Forstjóri Icelandair segir að fljótlega þurfi að ákveða arftaka Boeing 757 Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2019 21:39 Boeing 757-þotur hafa verið í notkun hjá Icelandair í tæp 30 ár, eða frá því í apríl 1990. Framleiðslu þeirra var hætt árið 2004. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Icelandair stefnir að ákvörðun um þotukaup fljótlega á nýju ári. Einn möguleikinn sem félagið skoðar er að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur. Þetta kom fram í viðtali við forstjóra Icelandair í fréttum Stöðvar 2. Óvissan vegna kyrrsetningar MAX-vélanna leiddi til þess að Icelandair frestaði í haust ákvörðun um kaup á nýjum þotum sem gætu leyst Boeing 757-vélarnar af hólmi á lengri flugleiðum. „En við stefnum á að taka þá ákvörðun fljótlega á nýju ári, - allavega fyrri hluta ársins 2020,“ segir forstjórinn, Bogi Nils Bogason. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Icelandair og forverar þess hafa til þessa aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. Því vakti sú yfirlýsing forstjóra Icelandair athygli síðastliðið vor að langdrægar vélar af gerðinni Airbus A321 hentuðu leiðakerfi félagsins best, eins og staðan væri núna.Sjá einnig hér: Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Félagið skoðar þrjá kosti, að sögn Boga: Halda áfram með svipaðan flota og það er með núna; kaupa Airbus A321 LR og reka þær samhliða MAX-vélunum; og loks að skipta alfarið yfir í Airbus. „En það mun taka ákveðinn langan tíma, ef við förum þá leið. Þannig að það eru þessar þrjár sviðsmyndir og tvær af þessum sviðsmyndum þýða Airbus inn í flotann.“ Airbus A321 er meðal annars í notkun hjá SAS-flugfélaginu í Íslandsflugi.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þess er skemmst að minnast að bandaríska flugfélagið United Airlines ákvað fyrir tveimur vikum að leita í smiðju Airbus og pantaði fimmtíu Airbus A321 XLR sem arftaka hinna öldruðu 757-véla, en framleiðslu þeirra var hætt fyrir fimmtán árum. Sjá einnig hér: United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bogi segir 757-vélarnar þó enn virka mjög vel í leiðakerfi Icelandair og þjóna fyrirtækinu vel. „En samt sem áður þurfum við að fara að taka ákvörðun fljótlega um hvaða vélar taka við af þeim.“ En hvað með breiðþotur? Ein af fjórum Boeing 767-breiðþotum Icelandair.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við erum með fjórar breiðþotur í flotanum í dag, 767-vélar, og við stefnum á að nota þær áfram. Þetta flotaverkefni, sem við erum að vinna núna, snýr í raun eingöngu að hinum vélunum, „narrow-body“ eins og við segjum. Þannig að við erum ekki að skoða frekari kaup á breiðþotum, eins og staðan er núna,“ svarar forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Airbus Boeing Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Bogi Nils Bogason forstjóri segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að félagið muni komast leikandi í gegnum kyrrsetningu Boeing 737 MAX-vélanna. 20. september 2019 20:00 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boing-þota félagsins. 4. desember 2019 08:13 Airbus fengið 226 pantanir frá ellefu félögum í nýju þotuna Airbus segir að stjarna flugsýningarinnar í París hafi klárlega verið hin nýja A321XLR. Ákvörðun um að hefja framleiðslu hennar var kynnt á mánudag en hún verður langdrægasta útgáfan af A-321 línu evrópska flugvélaframleiðandans. 20. júní 2019 16:54 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Icelandair stefnir að ákvörðun um þotukaup fljótlega á nýju ári. Einn möguleikinn sem félagið skoðar er að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur. Þetta kom fram í viðtali við forstjóra Icelandair í fréttum Stöðvar 2. Óvissan vegna kyrrsetningar MAX-vélanna leiddi til þess að Icelandair frestaði í haust ákvörðun um kaup á nýjum þotum sem gætu leyst Boeing 757-vélarnar af hólmi á lengri flugleiðum. „En við stefnum á að taka þá ákvörðun fljótlega á nýju ári, - allavega fyrri hluta ársins 2020,“ segir forstjórinn, Bogi Nils Bogason. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Icelandair og forverar þess hafa til þessa aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. Því vakti sú yfirlýsing forstjóra Icelandair athygli síðastliðið vor að langdrægar vélar af gerðinni Airbus A321 hentuðu leiðakerfi félagsins best, eins og staðan væri núna.Sjá einnig hér: Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Félagið skoðar þrjá kosti, að sögn Boga: Halda áfram með svipaðan flota og það er með núna; kaupa Airbus A321 LR og reka þær samhliða MAX-vélunum; og loks að skipta alfarið yfir í Airbus. „En það mun taka ákveðinn langan tíma, ef við förum þá leið. Þannig að það eru þessar þrjár sviðsmyndir og tvær af þessum sviðsmyndum þýða Airbus inn í flotann.“ Airbus A321 er meðal annars í notkun hjá SAS-flugfélaginu í Íslandsflugi.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þess er skemmst að minnast að bandaríska flugfélagið United Airlines ákvað fyrir tveimur vikum að leita í smiðju Airbus og pantaði fimmtíu Airbus A321 XLR sem arftaka hinna öldruðu 757-véla, en framleiðslu þeirra var hætt fyrir fimmtán árum. Sjá einnig hér: United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bogi segir 757-vélarnar þó enn virka mjög vel í leiðakerfi Icelandair og þjóna fyrirtækinu vel. „En samt sem áður þurfum við að fara að taka ákvörðun fljótlega um hvaða vélar taka við af þeim.“ En hvað með breiðþotur? Ein af fjórum Boeing 767-breiðþotum Icelandair.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við erum með fjórar breiðþotur í flotanum í dag, 767-vélar, og við stefnum á að nota þær áfram. Þetta flotaverkefni, sem við erum að vinna núna, snýr í raun eingöngu að hinum vélunum, „narrow-body“ eins og við segjum. Þannig að við erum ekki að skoða frekari kaup á breiðþotum, eins og staðan er núna,“ svarar forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Airbus Boeing Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Bogi Nils Bogason forstjóri segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að félagið muni komast leikandi í gegnum kyrrsetningu Boeing 737 MAX-vélanna. 20. september 2019 20:00 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boing-þota félagsins. 4. desember 2019 08:13 Airbus fengið 226 pantanir frá ellefu félögum í nýju þotuna Airbus segir að stjarna flugsýningarinnar í París hafi klárlega verið hin nýja A321XLR. Ákvörðun um að hefja framleiðslu hennar var kynnt á mánudag en hún verður langdrægasta útgáfan af A-321 línu evrópska flugvélaframleiðandans. 20. júní 2019 16:54 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05
Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Bogi Nils Bogason forstjóri segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að félagið muni komast leikandi í gegnum kyrrsetningu Boeing 737 MAX-vélanna. 20. september 2019 20:00
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boing-þota félagsins. 4. desember 2019 08:13
Airbus fengið 226 pantanir frá ellefu félögum í nýju þotuna Airbus segir að stjarna flugsýningarinnar í París hafi klárlega verið hin nýja A321XLR. Ákvörðun um að hefja framleiðslu hennar var kynnt á mánudag en hún verður langdrægasta útgáfan af A-321 línu evrópska flugvélaframleiðandans. 20. júní 2019 16:54
Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00