
Að spila lottó með sannleikann
Efnahagslegar stærðir skipta máli. Útflutningsverðmæti eldislax frá Vestfjörðum fer hratt vaxandi og getur orðið 70 milljarðar króna á ári innan fárra ára. Nokkur svæði hafa ekki enn verið burðarþolsmetin og framleiðslugeta á Vestfjörðum gæti því orðið enn meiri og farið yfir 100 milljarða króna. Það eru svipuð verðmæti fyrir þjóðarbúið og allar tekjur af þorskveiðum, mikilvægasta fiskistofni landsmanna.
Laxveiði í vestfirskum ám er lítil og tekjur óverulegar. Enda er það ástæða þess að laxeldið var leyft á Vestfjörðum. Tekjur af allri stangveiði í landinu er aðeins 4,9 milljarðar króna á ári. Það er því ólíku saman að jafna framlagi þessara tveggja atvinnugreina til lífskjara íslensku þjóðarinnar. Nái landssamband veiðifélaga markmiði sínu og kæfi í fæðingu laxeldi á Íslandi verða afleiðingarnar alvarlegar og almenningur fer á mis við mjög bætt lífskjör á næstu árum.
Fyrir Vestfirðinga yrði slík niðurstaða reiðarslag. Eftir tuttugu ára stöðuga afturför í fjórðungnum hefur laxeldið veitt viðspyrnu, fólki hefur fjölgað lítillega og fyrirsjáanlegur vöxtur laxeldisfyrirtækjanna á næstu árum mun valda straumhvörfum í efnahags- og byggðaþróun á Vestfjörðum.
Rökin gegn laxeldinu eru veik. Umhverfismengun er lítil. Kolefnisspor er lágt. Hvergi á Íslandi hafa laxastofnar spillst eða eyðilagst vegna blöndunar við eldislax. Þrátt fyrir langvarandi markvissa blöndun innlendra stofna í fjölmörgum laxveiðiám um langt árabil á vegum veiðiréttarhafa er ekki talin ástæða til að hafa áhyggjur af varanlegri erfðablöndun.
Jón Helgi Björnsson, formaður landssambands veiðifélaga skrifaði grein í Fréttablaðið fyrir réttri viku gegn laxeldinu með fyrirsögninni að spila lottó með náttúruna. Þar eru fullyrðingar sem ástæða er til að gera athugasemd við.
1. Jón Helgi segir að greinst hafi erfðamengun í villtum laxastofnum á sunnanverðum Vestfjörðum. Þarna á hann væntanlega við Botnsá í Tálknafirði og Sunndalsá í Trostansfirði. Þarna er verulega ofmælt. Í hvorugri ánni er til sjálfstæður nytjastofn laxa og ekki til tölur um neina laxveiði. Stofnum sem eru ekki til verður ekki spillt. Rannsókn Hafrannsóknarstofnunar byggist auk þess á fáum fiskum og stofnunin segir aðeins að í fiskunum séu skýrar vísbendingar um erfðablöndun. Ein mæling á fáum fiskum uppfyllir ekki vísindalegar kröfur um víðtækar ályktanir. Blöndun milli eldisfiska og villtra á sér stað en til þess að áhrifin leiði til varanlegra breytinga þarf hún að vera mjög víðtæk og langvarandi. Annars ganga áhrifin til baka tiltölulega fljótt fyrir tilstilli náttúruvalsins.
2. Þá er því haldið fram að tilkynnt hafi verið um tvær slysasleppingar á frjóum lax á árinu. Ekki finnast upplýsingar um þetta. Hins vegar var tilkynnt tvisvar um gat á neti í kví. Það er tvennt ólíkt. Matvælastofnun tilkynnti í báðum tilvikum eftir athugun að enginn lax hefði veiðst. Það er því ekki vitað til þess að lax hafi sloppið.
Jón Helgi Björnsson vísar til laxeldis í Noregi og setur fram fullyrðingar um laxeldið þar. Þar er ólíku saman að jafna. Norskt laxeldi er um 100 sinnum umfangsmeira og staðsetning eldiskvía þar er víða nálægt gjöfulum laxveiðiám. Því er mun meiri hætta á varanlegri erfðablöndun í Noregi en á Íslandi. Laxeldið er bannað á Íslandi nálægt öllum helstu laxveiðiám landsins. Á Vestfjörðum er nánast engin laxveiði. Það er ekki hægt að draga ályktanir af stöðu í Noregi og færa þær óbreyttar yfir á Ísland.
Það er óvenjulegt að málflutningur fyrir hönd landssamtaka sé jafn óvandaður og þessi grein. Það er mikið lottó að spila svona frjálslega með sannleikann. Í því lottói eru fáir sem geta unnið en þjóðin getur tapað miklu. Stefna landssamtaka veiðifélaga er andstæð staðreyndum. Forystumenn samtakanna eiga frekar að breyta áherslum sínum en að ástunda rangan og skaðlegan málflutning.
Skoðun

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar