Tveir nokkuð öflugir skjálftar urðu í grennd við Bárðarbungu á ellefta tímanum í gærkvöldi.
Klukkan 22:21 varð skjálfti sem mældist þrjú stig og mínútu síðar reið annar yfir. Mældist sá 3,8 stig.
Nokkrir smærri skjálftar fylgdu í kjölfarið, sá stærsti upp á 2,2 stig klukkan rúmlega hálfellefu.
