Sportpakkinn: Tveir bestu menn deildarinnar mætast á Selfossi í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 15:15 Haukur Þrastarson og Ásbjörn Friðriksson. Vísir/Vilhelm Selfoss og FH mætast í síðasta leiknum í 12. umferð Olísdeildar karla í handbolta á Selfossi í kvöld. Þetta verður þriðja rimma liðanna í vetur og Arnar Björnsson skoðaði nánast stórleik kvöldsins. Selfoss vann baráttu liðanna í meistarabikarnum á Selfossi í september, 35-33 í framlengdum leik á Selfossi. Einar Rafn Eiðsson var í miklum ham og skoraði 14 af mörkum bikarmeistara FH. Nokkrum dögum síðar vann FH leik liðanna í deildinni í Kaplakrika, 32-30. Leikir liðanna hafa verið bráðfjörugir. Selfoss vann báða leikina á síðustu leiktíð í deildinni með þriggja marka mun. Í fyrra buðu liðin uppá frábæra skemmtun í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn, þá hafði FH betur eftir maraþonrimmu liðanna. Selfoss er í fimmta sæti með 15 stig, stigi og sæti ofar en FH. Tveir af markahæstu leikmönnum deildarinnar mætast, Haukur Þrastarson og Ásbjörn Friðriksson. Ásbjörn er búinn að vera einn besti maður Íslandsmótsins undanfarin ár. Hann er 31 árs en Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er 18 ára. Haukur er markahæstur á Íslandsmótinu er búinn að skora 88 mörk, sjö mörkum meira en Ásbjörn. Á milli þeirra í 2. sæti er Kristján Örn Kristjánsson sem er búinn að skora 84 mörk fyrir ÍBV. Þeir hafa allir spilað 11 leiki í vetur. Leikurinn liðanna byrjar klukkan 19,30 og verður sýndur á Stöð 2 sport. Hinn eini sanni Guðjón Guðmundsson lýsir leiknum og hann spáir í spilin. „Það veltir á tveimur bestu leikmönnum deildarinnar, Ásbirni og Hauki. FH lenti í vandræðum bæði gegn KA og Stjörnunni sem spiluðu varnarleikinn mjög framarlega. FH náði ekki að leysa það. Selfyssingar munu örugglega beita sömu meðulum í kvöld. Munurinn á liðunum er fyrst og síðast sá að FH er með meiri breidd og þar eru fleiri leikmenn sem hafa lagt í púkkið í vetur. Leikur FH hefur verið heilsteyptari en Selfyssinga. Auðvitað veikir það Selfyssinga að Árni Steinn Steinþórsson spilar ekki vegna meiðsla. Hann er vanmetinn leikmaður. Þetta verður án efa jafn og spennandi leikur en FH klárlega sterkari á pappírunum“, segir meistari Guðjón Guðmundsson. Það má finna umfjöllun Arnars Björnsson um stórleikinn á Selfossi hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Upphitun fyrir leik Selfoss og FH í kvöld Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
Selfoss og FH mætast í síðasta leiknum í 12. umferð Olísdeildar karla í handbolta á Selfossi í kvöld. Þetta verður þriðja rimma liðanna í vetur og Arnar Björnsson skoðaði nánast stórleik kvöldsins. Selfoss vann baráttu liðanna í meistarabikarnum á Selfossi í september, 35-33 í framlengdum leik á Selfossi. Einar Rafn Eiðsson var í miklum ham og skoraði 14 af mörkum bikarmeistara FH. Nokkrum dögum síðar vann FH leik liðanna í deildinni í Kaplakrika, 32-30. Leikir liðanna hafa verið bráðfjörugir. Selfoss vann báða leikina á síðustu leiktíð í deildinni með þriggja marka mun. Í fyrra buðu liðin uppá frábæra skemmtun í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn, þá hafði FH betur eftir maraþonrimmu liðanna. Selfoss er í fimmta sæti með 15 stig, stigi og sæti ofar en FH. Tveir af markahæstu leikmönnum deildarinnar mætast, Haukur Þrastarson og Ásbjörn Friðriksson. Ásbjörn er búinn að vera einn besti maður Íslandsmótsins undanfarin ár. Hann er 31 árs en Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er 18 ára. Haukur er markahæstur á Íslandsmótinu er búinn að skora 88 mörk, sjö mörkum meira en Ásbjörn. Á milli þeirra í 2. sæti er Kristján Örn Kristjánsson sem er búinn að skora 84 mörk fyrir ÍBV. Þeir hafa allir spilað 11 leiki í vetur. Leikurinn liðanna byrjar klukkan 19,30 og verður sýndur á Stöð 2 sport. Hinn eini sanni Guðjón Guðmundsson lýsir leiknum og hann spáir í spilin. „Það veltir á tveimur bestu leikmönnum deildarinnar, Ásbirni og Hauki. FH lenti í vandræðum bæði gegn KA og Stjörnunni sem spiluðu varnarleikinn mjög framarlega. FH náði ekki að leysa það. Selfyssingar munu örugglega beita sömu meðulum í kvöld. Munurinn á liðunum er fyrst og síðast sá að FH er með meiri breidd og þar eru fleiri leikmenn sem hafa lagt í púkkið í vetur. Leikur FH hefur verið heilsteyptari en Selfyssinga. Auðvitað veikir það Selfyssinga að Árni Steinn Steinþórsson spilar ekki vegna meiðsla. Hann er vanmetinn leikmaður. Þetta verður án efa jafn og spennandi leikur en FH klárlega sterkari á pappírunum“, segir meistari Guðjón Guðmundsson. Það má finna umfjöllun Arnars Björnsson um stórleikinn á Selfossi hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Upphitun fyrir leik Selfoss og FH í kvöld
Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira