Seinni bylgjan: Hvað haldið þið að Haukur Þrastarson sé? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 09:00 Haukur Þrastarson. Vísir/Daníel FH-ingar unnu frábæran sigur á Selfossi í Olís deild karla í handbolta í gærkvöldi og eitt af lykilatriðið var að mati Loga Geirssonar í Seinni bylgjunni í gær var Haukur Þrastarson hafði hvorki kraft né orku í að bera uppi Selfossliðið allan tímann. „Við sáum að Hauki Þrastarsyni var skipt út af í fyrri hálfleik því hann var bara sprunginn. Hann stóð þarna á miðlínunni eftir tuttugu mínútur,“ Logi Geirsson í Seinni bylgjunni í gær en Henry Birgir Gunnarsson var ekki alveg sammála. „Hvernig getur þú sagt að Haukur Þrastarson sé sprunginn eftir tuttugu mínútur? Þessi maður er búinn að sýna að hann er ómennskur,“ sagði Henry Birgir. „Þú sagðir að hann gæti hlaupið hringinn í kringum landið aftur á bak og ég sagðist vera tilbúinn að veðja á móti því. Hann hefði ekki getað hlaupið aftur á bak allan völlinn þegar tuttugu mínútur voru búnar. Hann stóð bara og hugsaði: Hvað er í gangi?,“ sagði Logi. „Hann var allt í öllu sóknarlega og spilaði fyrir framan í vörninni. Hvað haldið þið að hann sé? Enda var gæinn bara búinn á því,“ sagði Logi. „Hann er með 26 prósent skotnýtingu í þessum leik en þetta er maður sem er búinn að vera með 70 prósent skotnýtingu í allan vetur,“ sagði Logi. „Hann skapar ellefu skotfæri og á átta stoðsendingar en þegar kom að skotunum þá var bara ekkert að frétta,“ sagði Henry Birgir og beindi orðum sínum til Guðlaugs Arnarssonar. „Sjáið líka skotin sem hann er að taka. Þetta eru erfið skot og þetta er illa undirbúið. Hann þarf að gera þetta rosalega mikið upp á eigin spýtur,“ sagði Guðlaugur. „Maðurinn er búinn að vera stórkostlegur og það vita það allir. Þetta er besti leikmaðurinn í deildinni og hann er búinn að semja við eitt besta lið í heimi því hann er að fara í Kielce. Það sem ég er að tala um er hvernig hann er notaður,“ sagði Logi og bætti við: „Hann er gjörsamlega sprunginn eftir tuttugu mínútur. Hvernig ætlar þú að hámarka leikmanninn svona. Það gengur ekki,“ sagði Logi. „Við sáum samt að þegar hann fór út af þá hrundi allt. Hann verður að hafa hann inn á og verður að keyra á honum. Þeir þurfa að finna réttar lausnir til að geta nýtt hann enn betur,“ sagði Guðlaugur. Það má sjá alla umræðuna um Hauk Þrastarson í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Hauk Þrastarson Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
FH-ingar unnu frábæran sigur á Selfossi í Olís deild karla í handbolta í gærkvöldi og eitt af lykilatriðið var að mati Loga Geirssonar í Seinni bylgjunni í gær var Haukur Þrastarson hafði hvorki kraft né orku í að bera uppi Selfossliðið allan tímann. „Við sáum að Hauki Þrastarsyni var skipt út af í fyrri hálfleik því hann var bara sprunginn. Hann stóð þarna á miðlínunni eftir tuttugu mínútur,“ Logi Geirsson í Seinni bylgjunni í gær en Henry Birgir Gunnarsson var ekki alveg sammála. „Hvernig getur þú sagt að Haukur Þrastarson sé sprunginn eftir tuttugu mínútur? Þessi maður er búinn að sýna að hann er ómennskur,“ sagði Henry Birgir. „Þú sagðir að hann gæti hlaupið hringinn í kringum landið aftur á bak og ég sagðist vera tilbúinn að veðja á móti því. Hann hefði ekki getað hlaupið aftur á bak allan völlinn þegar tuttugu mínútur voru búnar. Hann stóð bara og hugsaði: Hvað er í gangi?,“ sagði Logi. „Hann var allt í öllu sóknarlega og spilaði fyrir framan í vörninni. Hvað haldið þið að hann sé? Enda var gæinn bara búinn á því,“ sagði Logi. „Hann er með 26 prósent skotnýtingu í þessum leik en þetta er maður sem er búinn að vera með 70 prósent skotnýtingu í allan vetur,“ sagði Logi. „Hann skapar ellefu skotfæri og á átta stoðsendingar en þegar kom að skotunum þá var bara ekkert að frétta,“ sagði Henry Birgir og beindi orðum sínum til Guðlaugs Arnarssonar. „Sjáið líka skotin sem hann er að taka. Þetta eru erfið skot og þetta er illa undirbúið. Hann þarf að gera þetta rosalega mikið upp á eigin spýtur,“ sagði Guðlaugur. „Maðurinn er búinn að vera stórkostlegur og það vita það allir. Þetta er besti leikmaðurinn í deildinni og hann er búinn að semja við eitt besta lið í heimi því hann er að fara í Kielce. Það sem ég er að tala um er hvernig hann er notaður,“ sagði Logi og bætti við: „Hann er gjörsamlega sprunginn eftir tuttugu mínútur. Hvernig ætlar þú að hámarka leikmanninn svona. Það gengur ekki,“ sagði Logi. „Við sáum samt að þegar hann fór út af þá hrundi allt. Hann verður að hafa hann inn á og verður að keyra á honum. Þeir þurfa að finna réttar lausnir til að geta nýtt hann enn betur,“ sagði Guðlaugur. Það má sjá alla umræðuna um Hauk Þrastarson í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Hauk Þrastarson
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira