Roma og AC Milan ætla að sniðganga íþróttablaðið Corriere dello Sport vegna forsíðu þess í dag.
Inter og Roma mætast í stórleik í ítölsku úrvalsdeildinni annað kvöld. Á forsíðu Corriere dello Sport í dag er mynd af Romelu Lukaku og Chris Smalling með fyrirsögninni „Black Friday“.
Roma og Milan hafa bannað blaðamenn Corriere dello Sport frá æfingasvæðum sínum út árið.
Þá munu leikmenn Roma og Milan ekki ræða við Corriere dello Sport það sem eftir lifir þessa árs.
Í yfirlýsingu félaganna kemur fram að þau viti að fyrirsögnin og framsetningin á forsíðunni hafi átt að vera andrasísk. Því munu félögin tala aftur við Corriere dello Sport í janúar.
Sniðganga Corriere dello Sport vegna umdeildrar forsíðu
Tengdar fréttir
Auglýsa rimmu Lukaku og Smalling sem Black Friday
Það líður vart sá dagur sem ekki er rætt um rasisma í ítalska boltanum og nú er það íþróttablaðið Corriere dello Sport sem fær að heyra það.