Verkfalli á prentmiðlum lokið Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2019 22:39 Þetta var fyrsta vinnustöðvunin á prentmiðlum en fyrri þrjár vinnustöðvanir tóku til netmiðla, ljósmyndara og tökumanna. Vísir/Vilhelm Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. Þetta var fyrsta vinnustöðvunin á prentmiðlum en fyrri þrjár vinnustöðvanir tóku til netmiðla, ljósmyndara og tökumanna. Blaðamenn felldu kjarasamning við SA í síðustu viku en skrifað var undir hann í kjölfar þess að boðuðum verkfallsaðgerðum var frestað um viku. Sú ákvörðun samninganefndar félagsins var afar umdeild enda hafði hún í för með sér að verkfall á prentmiðlum, sem átti að vera síðastliðinn fimmtudag, daginn fyrir svokallaðan Black Friday, frestaðist til dagsins í dag. Eftir að kjarasamningurinn var felldur í atkvæðagreiðslu hafa samninganefndir BÍ og SA átt fundi hjá ríkissáttasemjara en án árangurs. Síðast var fundað á þriðjudag og hefur nýr fundur ekki verið boðaður í deilunni.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir/VilhelmHjálmar Jónsson, formaður BÍ, segist ekki hafa heyrt af neinum vandræðum með verkfallið í dag. Hann viti ekki öðruvísi en allt hafi farið eftir áætlun. „Við tökum stöðuna á þessu á morgun, þegar við sjáum hvernig blöðin líta út,“ segir Hjálmar. Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, sagði í dag að til stóð að gefa út blað á morgun en það yrði með breyttu sniði. Verkfallið muni setja mark sitt á blaðið og það muni ekki fara fram hjá lesendum.Sjá einnig: Verkfallið muni setja mark sitt á blað morgundagsinsGengið hefur á ýmsu í verkfallsaðgerðum blaðamanna en Blaðamannafélagið hefur kært Árvakur sem gefur út Morgunblaðið til félagsdóms fyrir verkfallsbrot. Engar athugasemdir hafa aftur á móti verið gerðar við framkvæmd Fréttablaðsins.Blaðamenn á Vísi eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Fundi SA og blaðamanna slitið Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands var slitið á fimmta tímanum, án niðurstöðu. 3. desember 2019 16:34 Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður "Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins. 23. nóvember 2019 14:19 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. 29. nóvember 2019 09:30 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. Þetta var fyrsta vinnustöðvunin á prentmiðlum en fyrri þrjár vinnustöðvanir tóku til netmiðla, ljósmyndara og tökumanna. Blaðamenn felldu kjarasamning við SA í síðustu viku en skrifað var undir hann í kjölfar þess að boðuðum verkfallsaðgerðum var frestað um viku. Sú ákvörðun samninganefndar félagsins var afar umdeild enda hafði hún í för með sér að verkfall á prentmiðlum, sem átti að vera síðastliðinn fimmtudag, daginn fyrir svokallaðan Black Friday, frestaðist til dagsins í dag. Eftir að kjarasamningurinn var felldur í atkvæðagreiðslu hafa samninganefndir BÍ og SA átt fundi hjá ríkissáttasemjara en án árangurs. Síðast var fundað á þriðjudag og hefur nýr fundur ekki verið boðaður í deilunni.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir/VilhelmHjálmar Jónsson, formaður BÍ, segist ekki hafa heyrt af neinum vandræðum með verkfallið í dag. Hann viti ekki öðruvísi en allt hafi farið eftir áætlun. „Við tökum stöðuna á þessu á morgun, þegar við sjáum hvernig blöðin líta út,“ segir Hjálmar. Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, sagði í dag að til stóð að gefa út blað á morgun en það yrði með breyttu sniði. Verkfallið muni setja mark sitt á blaðið og það muni ekki fara fram hjá lesendum.Sjá einnig: Verkfallið muni setja mark sitt á blað morgundagsinsGengið hefur á ýmsu í verkfallsaðgerðum blaðamanna en Blaðamannafélagið hefur kært Árvakur sem gefur út Morgunblaðið til félagsdóms fyrir verkfallsbrot. Engar athugasemdir hafa aftur á móti verið gerðar við framkvæmd Fréttablaðsins.Blaðamenn á Vísi eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Fundi SA og blaðamanna slitið Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands var slitið á fimmta tímanum, án niðurstöðu. 3. desember 2019 16:34 Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður "Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins. 23. nóvember 2019 14:19 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. 29. nóvember 2019 09:30 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Fundi SA og blaðamanna slitið Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands var slitið á fimmta tímanum, án niðurstöðu. 3. desember 2019 16:34
Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður "Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins. 23. nóvember 2019 14:19
Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56
Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. 29. nóvember 2019 09:30
Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02
Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00