Vildu 71 milljón úr búi iglo+indi Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2019 09:18 Helga Ólafsdóttir var yfirhönnuður og aðaleigandi verslunarinnar. igloindi.com Engar eignir fundust í búi hönnunarverslunarinnar iglo+indi sem, eins og greint var frá, var tekið til gjaldþrotaskipta um miðjan september síðastliðinn. Lýstar kröfur í búið námu rúmlega 71 milljón króna og lauk gjaldþrotaskiptum í lok nóvember, án þess að greiðsla fengist upp í kröfur. Verslunin var rekin í félaginu Ígló ehf. sem stofnað var af Helgu Ólafsdóttir og Lovísu Ólafsdóttur árið 2008 og sérhæfði sig í hönnun barnafata. Helga, sem titluð var eigandi og yfirhönnuður, tjáði sig um gjaldþrotið á sínum tíma og sagði það hafa verið nokkuð áfall. Það hafi þurft þol og metnað til að hanna og framleiða þær 2500 mismunandi flíkur sem aðstandendur fyrirtækisins gerðu, meðan þess naut við.Sjá einnig: „Erfitt að sætta sig við hvernig fór“ Barnafatamerkið iglo+indi hafði vakið athygli víða um heim og voru fatalínur þeirra meðal sýndar á tískusýningum erlendis. Fyrirtækið byrjaði að leggja meiri áherslu á erlenda markaði árið 2013 og voru vörur þeirra á tímabili seldar í yfir hundrað verslunum. „Það er flókið fyrir lítil hönnunarfyrirtæki á Íslandi að lifa af. Rekstrarumhverfið er ekki bara sveiflukennt heldur er mjög dýrt að þróa, framleiða, markaðssetja og selja íslenska hönnun hérlendis og erlendis,“ skrifaði Helga við fall fyrirtækisins. „Að hafa lifað af í þessu rekstrarumhverfi í ellefu ár er bara nokkuð gott ef miðað er við sambærileg fyrirtæki í þessum bransa. Það er samt engin huggun í því og að þurfa að kveðja á þennan hátt hefur verið ansi erfitt. Það er erfitt að sætta sig við það hvernig fór.“ Gjaldþrot Tíska og hönnun Tengdar fréttir Barnafatamerkið iglo+indi gjaldþrota Hönnunarfyrirtækið Ígló ehf hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2019 13:00 „Erfitt að sætta sig við það hvernig fór“ Helga Ólafsdóttir eigandi og yfirhönnuður iglo+indi segist sorgmædd yfir endalokum fyrirtækisins. 30. september 2019 09:30 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Sjá meira
Engar eignir fundust í búi hönnunarverslunarinnar iglo+indi sem, eins og greint var frá, var tekið til gjaldþrotaskipta um miðjan september síðastliðinn. Lýstar kröfur í búið námu rúmlega 71 milljón króna og lauk gjaldþrotaskiptum í lok nóvember, án þess að greiðsla fengist upp í kröfur. Verslunin var rekin í félaginu Ígló ehf. sem stofnað var af Helgu Ólafsdóttir og Lovísu Ólafsdóttur árið 2008 og sérhæfði sig í hönnun barnafata. Helga, sem titluð var eigandi og yfirhönnuður, tjáði sig um gjaldþrotið á sínum tíma og sagði það hafa verið nokkuð áfall. Það hafi þurft þol og metnað til að hanna og framleiða þær 2500 mismunandi flíkur sem aðstandendur fyrirtækisins gerðu, meðan þess naut við.Sjá einnig: „Erfitt að sætta sig við hvernig fór“ Barnafatamerkið iglo+indi hafði vakið athygli víða um heim og voru fatalínur þeirra meðal sýndar á tískusýningum erlendis. Fyrirtækið byrjaði að leggja meiri áherslu á erlenda markaði árið 2013 og voru vörur þeirra á tímabili seldar í yfir hundrað verslunum. „Það er flókið fyrir lítil hönnunarfyrirtæki á Íslandi að lifa af. Rekstrarumhverfið er ekki bara sveiflukennt heldur er mjög dýrt að þróa, framleiða, markaðssetja og selja íslenska hönnun hérlendis og erlendis,“ skrifaði Helga við fall fyrirtækisins. „Að hafa lifað af í þessu rekstrarumhverfi í ellefu ár er bara nokkuð gott ef miðað er við sambærileg fyrirtæki í þessum bransa. Það er samt engin huggun í því og að þurfa að kveðja á þennan hátt hefur verið ansi erfitt. Það er erfitt að sætta sig við það hvernig fór.“
Gjaldþrot Tíska og hönnun Tengdar fréttir Barnafatamerkið iglo+indi gjaldþrota Hönnunarfyrirtækið Ígló ehf hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2019 13:00 „Erfitt að sætta sig við það hvernig fór“ Helga Ólafsdóttir eigandi og yfirhönnuður iglo+indi segist sorgmædd yfir endalokum fyrirtækisins. 30. september 2019 09:30 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Sjá meira
Barnafatamerkið iglo+indi gjaldþrota Hönnunarfyrirtækið Ígló ehf hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 27. september 2019 13:00
„Erfitt að sætta sig við það hvernig fór“ Helga Ólafsdóttir eigandi og yfirhönnuður iglo+indi segist sorgmædd yfir endalokum fyrirtækisins. 30. september 2019 09:30