Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. desember 2019 13:45 Sexmenningarnir í Windhoeg í hádeginu. Skjáskot Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir lausir gegn tryggingu. Þeir voru handteknir fyrir helgi og voru leiddir fyrir dómara í hádeginu. Ákvörðun þeirra er sögð koma nokkuð á óvart og gáfu lögmenn þeirra enga skýringu á henni. Mennirnir sex munu því sæta gæsluvarðhaldi til 20. febrúar næstkomandi. Þeim Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasyni Esau og frænda áðurnefnds James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er gefið að sök að hafa þegið hið minnsta 103,6 milljónir namibíudala í mútur félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu.Sjá einnig: Mæta aftur fyrir dómara í hádeginu Esau er auk þess ákærður fyrir að hafa misbeitt valdi í sjávarútvegsráðherratíð sinni þegar hann úthlutaði brynstirtlukvóta til félagsins Namgomar Pesca á árunum 2014 til 2019. Shanghala, Gustavo auk James og Tamson Hatuikulipi eiga aukinheldur að hafa aðstoðað Esau við að hagnast persónulega á úthlutuninni. Þeim er jafnframt gefið að sök að hafa svikið undan skatti með því að hafa aðeins gefið upp hluta af tekjum Namgomar Pesca upp til skatts. Þeir allir, þar með talinn Pius 'Taxa' Mwatelulo, sem tengist James Hatuikulipi fjölskylduböndum líkt og Gustavo, eru auk þess ákærðir fyrir peningaþvætti. Hér að neðan má sjá myndskeið The Namibian af því þegar þeir voru leiddir fyrir dómarar í Windhoek í dag.TO COURT ... The 'Fishrot 6', accused of having pocketed at least N$103 million in payments from Icelandic companies in return for fishing quotas in Namibia, are escorted to court under police guard in Windhoek today. Video: Werner Menges pic.twitter.com/bRZpwXbdIb— The Namibian (@TheNamibian) December 2, 2019 Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Mæta aftur fyrir dómara í hádeginu Dómstóll í Namibíu mun í hádeginu að íslenskum tíma taka fyrir beiðni sexmenninganna sem handteknir hafa verið í landinu grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið. 2. desember 2019 09:18 Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir lausir gegn tryggingu. Þeir voru handteknir fyrir helgi og voru leiddir fyrir dómara í hádeginu. Ákvörðun þeirra er sögð koma nokkuð á óvart og gáfu lögmenn þeirra enga skýringu á henni. Mennirnir sex munu því sæta gæsluvarðhaldi til 20. febrúar næstkomandi. Þeim Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasyni Esau og frænda áðurnefnds James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er gefið að sök að hafa þegið hið minnsta 103,6 milljónir namibíudala í mútur félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu.Sjá einnig: Mæta aftur fyrir dómara í hádeginu Esau er auk þess ákærður fyrir að hafa misbeitt valdi í sjávarútvegsráðherratíð sinni þegar hann úthlutaði brynstirtlukvóta til félagsins Namgomar Pesca á árunum 2014 til 2019. Shanghala, Gustavo auk James og Tamson Hatuikulipi eiga aukinheldur að hafa aðstoðað Esau við að hagnast persónulega á úthlutuninni. Þeim er jafnframt gefið að sök að hafa svikið undan skatti með því að hafa aðeins gefið upp hluta af tekjum Namgomar Pesca upp til skatts. Þeir allir, þar með talinn Pius 'Taxa' Mwatelulo, sem tengist James Hatuikulipi fjölskylduböndum líkt og Gustavo, eru auk þess ákærðir fyrir peningaþvætti. Hér að neðan má sjá myndskeið The Namibian af því þegar þeir voru leiddir fyrir dómarar í Windhoek í dag.TO COURT ... The 'Fishrot 6', accused of having pocketed at least N$103 million in payments from Icelandic companies in return for fishing quotas in Namibia, are escorted to court under police guard in Windhoek today. Video: Werner Menges pic.twitter.com/bRZpwXbdIb— The Namibian (@TheNamibian) December 2, 2019
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Mæta aftur fyrir dómara í hádeginu Dómstóll í Namibíu mun í hádeginu að íslenskum tíma taka fyrir beiðni sexmenninganna sem handteknir hafa verið í landinu grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið. 2. desember 2019 09:18 Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Mæta aftur fyrir dómara í hádeginu Dómstóll í Namibíu mun í hádeginu að íslenskum tíma taka fyrir beiðni sexmenninganna sem handteknir hafa verið í landinu grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið. 2. desember 2019 09:18
Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35
Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56