Einkaaðili vill framkvæma bálfarir á ódýrari og umhverfisvænni hátt Birgir Olgeirsson skrifar 3. desember 2019 11:15 Sprotafyrirtæki vill koma upp óháðri bálstofu á höfuðborgarsvæðinu. Vill fyrirtækið einnig bjóða viðskiptavinum sínum upp á að láta grafa öskuna ásamt tré í minningargarði. Á trjánum verða minningarplattar með QR-kóðum sem leiða fólk inn á rafræna minningarsíðu hins látna. Ef áætlanir fyrirtækisins ganga eftir gæti þetta orðið að veruleika innan þriggja ára. Verkefnið nefnist Tré lífsins en aðstandendur þess leita nú að fjármagni til að geta hafið rekstur bálstofunnar. Verja þarf milljarði til að koma þessu verkefni í framkvæmd en ætlunin er að koma upp fullkomnum brennsluofni sem uppfyllir ströngustu umhverfiskröfur. „Hugmyndin er fjögurra ára gömul og sprettur upp frá því að ég fór að velta fyrir mér hvort við gætum ekki valið umhverfisvænni leið við lífslok. Hvort við gætum ekki gert þetta ferli í kringum það að deyja og jarðarfarir á einhvern umhverfisvænni hátt. Síðan hefur verkefnið undið upp á sig, persónuleg reynsla hefur spilað inn í, og það hefur fengið að þróast í það sem það er í dag,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, mannvistfræðingur og stofnandi Trés lífsins.Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, Oktavía Hrund Jónsdóttir og Olga Margrét Kristínardóttir Cilia standa að Tré lífsins.Tvö sveitarfélög sýnt verkefninu sérstakan áhuga Sigríður stendur þó ekki ein að þessu verkefni því með henni eru Oktavía Hrund Jónsdóttir, sem sér um tækni og öryggi, og Olga Margrét Kristínardóttir Cilia, lögfræðingur og sérfræðingur í persónuvernd. Segja þær um að ræða nýjan valmöguleika við lífslok. „Í fyrsta lagi er þetta persónuleg síða þar sem þú getur skráð sögu þína og hinstu óskir áður en þú fellur frá. Í öðru lagi er þetta bálstofa. Eftir bálför verður hægt að gróðursetja öskuna ásamt tré í minningargarði. Hvert tré er síðan merkt með QR-kóða sem leiðir á rafræna minningarsíðu um þann sem undir hvílir.“ Stefnt er að því að reisa bálstofu Trés lífsins á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður segir nákvæma staðsetningu ekki liggja fyrir en tvö sveitarfélög væru áhugasöm um að veita fyrirtækinu byggingarleyfi. Hún segir engan vafa um að þessi þjónusta sem fyrirtækið ætlar sér að bjóða upp á sé umhverfisvænni en að láta jarða sig í kistu. „Þegar við tökum stórt landnæði undir að taka kirkjugarða og grafir, erum við að taka stórt pláss. Allar þær auðlindir sem fara í að búa til kisturnar, allt innvolsið í þeim, og síðan að setja hylkið utan af okkur í kistuna og jarða, er margfalt óumhverfisvænna því það verður til koltvísýringur þegar rotnunin hefst. Við verðum með umhverfisvænan ofn sem uppfyllir ströngustu kröfur, með síum og góðu kerfi. Svo gróðursetjum við öskuna með tré sem dettur inn í þessa náttúrlega hringrás þar sem trén búa til súrefni fyrir okkur.“Svona gæti minningargarðurinn litið út.Kostar um milljarð króna Hún segir það kosta um milljarð króna að koma verkefninu í framkvæmd. „Verkefnið er sannarlega stórt og það er eitthvað sem við treystum okkur til að vinna. Við höfum þekkingu og reynslu til að gera það að veruleika. Við munum hafa fjármögnunarleiðirnar fjölbreyttar og sjálfbærar svo það geti gengið upp. Við sjáum jafnvel fyrir okkur að setja af stað hópfjármögnun því við viljum gefa þjóðinni eignarhald að þessu.“ Bálförum hefur farið fjölgandi á undanförnum árum. Rúmlega helmingur útfara á höfuðborgarsvæðinu í fyrra voru bálfarir og er talið að hlutfall bálfara muni einungis aukast á næstu árum. Sigríður Bylgja segir að þjónustan sem Tré lífsins ætli sér að bjóða upp á verði ekki dýrari en hjá kirkjunni. „Við stefnum að því að þetta verði hagkvæmari kostur því við viljum ekki að þetta séu áhyggjur sem þú hafir yfir því hvað það er dýrt að deyja.“ Kirkjugarðar Tengdar fréttir Þingmenn vilja gefa dreifingu ösku frjálsa hér á landi Mjög strangar reglur gilda um slíka dreifingu í dag. Verði frumvarpið að lögum yrði að virða óskir hins látna. 30. nóvember 2019 18:30 Telur að líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að bæði líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila. Slíkur rekstur þurfi ekki endilega að vera innan kirkjugarðanna sjálfra. 3. desember 2019 07:45 Kirkjugarðar í vanda: Treystir sér ekki til að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur segir ógerlegt að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi. Rekstrarvandi kirkjugarða landsins er mikill og mjög hefur dregið úr viðhaldi og umhirðu. 2. desember 2019 07:00 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Sprotafyrirtæki vill koma upp óháðri bálstofu á höfuðborgarsvæðinu. Vill fyrirtækið einnig bjóða viðskiptavinum sínum upp á að láta grafa öskuna ásamt tré í minningargarði. Á trjánum verða minningarplattar með QR-kóðum sem leiða fólk inn á rafræna minningarsíðu hins látna. Ef áætlanir fyrirtækisins ganga eftir gæti þetta orðið að veruleika innan þriggja ára. Verkefnið nefnist Tré lífsins en aðstandendur þess leita nú að fjármagni til að geta hafið rekstur bálstofunnar. Verja þarf milljarði til að koma þessu verkefni í framkvæmd en ætlunin er að koma upp fullkomnum brennsluofni sem uppfyllir ströngustu umhverfiskröfur. „Hugmyndin er fjögurra ára gömul og sprettur upp frá því að ég fór að velta fyrir mér hvort við gætum ekki valið umhverfisvænni leið við lífslok. Hvort við gætum ekki gert þetta ferli í kringum það að deyja og jarðarfarir á einhvern umhverfisvænni hátt. Síðan hefur verkefnið undið upp á sig, persónuleg reynsla hefur spilað inn í, og það hefur fengið að þróast í það sem það er í dag,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, mannvistfræðingur og stofnandi Trés lífsins.Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, Oktavía Hrund Jónsdóttir og Olga Margrét Kristínardóttir Cilia standa að Tré lífsins.Tvö sveitarfélög sýnt verkefninu sérstakan áhuga Sigríður stendur þó ekki ein að þessu verkefni því með henni eru Oktavía Hrund Jónsdóttir, sem sér um tækni og öryggi, og Olga Margrét Kristínardóttir Cilia, lögfræðingur og sérfræðingur í persónuvernd. Segja þær um að ræða nýjan valmöguleika við lífslok. „Í fyrsta lagi er þetta persónuleg síða þar sem þú getur skráð sögu þína og hinstu óskir áður en þú fellur frá. Í öðru lagi er þetta bálstofa. Eftir bálför verður hægt að gróðursetja öskuna ásamt tré í minningargarði. Hvert tré er síðan merkt með QR-kóða sem leiðir á rafræna minningarsíðu um þann sem undir hvílir.“ Stefnt er að því að reisa bálstofu Trés lífsins á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður segir nákvæma staðsetningu ekki liggja fyrir en tvö sveitarfélög væru áhugasöm um að veita fyrirtækinu byggingarleyfi. Hún segir engan vafa um að þessi þjónusta sem fyrirtækið ætlar sér að bjóða upp á sé umhverfisvænni en að láta jarða sig í kistu. „Þegar við tökum stórt landnæði undir að taka kirkjugarða og grafir, erum við að taka stórt pláss. Allar þær auðlindir sem fara í að búa til kisturnar, allt innvolsið í þeim, og síðan að setja hylkið utan af okkur í kistuna og jarða, er margfalt óumhverfisvænna því það verður til koltvísýringur þegar rotnunin hefst. Við verðum með umhverfisvænan ofn sem uppfyllir ströngustu kröfur, með síum og góðu kerfi. Svo gróðursetjum við öskuna með tré sem dettur inn í þessa náttúrlega hringrás þar sem trén búa til súrefni fyrir okkur.“Svona gæti minningargarðurinn litið út.Kostar um milljarð króna Hún segir það kosta um milljarð króna að koma verkefninu í framkvæmd. „Verkefnið er sannarlega stórt og það er eitthvað sem við treystum okkur til að vinna. Við höfum þekkingu og reynslu til að gera það að veruleika. Við munum hafa fjármögnunarleiðirnar fjölbreyttar og sjálfbærar svo það geti gengið upp. Við sjáum jafnvel fyrir okkur að setja af stað hópfjármögnun því við viljum gefa þjóðinni eignarhald að þessu.“ Bálförum hefur farið fjölgandi á undanförnum árum. Rúmlega helmingur útfara á höfuðborgarsvæðinu í fyrra voru bálfarir og er talið að hlutfall bálfara muni einungis aukast á næstu árum. Sigríður Bylgja segir að þjónustan sem Tré lífsins ætli sér að bjóða upp á verði ekki dýrari en hjá kirkjunni. „Við stefnum að því að þetta verði hagkvæmari kostur því við viljum ekki að þetta séu áhyggjur sem þú hafir yfir því hvað það er dýrt að deyja.“
Kirkjugarðar Tengdar fréttir Þingmenn vilja gefa dreifingu ösku frjálsa hér á landi Mjög strangar reglur gilda um slíka dreifingu í dag. Verði frumvarpið að lögum yrði að virða óskir hins látna. 30. nóvember 2019 18:30 Telur að líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að bæði líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila. Slíkur rekstur þurfi ekki endilega að vera innan kirkjugarðanna sjálfra. 3. desember 2019 07:45 Kirkjugarðar í vanda: Treystir sér ekki til að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur segir ógerlegt að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi. Rekstrarvandi kirkjugarða landsins er mikill og mjög hefur dregið úr viðhaldi og umhirðu. 2. desember 2019 07:00 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Þingmenn vilja gefa dreifingu ösku frjálsa hér á landi Mjög strangar reglur gilda um slíka dreifingu í dag. Verði frumvarpið að lögum yrði að virða óskir hins látna. 30. nóvember 2019 18:30
Telur að líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að bæði líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila. Slíkur rekstur þurfi ekki endilega að vera innan kirkjugarðanna sjálfra. 3. desember 2019 07:45
Kirkjugarðar í vanda: Treystir sér ekki til að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur segir ógerlegt að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi. Rekstrarvandi kirkjugarða landsins er mikill og mjög hefur dregið úr viðhaldi og umhirðu. 2. desember 2019 07:00