Handbolti

Haraldur hættur hjá Aftureldingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haraldur er hættur sem þjálfari Aftureldingar.
Haraldur er hættur sem þjálfari Aftureldingar. vísir/daníel
Haraldur Þorvarðarson hefur látið af störfum sem þjálfari Aftureldingar í Olís-deild kvenna í handbolta.

Afturelding án stiga í áttunda og neðsta sæti deildarinnar eftir tíu umferðir.

Á síðasta tímabili vann Afturelding Grill 66 deildina undir stjórn Haraldar.

Næsti leikur Aftureldingar, og sá síðasti fyrir jólafrí, er gegn Stjörnunni á laugardaginn.

Yfirlýsing Aftureldingar:

Stjórn Handknattleiksdeildar Aftureldingar og Haraldur Þorvarðarson hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Þetta er niðurstaða hlutaðeigandi aðila eftir skoðun og viðræður um stöðu flokksins og heildrænt mat.

Stjórnin vill þakka Haraldi fyrir aðkomu hans að uppbyggingu kvennahandboltans hjá félaginu, en hann hefur sýnt mikinn áhuga og metnað í þeim efnum, sem hefur skilað liðinu í efstu deild. Þá óskar Afturelding Haraldi farsældar í framtíðinni í þeim verkefnum sem hann tekur að sér og þakkar gott samstarf.

Fyrir hönd Handknattleiksdeildar Aftureldingar, 

Hannes Sigurðsson formaður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×