Svíþjóðardemókratar ekki lengur í kuldanum á hægri vængnum Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2019 13:14 Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna) og Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata. Getty Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna) og Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, áttu í morgun sinn fyrsta formlega tvíhliða fund í húsakynnum sænska þingsins. Svíþjóðardemókratar, sem tala fyrir harðri stefnu í innflytjendamálum, hafa lengi verið einangraðir á sænska þinginu þar sem aðrir flokkar hafa sniðgengið þingmenn Svíþjóðardemókrata og hafnað öllu samstarfi. Nú virðist hins vegar sem að breyting kunni að vera á því. Svíþjóðardemókratar og Hægriflokkurinn eru báðir í stjórnarandstöðu, en skoðanakannanir hafa að undanförnu sýnt aukinn stuðning við Svíþjóðardemókrata. Hefur flokkurinn ítrekað mælst annar stærsti flokkurinn í landinu með um og nokkuð yfir 20 prósent fylgi.Greindu báðir frá fundinum á Facebook Åkesson og Kristersson greindu báðir frá vinnufundinum á Facebook-síðum sínum fyrr í dag. „Í dag heimsótti ég og þingflokksformaður minn vinnuherbergi Ulf Kristersson vegna fyrsta beina fundar okkar með Ulf Kristersson og þingflokksformanni Moderaterna. Á fundinum ræddum við meðal annars hvernig eigi að bregðast við alvarlegum glæpum í landinu okkar þar sem ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist. En einnig hvernig innflytjendapólitík og orkumálapólitík framtíðar eigi að vera,“ segir Åkesson. Bætti hann við að fundurinn hafi verið gefandi og boði gott varðandi framtíðarsamstarf á sviði stjórnmála. Kristersson segir á sinni síðu að hann hafi viljað funda til að ræða nokkur mikilvæg málefni þar sem flokkarnir eru á svipaðri línu. Helst hafi verið rætt um hert viðbrögð vegna glæpa og málefni kjarnorku. Hann segir sömuleiðis að viðræðurnar hafi verið uppbyggilegar og bjóði upp á pólitískt samstarf. Þingkosningar fóru fram í Svíþjóð í september 2018 og fór svo, eftir margra mánaða viðræður, að Jafnaðarmenn og Græningjar mynduðu nýja stjórn með stuðningi frá Miðflokknum og Frjálslyndum. Leiðir Stefan Löfven, leiðtogi Jafnaðarmanna, þá stjórn. Hann tók fyrst við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar árið 2014. Svíþjóð Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna) og Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, áttu í morgun sinn fyrsta formlega tvíhliða fund í húsakynnum sænska þingsins. Svíþjóðardemókratar, sem tala fyrir harðri stefnu í innflytjendamálum, hafa lengi verið einangraðir á sænska þinginu þar sem aðrir flokkar hafa sniðgengið þingmenn Svíþjóðardemókrata og hafnað öllu samstarfi. Nú virðist hins vegar sem að breyting kunni að vera á því. Svíþjóðardemókratar og Hægriflokkurinn eru báðir í stjórnarandstöðu, en skoðanakannanir hafa að undanförnu sýnt aukinn stuðning við Svíþjóðardemókrata. Hefur flokkurinn ítrekað mælst annar stærsti flokkurinn í landinu með um og nokkuð yfir 20 prósent fylgi.Greindu báðir frá fundinum á Facebook Åkesson og Kristersson greindu báðir frá vinnufundinum á Facebook-síðum sínum fyrr í dag. „Í dag heimsótti ég og þingflokksformaður minn vinnuherbergi Ulf Kristersson vegna fyrsta beina fundar okkar með Ulf Kristersson og þingflokksformanni Moderaterna. Á fundinum ræddum við meðal annars hvernig eigi að bregðast við alvarlegum glæpum í landinu okkar þar sem ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist. En einnig hvernig innflytjendapólitík og orkumálapólitík framtíðar eigi að vera,“ segir Åkesson. Bætti hann við að fundurinn hafi verið gefandi og boði gott varðandi framtíðarsamstarf á sviði stjórnmála. Kristersson segir á sinni síðu að hann hafi viljað funda til að ræða nokkur mikilvæg málefni þar sem flokkarnir eru á svipaðri línu. Helst hafi verið rætt um hert viðbrögð vegna glæpa og málefni kjarnorku. Hann segir sömuleiðis að viðræðurnar hafi verið uppbyggilegar og bjóði upp á pólitískt samstarf. Þingkosningar fóru fram í Svíþjóð í september 2018 og fór svo, eftir margra mánaða viðræður, að Jafnaðarmenn og Græningjar mynduðu nýja stjórn með stuðningi frá Miðflokknum og Frjálslyndum. Leiðir Stefan Löfven, leiðtogi Jafnaðarmanna, þá stjórn. Hann tók fyrst við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar árið 2014.
Svíþjóð Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira