Dreifiveitum skylt að bjóða út raforkukaup vegna orkutaps Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2019 08:00 Íslensk orkumiðlun höfðaði mál gegn RARIK vegna kaupanna. vísir/vilhelm Dreifiveitur mega ekki einskorða raforkukaup sín vegna orkutaps í dreifikerfi sínu við tengd félög heldur er þeim skylt að bjóða kaupin út. Þetta er niðurstaða kærunefndar útboðsmála í máli sem Íslensk orkumiðlun höfðaði gegn RARIK og fjallað er um í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í dag. Þar kemur fram að viðskipti af þessu tagi nemi hundruðum milljóna króna á ári hverju. Dreifiveitur kaupi reglulega ár hvert rafmagn á raforkumarkaði til að mæta orkutapi í dreifikerfinu. Hefur RARIK einungis keypt rafmagn af dótturfélagi sínu Orkusölunni, sem starfar á sama markaði og Íslensk orkumiðlun. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að RARIK yrði að bjóða þessi raforkukaup út. „Það hafa miklir fjármunir verið að flæða á milli þessara tengdu fyrirtækja sem áður voru eitt og sama fyrirtækið og við höfum ekki fundið dæmi um jafn umfangsmikil og vísvitandi brot á lögum um opinber innkaup. Þarna er verið að losa um mjög umfangsmikil viðskipti sem mikil leynd hefur hvílt yfir,“ segir Magnús Júlíusson, framkvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðlunar, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir úrskurðinn hafa þá þýðingu að á dreifiveitunum hvíli sú ótvíræða skylda að fara í útboð. Það hafi hins vegar alltaf verið reynt að halda viðskiptunum innandyra hjá fyrirtækjunum. „Með því að fara ekki í útboð eru dreifiveiturnar ekki að tryggja hagkvæmustu verð á hverjum tíma en kaupa þess í stað raforku af tengdum aðilum á uppsettum verðum,“ segir Magnús. Fram kemur í Fréttablaðinu að viðskipti RARIK og Orkusölunnar séu ekki einsdæmi. Þannig hafi allar dreifiveitur, fyrir utan Veitur, keypt rafmagn af tengdu félagi, án útboðs, til að mæta dreifitapi. Orkumál Samkeppnismál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Dreifiveitur mega ekki einskorða raforkukaup sín vegna orkutaps í dreifikerfi sínu við tengd félög heldur er þeim skylt að bjóða kaupin út. Þetta er niðurstaða kærunefndar útboðsmála í máli sem Íslensk orkumiðlun höfðaði gegn RARIK og fjallað er um í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í dag. Þar kemur fram að viðskipti af þessu tagi nemi hundruðum milljóna króna á ári hverju. Dreifiveitur kaupi reglulega ár hvert rafmagn á raforkumarkaði til að mæta orkutapi í dreifikerfinu. Hefur RARIK einungis keypt rafmagn af dótturfélagi sínu Orkusölunni, sem starfar á sama markaði og Íslensk orkumiðlun. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að RARIK yrði að bjóða þessi raforkukaup út. „Það hafa miklir fjármunir verið að flæða á milli þessara tengdu fyrirtækja sem áður voru eitt og sama fyrirtækið og við höfum ekki fundið dæmi um jafn umfangsmikil og vísvitandi brot á lögum um opinber innkaup. Þarna er verið að losa um mjög umfangsmikil viðskipti sem mikil leynd hefur hvílt yfir,“ segir Magnús Júlíusson, framkvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðlunar, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir úrskurðinn hafa þá þýðingu að á dreifiveitunum hvíli sú ótvíræða skylda að fara í útboð. Það hafi hins vegar alltaf verið reynt að halda viðskiptunum innandyra hjá fyrirtækjunum. „Með því að fara ekki í útboð eru dreifiveiturnar ekki að tryggja hagkvæmustu verð á hverjum tíma en kaupa þess í stað raforku af tengdum aðilum á uppsettum verðum,“ segir Magnús. Fram kemur í Fréttablaðinu að viðskipti RARIK og Orkusölunnar séu ekki einsdæmi. Þannig hafi allar dreifiveitur, fyrir utan Veitur, keypt rafmagn af tengdu félagi, án útboðs, til að mæta dreifitapi.
Orkumál Samkeppnismál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira