann engu að síður í markið og Varsjáin úrskurðaði síðan að Shelvey hefði ekki verið rangstæður. Markið var því dæmt gilt. „Hjartsláttur þessarar íþróttar hefur breyst,“ sagði Chris Wilder eftir leikinn.Chris Wilder has made his thoughts on VAR very clear. pic.twitter.com/OV9M0TPvVY — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2019„Þessi íþrótt er gjörólík þeirri íþrótt sem ég kynntist þegar ég var sextán ára gamall lærlingur,“ sagði Wilder. „Ég veit ekki hvert hún er að fara en fótboltinn er hreinlega að sjúga lífið úr mér og stuðningsmönnunum,“ sagði Wilder. Andy Carroll kom boltanum áfram á Jonjo Shelvey en línuvörðurinn dæmdi rangstöðu á Carroll sem seinna kom í ljós að var ekki rétt.'The most ridiculous goal you will see' Jonjo Shelvey's Newcastle goal certainly got people talking...https://t.co/10w4peZq4mpic.twitter.com/ewROFDTWMJ — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2019Dómari leiksins, Stuart Attwell, flautaði hins vegar ekki í flautuna sína, og leikurinn hélt því áfram sem Jonjo Shelvey nýtti sér með því að skora. Þetta mark nánast gulltryggði Newcastle þennan 2-0 sigur. „Mér var sagt það í byrjun tímabilsins að línuvörðurinn myndi ekki lyfta flagginu sínu. Hann lyfti aftur á móti flagginu og dómarinn var að fara að flauta í flautuna sína,“ sagði Wilder. „Það stoppuðu allir á vellinum. Jonjo Shelvey setti boltann í markið en öll hans líkamstjáning sagði mér að hann sá að línuvörðurinn hafði lyft flagginu sínu og að hann vissi að hann væri rangstæður,“ sagð Wilder. „Ég vil vera að tala um okkar fyrsta tímabil aftur í ensku úrvalsdeildinni. Ég vil tala um tilraun okkar til að finna leiðir til að vinna lið eins og Newcastle. Ég vil fá að tala um fótbolta en ekki VAR einu sinni enn,“ sagði Wilder. Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, er orðinn mjög þreyttur á VAR eftir það sem gerðist í tapinu á móti Newcastle í gær. Jonjo Shelvey skoraði seinna mark Newcastle í leiknum en það stóð þrátt fyrir að aðstoðardómarinn hafði veifað rangstöðu og margir leikmanna Sheffield United höfðu hætt að reyna að stöðva hann af þeim sökum. Jonjo Shelvey setti boltann engu að síður í markið og Varsjáin úrskurðaði síðan að Shelvey hefði ekki verið rangstæður. Markið var því dæmt gilt. „Hjartsláttur þessarar íþróttar hefur breyst,“ sagði Chris Wilder eftir leikinn.Chris Wilder has made his thoughts on VAR very clear. pic.twitter.com/OV9M0TPvVY — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2019„Þessi íþrótt er gjörólík þeirri íþrótt sem ég kynntist þegar ég var sextán ára gamall lærlingur,“ sagði Wilder. „Ég veit ekki hvert hún er að fara en fótboltinn er hreinlega að sjúga lífið úr mér og stuðningsmönnunum,“ sagði Wilder. Andy Carroll kom boltanum áfram á Jonjo Shelvey en línuvörðurinn dæmdi rangstöðu á Carroll sem seinna kom í ljós að var ekki rétt.'The most ridiculous goal you will see' Jonjo Shelvey's Newcastle goal certainly got people talking...https://t.co/10w4peZq4mpic.twitter.com/ewROFDTWMJ — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2019Dómari leiksins, Stuart Attwell, flautaði hins vegar ekki í flautuna sína, og leikurinn hélt því áfram sem Jonjo Shelvey nýtti sér með því að skora. Þetta mark nánast gulltryggði Newcastle þennan 2-0 sigur. „Mér var sagt það í byrjun tímabilsins að línuvörðurinn myndi ekki lyfta flagginu sínu. Hann lyfti aftur á móti flagginu og dómarinn var að fara að flauta í flautuna sína,“ sagði Wilder. „Það stoppuðu allir á vellinum. Jonjo Shelvey setti boltann í markið en öll hans líkamstjáning sagði mér að hann sá að línuvörðurinn hafði lyft flagginu sínu og að hann vissi að hann væri rangstæður,“ sagð Wilder. „Ég vil vera að tala um okkar fyrsta tímabil aftur í ensku úrvalsdeildinni. Ég vil tala um tilraun okkar til að finna leiðir til að vinna lið eins og Newcastle. Ég vil fá að tala um fótbolta en ekki VAR einu sinni enn,“ sagði Wilder.
Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira